Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
Passíusálmar Hallgríms Péturs-
sonar verða lesnir upp í Seltjarnar-
neskirkju síðdegis á föstudaginn
langa 29. mars eins og nokkur
undanfarin ár.
Lesturinn mun hefjast kl. 13 og
standa fram undir kl. 18. Þau
Elísabet Waage hörpuleikari og
Friðrik Vignir Stefánsson organisti
munu leika tónlist í hléum á milli
lestra.
„Fólk getur staldrað við eða haft
lengri viðstöðu eftir því sem hverj-
um hentar og eru allir velkomnir,“
segir í tilkynningu frá kirkjunni.
Einnig verða kaffiveitingar í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Að þessu sinni munu 19 Seltirn-
ingar á ýmsum aldri lesa alla 50
passíusálmana.
Sóknarnefnd og Listvinafélag
Seltjarnarneskirkju (LVS) standa
fyrir flutningi Passíusálmanna.
Morgunblaðið/Ómar
Passíusálmar lesnir
á Seltjarnarnesi
Um páskana fer fram Íslandsmót
Alþjóðasambands líkamsrækt-
armanna í Háskólabíói. Um er að
ræða stærsta viðburðinn á þessu
sviði á árinu þar sem keppt verður í
fitness, módelfitness, sportfitness
og vaxtarrækt. Alls eru 130 kepp-
endur skráðir til keppninnar sem
fer fram á fimmtudag og föstudag.
Á fimmtudeginum fer fram keppni í
fitness og vaxtarrækt sem hefst
með forkeppni klukkan 12.00 á há-
degi en úrslit hefjast kl 18.00. Á
föstudeginum er keppt í módel-
fitness kvenna og nýrri keppnis-
grein karla sem nefnist sportfit-
ness. Á föstudeginum langa hefst
forkeppnin klukkan 11.00 en úrslit-
in klukkan 18.00.
Íslandsmótið í lík-
amsrækt um páska
Í byrjun vikunnar sendi Fjölskyld-
hjálp Íslands út tilkynningu um að
hún hefði enga poka fyrir matar-
úthlutanir sínar. Bað Fjölskyldu-
hjálpin alla þá sem sækja til hennar
mataraðstoð að koma með sína eig-
in burðarpoka eða töskur með sér
sökum skorts á pokum. Kaupás
móðurfélag Krónunnar, Nóatúns
og Kjarval sá að við svo búið mætti
ekki sitja og fór strax og færði Fjöl-
skylduhjálpinni 2.500 Krónu-
plastpoka og 1.000 umhverfisvæna
margnota poka frá Nóatúni.
Færðu Fjölskyldu-
hjálpinni 3.500 poka
STUTT
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Þingfrestun var samþykkt á kvöldfundi Al-
þingis í gær, tólf dögum eftir að störfum þings-
ins átti að ljúka samkvæmt dagskrá þingsins.
Á þingfundi í gær var 21 mál á dagskrá en á
meðal þeirra sem afgreidd voru var frumvarp
formanna stjórnarflokkanna og formanns
Bjartrar framtíðar um tímabundnar breyting-
ar á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar og
frumvarp um breytingar á fjölmiðlalögum.
Að venju var mikið að gera þessa síðustu
daga þingsins og fjöldi mála afgreiddur á síð-
ustu metrunum. Má þar einna helst nefna, auk
ofangreindra mála, efnalög, lög um búfjárhald,
lög um neytendalán, sameining rannsóknar-
nefnda í rannsóknarnefnd samgönguslysa og
lög um velferð dýra. Þá var ákvæðum hegning-
arlaga breytt og hámarksrefsingin fyrir kyn-
ferðisafbrot gegn börnum á aldrinum fimmtán,
sextán og sautján ára í fjölskyldu- og öðrum
trúnaðarsamböndum hækkuð úr átta ára fang-
elsisvist upp í tólf ára fangelsisvist en auk þess
bætist við lögin ný heimild til refsiþyngingar ef
gerandi og barn eru tengd fjölskylduböndum
eða öðrum trúnaðarsamböndum.
Nokkur stór mál dagaði uppi
Þó svo að tekist hafi að klára fjölda mála á
þessum síðustu dögum þingsins urðu þó nokk-
ur stór og umdeild mál útundan. Þannig dagaði
kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar uppi í
þinginu. Þá náði frumvarp Katrínar Jakobs-
dóttur, menntamálaráðherra, um ný heildarlög
um Lánasjóð íslenskra námsmanna ekki í gegn
og dagaði uppi eftir einungis eina umræðu.
Frumvarpið fólst m.a. í því að námsmenn gætu
fengið hluta námslána sinna felldan niður,
kláruðu þeir nám sitt á tilsettum tíma.
Sömu örlög hlaut umdeilt happdrættisfrum-
varp Ögmundar Jónasssonar, innanríkisráð-
herra, en það gerði ráð fyrir því að sett yrði á
stofn svokölluð Happdrættisstofa til að annast
eftirlit með happdrættum og veðmálastarf-
semi. Þá náði frumvarp um heildarendurskoð-
un á stjórnarskránni, gjarnan kennt við stjórn-
lagaráð, ekki í gegn á þinginu.
Helstu mál sem kláruð voru rétt fyrir þinglok
Efnalög
Eiga að tryggja að meðferð á efnum og efna-
blöndum valdi hvorki tjóni á heilsu manna
og dýra né á umhverfi. Með lögunum er verið
að efna skuldbindingar Íslands um að frjálst
flæði á vörum á innri markaði EES-svæðisins
sé tryggt hvað varðar efni og efnablöndur.
Lög um búfjárhald
Ný heildarlög. Tilgangur þeirra er að setja
reglur um vörslu og merkingu búfjár sem og
öflun hagtalna.
Lög um neytendalán
Innleiðing á tilskipun ESB um neytendalán.
Tilgangur laganna er að auka neytendavernd
vegna lánastarfsemi. Ákvæði laganna eru
víðtækari en ESB tilskipunin og ná þannig til
fleirri lána, þ.á.m. fasteignalán og smálán.
Sameining rannsókna-
nefnda í rannsóknarnefnd
samgönguslysa
Bandormur sem sameinar rannsóknarnefnd
flugslysa, rannsóknarnefnd sjóslysa og
rannsóknarnefnd umferðarslysa í eina nefnd;
rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Lög um velferð dýra
Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra
og að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og
frekast er unnt. Lögin gilda ekki um fiskveiðar
en gildissvið þeirra er afmarkað við hryggdýr
auk tífætlukrabba, býflugur, smokkfiska og
fóstur þegar skynfæri þeirra eru komin á
sama þroskastig og hjá lifandi dýrum.
Breytingar á almennum
hegningarlögum
Hámarksrefsingin fyrir kynferðisafbrot börn-
um á aldrinum 15, 16 og 17 ára í fjölskyldu-
og öðrum trúnaðarsamböndum er hækkuð úr
8 ára fangelsi upp í 12 ára fangelsi. Þá bætist
við hegningarlögin ný heimild til refsiþynging-
ar ef gerandi og barn tengjast fjölskyldubönd-
um eða öðrum trúnaðarsamböndum.
Breytingar á lögum um
starfsmannaleigur
Innleiðing á þeim ákvæðum ESB tilskipunar
um starfsmannaleigur sem ekki hafa þegar
verið talin innleidd með lögum um starfs-
mannaleigur í þeim tilgangi að tilskipunin
teljist að fullu inleidd hér á landi.
Breytingar á
fjölmiðlalögum
Vatnaskilaákvæðum laganna er breytt. Þá
fær Samkeppniseftirlitið heimild til að grípa
til aðgerða gegn aðstæðum sem koma í
veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif
á fjölræði og/eða fjölbreytni í fjölmiðlun
almenningi til tjóns.
Breytingar á
sveitarstjórnarlögum
Ný ákvæði bætast við lögin sem gera
ráðherra kleyft að heimila , að beiðni
sveitarstjórnar, að íbúakosning fari eingöngu
frammeð rafrænum hætti og að kjörskrá
vegna íbúakosninga verði rafræn.
Breytingar á lögum
um skiptaverðmæti og
greiðslumiðlun innan
sjávarútvegsins
Lögboðin greiðslumiðlun sjávarútvegsins
samkvæmt gildandi lögum er lögð niður.
Stjórnskipunarlög:
Tímabundin breyting á breytingarákvæði
stjórnarskrárinnar sem kveður á um að ef
Alþingi samþykkir stjórnarskrárbreytingu
með minsnt 2/3 hluta greiddra atkvæða þá
skuli breytingin borin undir þjóðaratkvæði
þar sem hún þarf að hljóta meirihluta gildra
atkvæða, þó minnst 40% af atkvæðum
allra kosningabærra manna, til að teljast
samþykkt.
Mál afgreidd á síðustu stundu
Fjöldi mála var afgreiddur á síðustu dögum þingsins en nokkur stórmál dagaði þó uppi
Samkomulag náðist um þinglok í gærkvöldi en upphaflega stóð til að slíta störfum þingsins 15. mars
GÆÐI — ÞEKKING — ÞJÓNUSTA
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík
www.bjorg.is • Sími 553 1380
EFNALAUG
ÞVOTTAHÚS
DÚKALEIGA