Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Kristján Ástvaldsson og Guðmundur Sigurvin
Bjarnason koma í mark í sprettgöngu Craft-
Sport á Ísafirði í gær eftir að Skíðavikan var sett
við hátíðlega athöfn á Silfurtorgi að viðstöddu
fjölmenni í blíðskaparveðri. Að vanda var boðið
upp á heitt kakó og pönnukökur í tilefni dagsins.
Skíðavikan hafin
F I M M T U D A G U R 2 8. M A R S 2 0 1 3
Stofnað 1913 73. tölublað 101. árgangur
ODDALEIKIR Í
GARÐABÆ OG
STYKKISHÓLMI
AUKIÐ
VERÐMÆTI
ÞORSKS
SIGUR RÓS MEÐ
TÓNLEIKA VÍÐA
UM HEIM
VIÐSKIPTABLAÐ FAGMENNSKA 42KÖRFUBOLTI ÍÞRÓTTIR
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Framsóknarflokkurinn er með mest
fylgi í nýrri könnun Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Íslands fyrir
Morgunblaðið, vegna komandi þing-
kosninga. Flokkurinn fengi 28,5%
atkvæða, yrði gengið til kosninga nú,
sem er aukning um sex prósentustig
frá síðustu könnun Félagsvísinda-
stofnunar í byrjun mars. Fengi
Framsókn 21 þingmann kjörinn,
borið saman við níu árið 2009.
Næstur á eftir kemur Sjálfstæð-
isflokkurinn með 26,1% fylgi, 3,3
prósentustigum minna en í síðustu
könnun og 19 þingmenn, er með 16
núna. Samfylkingin fengi 12,8%, var
með 16,1% í síðustu könnun og tæp
30% í síðustu kosningum. Samfylk-
ingin fékk 20 þingmenn 2009 en
fengi níu nú. Vinstri grænir fengju
8% fylgi samkvæmt könnuninni nú,
voru með 9,9% í síðustu könnun en
fengu 21,7% í kosningunum 2009. VG
fengi sex þingmenn í stað 14 árið
2009. Björt framtíð fengi 11,4% fylgi
nú, var með 12% í síðustu könnun og
fengi átta þingmenn kjörna. Aðrir
flokkar kæmu ekki manni inn á þing.
Félagsvísindastofnun fram-
kvæmdi könnunina dagana 18. til 26.
mars sl. Alls voru 3.400 manns í úr-
takinu, þar af 1.800 í netkönnun og
1.600 í símakönnun. Alls fengust
2.014 svör frá fólki á aldrinum 18-83
ára og svarhlutfallið var tæp 60%.
Svarendur voru einnig spurðir
hvaða flokka þeir kusu í kosningun-
um 2009. Í ljós kemur að mikil hreyf-
ing er á fylginu á milli flokka. Flestir
ætla að kjósa Framsóknarflokkinn
aftur, eða 82% framsóknarmanna, á
meðan 65% sjálfstæðismanna halda
tryggð við flokkinn, 40% hjá Sam-
fylkingunni og 34% hjá VG. Þá ætla
25% þeirra sem kusu Sjálfstæðis-
flokkinn, 19,5% þeirra sem kusu VG
og 17,8% sem kusu Samfylkingu að
kjósa Framsókn. Björt framtíð tekur
mest fylgi frá stjórnarflokkunum.
Framsókn með 28,5%
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fengju alls 40
þingmenn yrði kosið nú Mikil fylgishreyfing á milli flokka
MFylgið á mikilli … »20-21
Fylgi flokkanna
28,5%
26,1%12,8%
11,4%
8,0%
13,2%
Framsóknarflokkurinn 28,5%
Sjálfstæðisflokkurinn 26,1%
Samfylkingin 12,8%
Björt framtíð 11,4%
Vinstri græn 8,0%
Aðrir flokkar 13,2%
Skv. könnun Félagsvísindastofnunar HÍ 18.-26.mars
Útgerðarfyrirtækið Samherji á
Akureyri tilkynnti í gær um veit-
ingu alls 90 milljóna kr. úr sam-
félagssjóði félagsins. Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Sam-
herja, sagði m.a. í hófi fyrirtæk-
isins að útsjónarsemi í markaðs-
starfi skipti sífellt meira máli.
Sagði hann söludeild félagsins
vakandi yfir öllu lausu rými í flug-
vélum frá landinu og sl. haust
hefði Samherji m.a. fengið að
flytja nokkur tonn af fiski með
flugvél hljómsveitarinnar Sigur
Rósar þegar hún var á ferð utan í
tónleikaför. »16-17
90 milljónir
í styrki
Samherji flutti
fisk með Sigur Rós
Verktakafyrirtækið ÍAV og móð-
urfélag þess, hið svissneska Marti,
eiga lægsta tilboð í stórt jarð-
gangaverkefni Noregi. Tilboðið
svarar til um 30 milljarða króna.
Grafin verða tvenn jarðgöng undir
sjó í nágrenni Stavanger.
Ístak er með mörg járn í eldinum
í vegagerð í Noregi. Suðurverk hef-
ur tekið að sér, sem undirverktaki
Ístaks, að leggja veg að væntan-
legri Hálogalandsbrú við Narvik.
Um 30 starfsmenn hefjast handa
við verkið í næsta mánuði. »4
ÍAV fær 30 milljarða
kr. verkefni í Noregi
Alþingi samþykkti í gærkvöldi til-
lögu Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra um frestun á fundum
Alþingis. Fjöldi mála var afgreiddur
til 3. umræðu eða sem lög frá Alþingi
í gærkvöldi. Þar á meðal var tillaga,
kennd við Árna Pál Árnason um
tímabundið ákvæði um breytingar á
stjórnarskránni. Hún var samþykkt
með atkvæðum 24 þingmanna eða
38% þingheims.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra og fleiri stjórnarþingmenn
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fylkingar riðluðust um afgreiðslu
fleiri mála, svo sem frumvörp um
uppbyggingu á Bakka.
Síðasti þingfundur kjörtímabilsins
stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór
í prentun um miðnætti og var reikn-
að með að hann stæði eitthvað fram
eftir nóttu. gudni@mbl.is »2
Átök um mörg þingmál
Jóhanna greiddi ekki atkvæði um stjórnarskrármálið
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alþingi Þingfundur stóð yfir fram
eftir kvöldi í gær og fram á nótt.
„Við sjálfstæðismenn eigum
ekki nema eitt svar við þessu;
það er að spýta í lófana og
reyna að gera betur,“ segir Ein-
ar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks en Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknar, segir mjög
ánægjulegt að sjá flokkinn
halda fylgi síðustu kannana.
Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur VG, og Guðmundur Stein-
grímsson, formaður Bjartrar
framtíðar, eru sammála um að
margt geti breyst í aðdraganda
kosninganna en Katrín Júl-
íusdóttir, varaformaður Sam-
fylkingar, segir flokkinn þurfa
að herða róðurinn.
„Mjög
ánægjulegt“
VIÐBRÖGÐ ÞINGMANNA