Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 MultiMaster fjölnotavél slípar - sagar - skefur raspar - brýnir - o.fl. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Ásínum stutta ferli náðibandaríski listamaðurinnRobert Smithson (1938-1973) að marka djúp spor í samtímalistinni. Eftir hann liggur verkið Spiral Jetty (1970) – þekkt- asta táknmynd landlistarinnar („land art“), verk sem orðið hefur mörgum tilefni margháttaðra vangaveltna og túlkana. Auk verk- anna (staðbundinna útiverka, ljós- mynda, kvikmynda, teikninga o.fl.) lætur Smithson eftir sig áhrifamikil skrif um verk sín og annarra lista- manna, skrif sem ýmsir telja veiga- mikinn þátt í höfundarverki hans. Í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, gefst nú tækifæri til að rýna í listsköpun og hugarheim Smithsons en yfirskrift sýning- arinnar „Rýnt í landslag“ end- urspeglar rannsóknaráhuga lista- mannsins sjálfs. Sýningin hverfist um gerð verksins Broken Circle/ Spiral Hill (Brotinn hringur/ Spíralhæð, 1971) í Emmen í Hol- landi: sýndar eru undirbúnings- teikningar, ljósmyndir af verkinu og vitnað í texta sem því tengjast. Þá er sýnt myndband um verkið en gerð þess hófst 1971 og var lokið 40 árum síðar. Loks eru einnig sýndar þrjár eldri, tilraunakenndar kvikmyndir um verk Smithsons, þar á meðal um hið fræga Spiral Jetty. Stórtækar vinnuvélar voru not- aðar við gerð Broken Circle/Spiral Hill, þessa mónúmentalíska verks sem eins og Spiral Jetty felur í sér umbreytingu landslags á yfirgefn- um námusvæðum. Slík svæði sam- ræmdust áhuga Smithsons á jarð- sögu og menningarsögu og hvernig þar má sjá jarðlög og ummerki landrofs og flóða, í senn af völdum náttúruafla og manna. Í verkum sínum grefst listamaðurinn þannig fyrir um samskipti manns og nátt- úru, auk þess að leitast við að víkka út listhugtakið og vettvang listrænnar sköpunar. Landlistarhreyfingin í myndlist endurspeglar aukna umhverfisvit- und og löngun til að komast út úr neyslu- og markaðshyggju á 7. og 8. áratug 20. aldar, eftir langt skeið iðnvæðingar og ágangs á náttúr- una. Í verkinu Broken Circle/Spiral Hill er öðrum þræði fólgin tilraun til endurnýjunar iðnaðarsvæðis í samtali við þá sögu víxlverkunar afla vaxtar og eyðileggingar sem hafa mótað svæðið. Í verkum hjónanna Smithsons og Nancy Holt (kvikmyndaverkin eru árangur samstarfs þeirra) og kollega þeirra á sviði jarð- og landlistar í Banda- ríkjunum og í Evrópu varð náttúr- an í senn vettvangur og efniviður listrænnar athafnasemi um leið og horfið var frá sýningu „listhluta“ í galleríum og söfnum í borginni. Landlistaverk er oft að finna utan alfaraleiða (sum eru ekki lengur til) og kalla því á skrásetningu til að gera þau sýnileg og aðgengileg í einhverju formi. Verk eins og Bro- ken Circle/Spiral Hill (sem hefur verið viðhaldið) á sér því í senn efnislega tilveru og „hjáveruleika“ eins og sjá má í Hafnarhúsinu í myndrænni framsetningu verksins í formi ljósmynda og myndbands, og öðrum gögnum sem miðla ferl- inu við gerð verksins. Í miðju stóra salarins stendur spegill upp úr sandhrúgu sem vísar til landsvæðisins þar sem verkið er staðsett. Þessi samsetning undir- strikar spennuafstöðuna sem fólgin er í eiginleikum verksins sem raun- verulegs staðar og „ekki-staðar“ (eða „nonsite“ í skilningi Smith- sons): spegillinn felur í sér ímynd staðarins og vísar því út fyrir hann og til alls kyns huglægra merking- arvídda sem honum tengjast í tíma og rúmi, ekki síst þeirra sem kvikna í huga áhorfenda í Hafn- arhúsinu. Sýningin „Rýnt í lands- lag“ er þar skipulega uppsett og bitastæð og henni fylgir eiguleg sýningarskrá. Í heild örvar sýn- ingin skilning á listrænni sýn Smit- hsons og viðleitni hans til að tjá líkamlega og huglæga reynslu sína af vissum stöðum. Líklega jafnast þó ekkert á við að fara á staðinn og feta sig eftir hringjum hans og spí- rölum. Ljósmynd/Robert Smithson Estate Broken Circle / Spiral Hill „Í heild örvar sýningin skilning á listrænni sýn Smithsons og viðleitni hans til að tjá lík- amlega og huglæga reynslu sína af vissum stöðum,“ skrifar rýnir um þetta þekkta umhverfisverk í Hollandi. Landmyndun Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Robert Smithson – Rýnt í landslag bbbbn Til 14. apríl 2013. Opið alla daga kl. 10- 17 og fimmtudaga til kl. 20. Aðgangur kr. 1.100. Námsmenn 25 ára og yngri kr. 550. Hópar 10+ kr. 650. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára, eldri borgara og ör- yrkja. Árskort kr. 3.000. Sýningarstjóri: Eva Schmidt. ANNA JÓA MYNDLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.