Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þetta var nánast eins og á Lauga- veginum,“ segir Andri Jóhannes- son, þyrluflugmaður Landhelgis- gæslunnar, um þá bílaumferð sem var á Vatnajökli um næstsíðustu helgi. Þá var Andri á sveimi í leit að ferðamanni eftir að neyðarblys fór á loft við jökulinn. Við nánari eftirgrennslan var þó enginn í vanda. Framundan er mikil ferðahelgi og margir sækja inn á hálendið. Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélags Íslands, telur líkur á mikilli umferð um Þórs- mörk og býst jafnframt við því að á annað hundrað manns muni heimsækja Landmannalaugar. „Við bjóðum upp á 70 manna ferð í Þórsmörk en annars eru langflest- ir á eigin vegum þegar þeir fara inn á hálendið,“ segir Páll. Hann býst við góðu færi um páskana og segir jafnframt marga stefna að Hrafntinnuskeri og í Nýjadal. „Við erum með skálavörð á þessum svæðum. Við Hrafntinnusker er góður skáli með aðstöðu fyrir 70 manns. Það er líka góður skáli í Nýjadal,“ segir Páll. Hár eldsneytiskostnaður Óskar Erlingsson, ritari og vara- formaður Ferðafélagsins 4x4, segir að búast megi við því að jeppa- menn muni fjölmenna á hálendið. Hann segir þá þróun hafa orðið á undanförnum árum að jeppamenn fari í færri, en lengri ferðir. Ferða- félagið mun sjálft standa fyrir ferð í Nýjadal. Hann segir að yfirleitt séu 2-3 einstaklingar í hverjum bíl í vetrarferðum. „Þú þarft alltaf 40- 50 lítra af eldsneyti á dag. Sumir bílar nota meira en það,“ segir Óskar. Sé tekið mið af 45 lítra eyðslu er daglegur eldsneytiskostnaður 11.452 kr. á bensínbílum en 11.219 kr. ef bíll er knúinn með olíu. Að sögn Óskars eru skálagjöld um 3.000 kr. fyrir nóttina. „Þetta er orðin svolítil upphæð þegar mat- urinn er tekinn með enda hafa ferðir dregist saman eftir hrun. Menn eru kannski að fara í styttri ferðir en minna er um lengri ferð- ir. Ef lengri ferðir eru farnar þá reyna menn að hafa þær færri en veglegri,“ segir Óskar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitin sé ekki með sérstakan viðbúnað fyrir páskahelgina. „Við erum bara tilbúin og ef veðrið verður gott megum við búast við útköllum,“ segir Ólöf. Vel útbúnir bílar skilyrði Hún segir það sífellt algengara að aðstoða þurfi göngufólk. „Það eru þúsundir manna á fjöllum í hvert skipti sem viðrar vel. En við erum líka meðvituð um að vél- sleðamenn sækja í fjöllin þegar að- stæður eru eins og þær eru nú, nægur snjór en milt í veðri,“ segir Ólöf. Hún segir að mestu annir björg- unarsveitarinnar séu vegna vanbú- inna bifreiða. „Við leggjum áherslu á að fólk fari ekki af stað upp á há- lendi eða heiðar nema vera á vel útbúnum bílum. Flest útköllin eru vegna þessa hóps. En sem betur fer er það ekki oft vegna slysa,“ segir Ólöf. Hún minnir á að fjallveg- irnir eru lokaðir að vetri til. „Þú ferð ekki á fjölskyldu- bílnum á rúntinn að Land- mannalaugum. Þú þarft bíl með 44 tomma dekkj- um til að komast leiðar þinnar og verður að vera í hópi með öðr- um bílum,“ segir Ólöf. Varasamt hálendið heillar  Mikil ferðahelgi framundan  Ferðafólk á hálendi þarf að vera við öllu búið  Þúsundir í gönguferð- um  Landsbjörg þarf oftast að aðstoða fólk á vanbúnum bílum  Dýrt að ferðast um á jeppa Í jeppaferð Margir hyggjast ferðast um páskahelgina og þá er betra að hafa varann á. Landsbjörg og Neyðarlínan hafa komið upp sérstöku öryggiskerfi fyrir ferðafólk. Hægt er að kynna sér nánar hvað í því felst á savetravel.is. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Veðrið er helsti óvissuþátturinn þegar ferðast er að vetrarlagi. Það getur breyst skyndilega og gert ferðalög erfið eða ómögu- leg. Fjölmörg dæmi eru um að illa hafi farið við slíkar að- stæður en með góðum undir- búningi og réttri ferðahegðan er hægt að koma í veg fyrir það. Undanfarna mánuði hafa Slysavarnafélagið Landsbjörg og Neyðarlínan unnið að því að setja upp kerfi sem getur tekið við og vaktað ferðir ferða- manna. „Fólk getur skilið eftir ferðaáætlunina sína og sagt frá því hvenær það kemur til baka. Síðan þegar sá tími rennur upp þegar það á að vera komið til baka fær það sent sms og sjálf- virkan tölvupóst. Fólk svarar því með sms-sendingu eða svarpósti og segist vera kom- ið til byggða. Ef það svarar ekki þá hefst eftirgrennslan og ef ekki næst í fólkið verður gripið til frekari aðgerða,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ferðafólk getur feng- ið frekari upplýs- ingar um útbún- að og öryggi á vefnum savetra- vel.is. Öryggiskerfi ferðafólks NEYÐARKERFI Í NOTKUN Ólöf Snæhólm Baldursdóttir Velkomin í Landsbankann Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum fjölbreytt úrval sparnaðarkosta við allra hæfi. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir. Verið velkomin í Landsbankann. Framúrskarandi ávöxtun Sparibréfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.