Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Garðfuglar fá sérstaka athygli um næstu helgi en þá
er hin árlega garðfuglahelgi Fuglaverndar. Þátttak-
endur eru beðnir um að fylgjast með garði í eina
klukkustund föstudaginn 25. janúar, laugardaginn
26. janúar, sunnudaginn 27. janúar eða mánudaginn
28. janúar. Fólk er beðið um að skrá hjá sér hvaða
fuglar koma í garðinn og mestan fjölda af hverri
tegund meðan á athuguninni stendur. Að lokinni at-
hugun eru athugendur beðnir að skrá niðurstöður á
þartilgert eyðublað sem finna má á vefnum eða fá á
skrifstofu og senda rafrænt eða í pósti til Fugla-
verndar.
Markmiðið með garðfuglaathuguninni er að afla
upplýsinga um hvaða tegundir eru til staðar í görð-
um og fjölda innan hverrar tegundar. Einnig að
vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra. Fuglavernd
vill fá fólk til þess að fóðra fugla. Það er uppbyggj-
andi tómstundagaman sem hjálpar garðfuglum til að
lifa af í oft harðri lífsbaráttu yfir vetrartímann.
Upplýsingar um framkvæmd athugunarinnar og
almennt um garðfugla er að finna á vefsíðu Fugla-
verndar (www.fuglavernd.is), á garðfuglavefnum
(www.fsu.is/~ornosk/gardfuglar/). Þar er m.a. hægt
að sækja upplýsingar um fóðrun garðfugla, Garð-
fuglabækling Fuglaverndar, talningareyðublað og
nánari leiðbeiningar. gudni@mbl.is
Fylgst með garðfuglum
Ljósmynd/Örn Óskarsson
Garðfuglar gæða sér á epli Skógarþröstur, stari og gráþröstur þræta um epli. Starinn virðist hafa sigrað þrestina.
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Þeir boða 30% hækkun frá og með 1.
apríl,“ segir Magnús Magnússon, rit-
stjóri héraðsfréttablaðsins Skessu-
horns á Vestur-
landi, um boðaða
hækkun Íslands-
pósts á dreifingar-
gjöldum áskriftar-
blaða. Magnús
segir sömu hækk-
un ekki koma á frí-
blöð samhliða.
Skessuhorn
hefur verið með
samning við Ís-
landspóst frá 2004
og hefur fyrirtækið notið 35% afsláttar
frá gjaldskrá. Með breytingunni boði
Íslandspóstur hvorttveggja hækkun á
gjaldskrá og lækkun afsláttar. Í tilviki
Skessuhorns lækki afslátturinn í 15%.
Magnús gagnrýnir þetta mjög og seg-
ir að hækkanir á höfuðborgarsvæðinu
séu minni en á landsbyggðinni. Þar
telur hann samkeppni Íslandspósts við
Pósthúsið helstu ástæðu. „Þetta er
náttúrlega bara hreinn landsbyggðar-
skattur,“ segir Magnús og segir að
dreifingarkostnaður þeirra hafi hækk-
að um 70% á síðustu tveimur árum.
„30% hækkun breytir miklu í okkar
rekstri. Bara þessi hækkun ein og sér
er upp undir hálft stöðugildi. Héraðs-
fréttablöð eru yfirleitt með tvo upp í
átta starfsmenn. Það stefnir í að dreif-
ingarkostnaður verði meiri en prent-
kostnaður í fyrsta skipti í sögunni,“
segir Magnús.
5-6 hundruð þúsund á mánuði
„Þessi hækkun þýðir að heildar-
dreifingarkostnaður hjá okkur í dreif-
býlið er orðinn það hár að líklega
myndi borga sig fyrir okkur að kaupa
sparneytinn bíl og keyra um sveitir
Vesturlands með blöðin í hverri ein-
ustu viku,“ segir Magnús sem segir
Íslandspóst bíta sig í hælinn með
hækkuninni. „Þeir eru bara að henda
frá sér einhverjum 5-6 hundruð þús-
und króna tekjum [á mánuði] því við
munum leita allra leiða til þess að gef-
ast ekki upp vegna þessa,“ segir
Magnús.
Verðlagt eins og þyngri bréf
Íslandspóstur segir að unnið sé að
því að auka gegnsæi í afsláttarkjörum
og að því markmiði að burðargjald
endurspegli kostnað. Þá verður lagð-
ur niður sérstakur vöruflokkur fyrir
blöð og tímarit og burðargjöld blaða
miðast þá við almenn bréf frá 51
grammi upp í tvö kíló. Íslandspóstur
segir hækkunina á bilinu 6,5-8% en að
afslættir lækki og miðist við magn.
„Það er rétt að afsláttarkjör eru að
breytast og munu fylgja samskonar
fyrirkomulagi og fyrirfinnst í öðrum
afsláttarkjörum í almennum bréfum,“
segir í svarinu.
30% hækkun á
burðargjöldum
Dreifing blaða í dreifbýli dýrari
Ódýrara að kaupa bíl og keyra út
Magnús
Magnússon
ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR!
LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR.
Efnalaug - Þvottahús
Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
350 KR. SKYRTAN
hreinsuð og pressuð
-ef komið er með fleiri en 3 í einu
Fullt verð 580 kr.