Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Fátt gerist af sjálfu sér; einhver tekur ákvörðun og svo verð- ur að framkvæma. Þar sem ég er kominn á eftirlaun, og því orðinn stikk og stikk, leyfist mér að kvarta yfir flestu og efast um allt. En ef, en ef; það er svo gaman að láta sig dreyma. Ef við hefðum ekki gerzt aðili að Schengen-samkomulaginu, væri margt öðruvísi á Fróni í dag. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli væri ekki orðin eins vansköpuð og hún er, og þar væru ekki lengstu rúllustigar í Evrópu. Landið væri ekki lengur berskjaldað fyrir ágangi úr austri og víggirt gegnt vestri. Við gætum ráðið, hverjir kæmu til landsins og afþakkað kennslu í glæpastarfsemi frá mis- indisfólki af meginlandinu. Sendiráðin okkar myndu end- urheimta rétt sinn, sem af þeim var tekinn, til að gefa út vega- bréfsáritanir til fólks frá framandi löndum, sem sækja vill Ísland heim. Við hefðum engin not fyrir glæpa-viðvörunarkerfi Schengen, sem virðist aðallega vara við hryðjuverkamönnum og stórk- rimmum, en ekki innbrotsþjófum, eiturlyfjasmyglurum og nauðg- urum. En skipafélögin myndu missa eitthvað af viðskiptum, því færri gámar með illa fengnum bú- slóðum yrðu sendir úr landi. Vissu- lega gefur vera okkar í EFTA/ EES leyfi til frjáls flæðis vinnuafls milli landanna, en við gætum þá alla vega skoðað vegabréfin hjá þessu fólki, sem vill komast inn á okkar götótta velferðarkerfi. En nóg um það í bili. En ef, en ef við hættum nú bara að tala um að farga krónunni. Og minntumst þess í stað, hve hún er búin að duga landinu vel frá því langt fyrir stofnun lýðveldisins. Hún á ekki skilið allt það ljóta um- tal, sem við höfum þurft að hlusta á undanfarin ár. Og svo er það líka viðurkennt af mörgum, að tilvera hennar hafi komið þjóðinni að miklu gagni, þegar bankarnir féllu. Útrásarvíkingarnir byggðu reyndar spila- borgir sínar, sem allar svo hrundu, á sterl- ingspundum og ervr- ukílóum, en ekki krónum. Það má líta á okkar kæru krónu sem eins konar eig- inkonu þjóðarinnar. Og nú tala ýmsir framámenn eins og þeir vilji yngja upp hjá sér; fá sér ein- hverja sprækari og þá náttúrulega útlenzka. Staðreyndin er sú, að krónan okkar hefir spilað mikilvægt hlutverk í þróun þjóð- arinnar, og hjálpað til að gera Ís- land að efnuðu fyrirmyndarríki. Og samt höfum við launað henni með endurteknum gengislækk- unum og jafnvel eitt sinn skorið aftan af henni núllin. Og þá erum við komin að stærsta ef-inu. Ef við hefðum nú ekki framið verstu afglöp í við- skiptasögu Íslands með því að selja kanadískum fiski-keppinaut- um okkar á Bandaríkjamarkaði Icelandic USA. Það er furðulegt, hve lítil umræða hefir farið fram í landinu um þessa reginhneisu. Allt ætlaði af göflunum að ganga, þeg- ar einn Kínamaður vildi kaupa sér stóra landspildu, að mestu óbyggða. Stjórnvöldin risu upp á afturlappirnar því þessi áform mannsins voru talin stórhættuleg framtið og sjálfstæði landsins. En ekki heyrðist svo sem eitt múkk í yfirvaldinu, þegar útlenzkum var selt stærsta fisksölufyrirtæki landsmanna í Ameríku og þar með ómetanlegt markaðsnet, sem byggt hafði verið upp á rúmum 65 árum. Það er ef til vill skiljanlegt, að yngra fólkið viti ekki mikið um gamaldags fiskimál. Á uppgangs- árunum, áður en blaðran sprakk, beindist hugur flestra að fjármála- og tölvu- og öðrum álíka geirum, og talið var, að fiskveiðar og sala á fiski, væri eitthvað, sem fortíðinni heyrði til. Gott er því að fræða unga fólkið örlítið um þessi mál: Einu sinni voru Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðadeild SÍS stór fyrirtæki, sem sáu um að selja fiskinn fyrir frystihús landsins. Eftir stríðið hófu þau bæði starf- semi í Ameríku, byggðu fiskrétta- stöðvar og komu upp víðtækum sölukerfum. Seinna sameinuðust fyrirtækin í Icelandic USA, sem varð einn stærsti aðilinn í fisksölu þar í landi. Seldi það að mestu í gegnum kerfi um 100 umboðs- manna um land allt sem beindu viðskiptunum til um 3000 heildsala og verzlana. Vörumerkin Icelandic og Samband voru þekkt fyrir gæði. Ef ekkert ljótt hefði gerzt, gæti þetta sölukerfi auðveldlega tekið við afurðunum frá auknum þorskkvóta og ört vaxandi fiskeldi. Þótt gaman sé að láta sig dreyma, verður örugglega litlu breytt um þessi þrjú stórmál. Leiðtogarnir laumuðu okkur inn í Schengen svo lítið bar á, og áður en nokkur vissi, vorum við föst í netinu. Og það er ekki auðvelt að losna. Sama er uppi á teningnum með krónuna; eflaust verður henni fórnað á altari fjármálaspeking- anna. Salan á Icelandic USA er því miður búin og gerð, og það var ekki ósvipað og með Schengen; allt var gengið um garð, þegar fólk áttaði sig á því hvað gerzt hafði. Jæja. Þá er ég búinn að létta þessu af mér, og svo heldur lífið bara áfram. „Þetta reddast allt einhvern veginn,“ segir landinn. Og þótt það komi ekki þessu bein- línis við, þá hefir „en ef, en ef“ hringlað í hausnum á mér við þessar skriftir. Einhver man kannske byrjunina á slagaranum gamla, sem endar svona: „En ef, en ef þú leiður ert á lífinu, þá labbaðu við hjá vífinu í Skálka- skjóli sjö.“ En ef, en ef … Eftir Þóri S. Gröndal »Útrásarvíkingarnir byggðu reyndar spilaborgir sínar, sem allar svo hrundu, á sterlingspundum og evrukílóum, en ekki krónum. Þórir S. Gröndal Höfundur er afdankaður fisksali í Flórída. MND er hreyfi- tauga-sjúkdómur, sem herjar á allar þjóðir í svipuðum mæli. Engin lækning hefur fundist við sjúkdómnum, sem fer versnandi er tíminn líður og leiðir oftast til dauða sjúkling- anna. Orsakir MND eru taldar vera gena- breytingar sem valda göllum í prótínum. Um 20 slík gen hafa verið greind, en gena- breytingar sem koma við sögu skipta hundruðum. Til að finna lækningu við MND, er ljóslega mikilvægt að greina rétt hvaða gena-breytingar valda sjúkdómn- um. Sjúklingar og læknar á Ís- landi hafa komið að mikilvægum rannsóknum á þessu sviði. MND-sjúkdómurinn getur bæði verið ættgengur og tilfallandi. Þótt einungis um 10% sjúklinga séu með ættgengt afbrigði sjúkdóms- ins er sá hópur ákaflega mik- ilvægur vegna þess að hjá honum hafa greinst langflestar genabreyt- ingar sem taldar eru vera orsök sjúkdómsins. Allar stökkbreyt- ingar hjá fólki eru að meðaltali taldar vera um 60 og eru sumar þeirra orsök sjúkdóma en aðrar kunna að vera gagnlegar fyrir heilsufar fólks og jafnvel æskileg- ar fyrir þróun mannkyns. Eina stökkbreytingin sem greinst hefur hérlendis og öruggt má telja að valdi ættgengu afbrigði MND- sjúkdómsins nefnist G93S-SOD1. Lífvísindamenn í Umeå í Svíþjóð munu bráðlega birta skýrslur um mikilvæga rannsókn, sem varðar gen sem nefnt er VAPB. Þetta gen hefur verið tengt MND frá 2004, í framhaldi af rannsókn sem gerð var í Brasilíu. Síðari rannsóknir hafa flestar dregið þessi tengsl í efa. Auk Svía komu að rannsókn- unum taugalæknar frá Íslandi (Grétar Guðmundsson) og Portú- gal. Einn þessara vísindamanna (Caroline Ingre) kemur til lands- ins og heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands 2. apríl næstkomandi. Rannsóknir á gena- breytingum með þátttöku MND-sjúklinga. MND-sjúklingar á Íslandi hafa verið duglegir við að fá sjúkdóm sinn rannsakaðan. Í þeirri rann- sókn sem Svíarnir stjórnuðu tóku þátt 19 sjúklingar á Íslandi, 126 í Portúgal og 973 í Svíþjóð. Auk þess voru notuð blóðsýni til sam- anburðar frá 644 manneskjum. Hjá 14 sænskum sjúklingum og 9 heilbrigðum frá Svíþjóð og Portú- gal fundust fimm VAPB-breyt- ingar, þar af voru tvær áður óþekktar. Sjúklingarnir 14 með VAPB-breytingarnar höfðu allir verið greindir með afbrigði af MND, sem nefnist ættgengt ALS. VAPB-breytingar fundust jafn- framt hjá heilbrigðum ættingjum þeirra. Stökkbreytingin A130G-VAPB fannst einnig hjá tveimur sjúkling- um, sem tilheyra ALS-greindri fjölskyldu á Íslandi, en breytingin tengist ekki sjúkdómnum, því að hinir sjúklingarnir héðan eru ekki með VAPB-breytinguna. Hins veg- ar reyndust allir sjúklingarnir frá Íslandi vera með stökkbreytingu í SOD1-geni, sem nefnist G93S. Sjúkdómseinkenni allra þessara sjúklinga eru eins, þannig að dreg- in er sú ályktun að stökkbreyt- ingin G93S-SOD1 valdi sjúkdómn- um. Þess má geta að G93S-SOD1 hefur ein- ungis fundist hjá MND-sjúklingum í Japan, fyrir utan Ís- land. Rannsóknin leiddi í ljós, að VAPB- breytingar voru jafn algengar hjá MND- sjúklingunum eins og hjá öðru fólki í rann- sókninni. Að auki fannst VAPB-breyting hjá nokkrum heil- brigðum ættingjum MND- sjúklinga. Þetta atriði, ásamt því að engin fylgni sjúkdómsins verð- ur greind með VAPB-breytingum, veldur því að mjög ólíklegt er að VAPB-breytingar valdi MND- sjúkdómnum. Ein af niðurstöðum rannsókn- arinnar sem hér hefur verið nefnd, er að mikilvægt er að genagreina fleiri en bara viðkomandi sjúkling. Greiningin verður einnig að ná til nákominna ættingja hans. Röng genagreining getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fleiri en sjúkling- inn. Ættingar hans geta þurft að fara í greiningu síðar vegna sjúk- dómseinkenna, eða fjölskylduáætl- ana. Almennt er röng sjúkdóms- greining á meðal þess erfiðasta sem sjúklingar lenda í, hvaða sjúk- dóm sem um er að ræða. Félag stofnað um MND- rannsóknir á Íslandi. Alþjóðleg miðstöð MND- rannsókna var stofnuð 8. nóv- ember 2012 og er hugsjónafélag, sem verja mun öllum rekstr- arhagnaði til rannsókna. Tilgangur þess er að stuðla að rannsóknum á hreyfitauga-sjúkdómum, í sam- starfi við erlendar og innlendar vísindastofnanir. Verkefnin eru fólgin í nákvæmri sjúkdómsgrein- ingu MND-sjúklinga á Íslandi, rannsóknum á orsökum hreyfi- tauga-sjúkdóma og að leita að lækningu á þeim. Nú þegar hefur tekist traust samband við nokkrar erlendar rannsóknarstofnanir, á sviði hreyfitauga-sjúkdóma. Geta má sérstaklega eftirfarandi prófessora í taugalækningum, sem eru virkir í rannsóknum: Peter Munch And- ersen við Háskólann í Umeå í Sví- þjóð, John K. Fink við Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum, Guy A. Rouleau við Háskólann í Mont- real í Kanada. Þar til fjármögnun hefur tekist til innlendra rann- sókna mun MND-félagið senda lífsýni til erlendra samstarfs- manna. Félagið óskar eftir nánu sam- starfi við félagasamtök fólks með hreyfitauga-sjúkdóma, heilbrigð- isyfirvöld, heilbrigðisstofnanir, rannsóknar-stofnanir á sviði líf- fræði og sjálfstætt starfandi vís- indamenn. Félagið hefur sótt um fjárframlag frá ríkisstjórn Íslands, en verið hafnað. Vonir standa til að næsta ríkisstjórn verði vinveitt- ari MND-rannsóknum. Rannsókn á genum MND sjúklinga á Íslandi afsannar ætl- aðan sjúkdómsvald Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson »Verkefnin eru fólgin í nákvæmri sjúkdóms- greiningu MND-sjúk- linga á Íslandi, rann- sóknum á orsökum hreyfitauga sjúkdóma og leit að lækningu á þeim. Höfundur er stjórnarformaður félagsins Alþjóðleg miðstöð MND-rannsókna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.