Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is H eklugos eru misstór en eins og þau hafa verið síðustu áratugi þá stafar fólki ekki mikil hætta af Heklugosi nema það sé uppi á fjallinu. Hins- vegar er það þannig að ef öskufall verður í byggð eða á grónu landi þá gæti því fylgt flúormengun,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor við Jarðvísindastofnun Há- skólans, spurður um hættu samfara Heklugosi. „Ef við gerum ráð fyrir að gjósku- fall yrði nákvæmlega á þessum árs- tíma í lok mars, þá væru vandamál vegna mögulegrar flúoreitrunar í búfé minni en að vori eða sumri. Við þær aðstæður þyrfti að taka skepnur inn enda er Heklugjóska mjög eitruð, t.d. drápust 8.000 fjár í Húnavatns- sýslu vegna eitrunar í gosinu 1970. Þó var öskufall ekki sérstaklega mikið þá,“ segir Magnús Tumi. Hann bætir við að líkur séu á því að gjóska yrði mjög lítil samanborið við Eyjafjalla- jökulsgosið. Í síðasta Heklugosi hafi magn gjósku aðeins verið um 4% af því sem upp kom í Eyjafjallajökli. Miðað við síðustu Heklugos væri lík- legt að gjóska myndi aðeins falla fyrstu klukkustundir goss. Síðan færi það eftir vindátt og árstíma hver áhrifin yrðu á búfénað. Þýðir aðeins meira eftirlit Óvissustigi almannavarna var lýst yfir vegna jarðhræringa í Heklu á þriðjudag en þá hafði Veðurstofan upplýst almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra um óvenjulegar jarð- hræringar í Heklu. Með óvissustigi er eftirlit með atburðarás aukið og er hluti af verkferlum í skipulagi al- mannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf. Und- anfarnar tvær vikur hafa átta skjálft- ar mælst við Heklu. Engar kviku- hreyfingar hafa þó mælst. Magnús Tumi segir jarðskjálftana afskaplega litla. Hinsvegar sé skjálftavirkni við Heklu vanalega mjög lítil og því hafi þessi hrina smáskjálfta orðið til þess að ákveðið hafi verið að lýsa yfir óvissustigi. „Óvissustig er aðeins yfirlýsing um að nú fylgjast eftirlitsstofnanir eins og Veðurstofan mjög náið með Heklu því þar er aðeins meiri skjálftavirkni, auk þess sem Almannavarnir og lög- regla vita af stöðunni og vara fólk við að vera á ferðinni á fjallinu. Það felst ekkert meira í óvissustiginu, mik- ilvægt er að fólk viti það. Þetta er allt annað stig en það að menn sjái merki um að þarna sé gos að hefjast á næstu klukkustundum,“ segir Magnús. Í til- kynningu frá Almannavörnum í gær var því lýst yfir að óvissustig vegna Heklu væri enn í gildi og að óbreyttu yrði staðan endurmetin í næstu viku. Mörgum eru í fersku minni áhrif öskunnar úr Eyjafjallajökli og Gríms- vötnum á flugumferð í Evrópu. „Í byrjun eru Heklugos yfirleitt sprengigos en það stendur yfirleitt mjög stutt. Í þeim gosum sem komið hafa frá 1970 hefur sprengigosið ver- ið afstaðið eftir um tvær klukku- stundir, þá tekur við hraungos. Flug- umferð yrði lokað á því svæði sem gjóska færi um, vindáttirnar hafa áhrif á það hve áhrifin á flugumferð yrðu mikil. Truflunin á flugumferð myndi vara til þess að gera stutt,“ segir Magnús Tumi. Hann bætir við að gjóskan yrði mun minni en t.d. úr Eyjafjallajökli, áhrif þess goss hafi ekki síst falist í hversu lengi gosið þar stóð. Að lokum nefnir Magnús Tumi að reglum um gjóskumagn og flug- umferð hafi verið breytt. Sambæri- legt gos og varð í Eyjafjallajökli árið 2011 myndi ekki leiða af sér jafn- víðtækar takmarkanir á flugumferð í dag. Væntanlega mun minni áhrif á flug Morgunblaðið/RAX Gos Óvissustigi hefur verið lýst yfir og mun það væntanlega standa fram yfir páska. Það þýðir að eftirlitsaðilar munu fylgjast náið með stöðu mála. 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gjáin á millivilja lands-manna og stjórnvalda var orðin slík að í upp- hafi árs ákváðu leiðtogar stjórn- arflokkanna „að koma aðild- arferlinu í var fyrir kosningar“ eins og það var orðað. Sett var upp leikrit til að hindra að við- ræðunum yrði slitið og þær eru svo látnar malla áfram á bak við tjöldin og aðlögun Íslands að Evrópusambandinu mallar með í vari fyrir kjósendum. Þessi gjá á milli forystu- manna stjórnarflokkanna og annarra landsmanna hefur reynst skaðleg og komið í veg fyrir eðlilega forgangsröðun. En gjáin finnst víðar. Á nýlegu iðnþingi talaði for- maður Samtaka iðnaðarins um mikilvægi áframhaldandi við- ræðna um aðild að ESB og fór ekki leynt með áhuga sinn á að- ild að sambandinu. Þessar áherslur formannsins eru mjög á skjön við vilja almennra fé- laga í Samtökum iðnaðarins samkvæmt nýjustu könnun sem samtökin létu gera fyrir sig. Í könnuninni kemur fram að mun fleiri félagar eru andvígir aðild að ESB en þeir sem eru hlynntir, en það sem meira er, þegar félagar eru spurðir út í hvaða mál þeir telja mikilvæg- ust eru Evrópumálin ekki of- arlega á blaði. Þau eru reyndar í neðsta sæti af átján mála- flokkum sem spurt var um. Félagsmenn í Samtökum iðn- aðarins leggja mesta áherslu á ýmiskonar mennta- mál og á vaxta- og peningamál, ríkis- fjármál og skatta- og vinnu- markaðsmál. Þeir vita sem er að horft til framtíðar skiptir máli að nægt framboð verði af vel menntuðu fólki á þeim svið- um sem atvinnulífið kallar eft- ir. Ennfremur skiptir máli að umgjörð atvinnulífsins sé hag- stæð, þar með talið að skattar séu hóflegir og að festa sé í fjármálum ríkisins. Það að sóa tímanum í að sækja um aðild að Evrópusambandinu, sem lítill minnihluti vill að Ísland gerist aðili að, telja félagsmenn hins vegar skiljanlega að sé ekki mikilvægt. Á næstu mánuðum og miss- erum er nauðsynlegt að þeim kröftum sem standa til boða í þjóðfélaginu, jafnt hjá hinu op- inbera sem í einkageiranum, sé beint í réttar áttir. Ísland þarf að losa sig út úr aðlögunarferl- inu og fara að einbeita sér að því að bæta lífskjörin. Ábend- ing félagsmanna í Samtökum iðnaðarins um hvar áhersl- urnar eigi að liggja er mik- ilvægt innlegg í mörkun þeirr- ar stefnu sem fylgja þarf í næstu framtíð. Vonandi áttar forysta samtakanna sig á að farsælast væri að hún beitti sér fyrir áherslum félagsmanna en ekki einhverjum öðrum og lak- ari. Evrópumálin eru veigaminnst í hug- um almennra félaga Samtaka iðnaðarins} Réttu áherslurnar Nú er um mán-uður til kosninga og eftir páska og allt of langt þinghald má segja að kosninga- baráttan geti haf- ist fyrir alvöru. Verði úrslit kosninganna á þá leið sem könnunin, sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag, gefur til kynna er óhætt að segja að mikil umskipti verði í stjórn- málunum. Í kosningunum 2009 fengu núverandi stjórnarflokkar samtals yfir helming atkvæða en hafa samkvæmt könn- uninni misst þrjá af hverjum fimm kjósendum sínum. Sé Björt framtíð talin með, sem er ekki óeðlilegt þar sem hún er í raun útibú frá Samfylk- ingunni, hafa stjórnarflokk- arnir misst tvo af hverjum fimm kjósendum sínum. Annað sem athygli vekur er að samkvæmt könnuninni hef- ur Framsóknarflokkurinn næstum tvöfaldað fylgi sitt frá kosn- ingum, sem er mikill árangur og sætti tíðindum ef flokkurinn næði slíku fylgi í kosn- ingum. Mælingin á fylgi við Sjálf- stæðisflokkinn sætir minni tíðindum enda hefur hann sveiflast minna frá kosningum en Samfylking, VG og Fram- sóknarflokkur. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur að vísu samkvæmt þessari könnun heldur aukið fylgi sitt frá kosningum, en sú aukning er án efa minni en stuðnings- menn hans vonast eftir að sjá upp úr kjörkössunum. Á heildina litið má segja að könnunin sýni miklar svipt- ingar í íslenskum stjórn- málum þar sem fylgið hrynur af stjórnarliðum og safnast fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Þegar mið er tekið af árang- ursleysi ríkisstjórnarinnar er sú þróun bæði skiljanleg og sanngjörn. Stjórnarflokkarnir hafa mátt þola verð- skuldað fylgistap á kjörtímabilinu} Umskipti í stjórnmálunum Þ ingmenn hafa ekki gefið sér tíma til að sinna kosningabaráttunni að nokkru ráði, sem er örlát þjónusta við Framsóknarflokkinn. Sá flokk- ur hefur á skömmum tíma náð undraverðum árangri án þess að hafa þurft að útskýra stefnumál sín í smáatriðum. Fram- sóknarflokkurinn hefur náð þessum árangri með því að gefa þjóðinni von um betri tíma. Kjósendum finnst flestum engin sérstök þörf á því að flokkurinn útskýri nákvæmlega útfærsl- una á þessum kjarabótum. Aðalatriðið í huga kjósenda er að þarna er flokkur sem heitir því að breyta hlutum til hins betra. Það er nú ein- mitt það sem stjórnmálaflokkar eiga að leitast við að gera. Aðrir flokkar, sem eitthvert vægi hafa í íslensku samfélagi, hafa ekki séð ástæðu til að bjóða kjósendum upp á von um betri tíma. Reyndar eru stefnumál þessara flokka furðu óljós og deyfðarleg. Engin bjartsýni felst í stefnu Vinstri grænna sem virð- ist þykja í góðu lagi að boða fremur erfiða tíma fram- undan. Hver kærir sig um að kjósa flokk sem býður ekki upp á lausnir? Samfylkingin boðar betri tíma einhvern tímann en ekki strax og bara ef þjóðin gengur í Evrópusambandið. Af hverju að kjósa flokk sem tekst ekki á við vandann sem blasir við í dag? Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir, en það stefnumál hreyfir ekki nægilega við kjósendum. Það vant- ar bjartsýni og röggsemi í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn kemur ekki fram eins og leiðandi afl í samfélaginu. Bjartsýni einkennir málflutning Framsókn- arflokksins. Óraunhæf bjartsýni og loforðin eru kosningaklám, kann einhver að segja. Sé svo þarf að sýna fram á það, en það hefur ekki tekist enn og vafasamt að það takist fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn má eiga það að hann er að boða betri tíð. Er það ekki einmitt hlut- verk stjórnmálaflokka? Eiga flokkar sem segja að ekki sé hægt að bæta kjör almennings eitthvert erindi? Eru þeir ekki bara búnir að gefast upp? Kosningabaráttan, sem er reyndar ekki enn farin af stað, mun að stórum hluta snúast um kosningaloforð Framsóknarflokksins. Sá flokkur verður því flokka mest í sviðsljósinu. Það kann ein- mitt að vinna með flokknum. Formaður flokksins, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, er vanur að koma fram í fjölmiðlum, kemur vel fyrir og virkar staðfastur. Það er enginn leikur fyrir pólitíska andstæðinga að eiga við hann. Framsóknarflokkurinn hóf kosningabaráttu á undan öllum öðrum flokkum og hefur því nokkurt forskot á þá. Formenn hinna svifaseinu flokka þurfa að sýna verulega snerpu ætli þeir að rétta hlut flokka sinna. Svo ættu þeir að íhuga hvort ekki væri rétt að endurskoða kosn- ingastefnu sem er ekki að skila þeim neinu í skoðana- könnunum. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Að gefa þjóðinni von STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Samstarfsverkefni um gasmæl- ingar á tindi Heklu hófst síðasta sumar. Í síðustu viku flutti þyrla Landhelgisgæslunnar sérstakan kofa á tind Heklu sem á að skýla mælitækjunum. Stefnt var á að hefja mælingar aftur í byrjun apríl en um er að ræða svokall- aðan síritandi gasmæli sem sendir upplýsingar í gegnum netið. Richard Yeo, sérfræð- ingur í mælirekstri hjá Veð- urstofunni, segir að í ljósi at- burða síðustu daga verði reynt að koma mælingum í gang fyrr og stefnt var að því að koma mælinum í gang í gærkvöldi. Mæla gasið úr Heklu KOFI Á TINDINUM Þyrla kemur kofanum á tind Heklu. Mynd/Veðurstofa Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.