Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.1:30-3:40-5:50-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8-10:30
JACKTHEGIANTSLAYERVIP KL.3:10-5:30-8-10:30
THECROODS ÍSLTAL3D KL.1:30-3:40-5:50
THECROODS ÍSLTAL KL.1:30-3:40-5:50-8
DEADMANDOWN KL.8-10:20-10:40
OZ:THEGREATANDPOWERFUL2DKL. 2 - 5:20 - 8
FLIGHT KL. 10:10
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50
ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 3:40
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 1:30
KRINGLUNNI
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.(3:40-5:50(FIM)-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.(3-5:30(FIM)-8-10:30
DEAD MAN DOWN KL. 8 - 10:20
OZ:GREATANDPOWERFUL3D KL.(2:40-5:20(FIM)
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.3:40-5:50-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3DKL.1-3:20-5:30-8-10:30
DEADMANDOWN KL.8-10:30
OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.1-8-10:40
OZ:GREATANDPOWERFUL 2DKL.3-5:30
THECROODS ÍSLTAL3D KL.1:10-3:20-5:50
THECROODS ÍSLTAL KL.1
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8
SNITCH KL.10:20
THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50
THECROODS ÍSLTAL KL.1:30
FLÓTTINNFRÁJÖRÐU ÍSLTAL KL.3:40
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.2
SAMMY2ÍSLTAL KL.4
AKUREYRI
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6 -8
JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:50(FIM) -8 -10:10
DEADMANDOWN KL.10:10
OZ:THEGREATANDPOWERFUL2DKL.5:30(FÖS)
VIP
STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND BYGGÐ
LAUSLEGA ÁÆVINTÝRINU UM JÓA OGBAUNAGRASIÐ
NICHOLAS HOULT - EWAN MCGREGOR
STANLEY TUCCI - IAN MCSHANE
88/100
CHICAGO SUN-TIMES –R.R.
PÁSKAMYNDIN Í ÁR
FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
OPIÐ ALLA PÁSKANA
(NEMA FÖSTUDAG OG SUNNUDAG Í KEFLAVÍK)
GLEÐILEGA PÁSKA!
(LOKAÐ FÖSTUDAGINN LANGA)
Ertu þreytt
á að vera
þreytt?
Nánar á heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
18 meistaranemar við Háskóla Ís-
lands vinna þessa dagana að því að
gefa út ríflega 200 blaðsíðna bók og
er hægt að fylgjast með þróun verk-
efnisins á vefsíðu sem ber yfirskrift-
ina Hvernig verður bók til? Af ang-
ist bókaútgáfu
(www.bokverðurtil.net). Verkefnið
er hluti af námskeiðinu Smiðja: Á
þrykk sem13 ritlistarnemar og fimm
nemar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu
sækja við Háskóla Íslands. Rit-
stjórnarnemarnir fengu það verk-
efni að velja, vinna og búa texta rit-
listarnemanna til útgáfu og njóta við
það leiðsagnar ritstjórans Guðrúnar
Sigfúsdóttur. Bókin sem gefin verð-
ur út verður sýnisbók og nokkurs
konar útskriftarverk
meistaranemanna.
Ýmsar flækjur fylgja því að gefa
út bók, eins og menn geta ímyndað
sér og í mörg horn er að líta. Þurfa
nemarnir m.a. að afla fjár fyrir
prentun, sjá um umbrot, mynd-
skreytingar og hönnun kápu. Bók-
ina á að gefa út fyrir 15. maí og
verður blásið til útgáfuteiti í Stúd-
entakjallaranum en hópurinn mun
einnig halda Bókmenntahátíð stúd-
enta 24. apríl nk. Á hátíðinni verður
m.a. boðið upp á „pub quiz“ spurn-
ingakeppni með spurningum úr
heimi bókmenntanna en rithöfund-
urinn Guðmundur Andri Thorsson
semur þær og gegnir hlutverki
spyrils.
Heilmikið ferli
Einn meistaranemanna í ritlist er
hinn góðkunni leikari, leikstjóri og
leikskáld Þór Tulinius. Hann er ekki
alls óreyndur í ritlistinni, hefur
skrifað heilmikið fyrir leikhús og þá
m.a. leikgerðirnar Dalur hinna
blindu og Manntafl og leikritin
Framtíðardraugar og Blótgoðar.
Spurður að því hvort ritlistarnem-
arnir hafi fengið frjálsar hendur í
skrifum sínum fyrir bókina segir
hann svo vera. Þeir hafi mátt senda
inn hvað sem er. „Það var nú eigin-
lega ætlast til að þetta væri eitthvað
sem við værum með í fórum okkar,
eitthvað sem við hefðum skrifað í
náminu og langaði að vinna meira
með,“ segir Þór. Ritlistarnemarnir
hafi sent inn nokkur verk til ritstjór-
anna og þeir hafi valið úr þeim í
samráði við höfunda. Textarnir hafi
í kjölfarið farið til ritstjóra, próf-
arkalesara og aftur til ritstjóra.
„Þetta er rosa ferli og nú eru text-
arnir að verða tilbúnir og fara svo í
uppsetningu og allt þetta, það er
heilmikill kraftur í þessu. Svo erum
við búin að skipta okkur niður í
deildir. Sumir eru í því að kynna
átakið, aðrir að reyna að ná í pening
og það er hægt að styrkja þetta með
því að kaupa bókina fyrirfram, til
dæmis,“ segir Þór.
-Þannig að þið fáið að kynnast
fleiri hliðum bókaútgáfu en sjálfum
skrifunum?
„Já, það er nú eiginlega tilgang-
urinn með þessum áfanga, að fá að
kynnast öllu þessu ferli og kunna að
nýta okkur ritstjóra sem reyndir
höfundar auðvitað gera. Ef þeir eru
ekki hjá forlagi sleppa þeir ekki í
gegn nema í samvinnu við ritstjóra.“
Hvernig verður bók til?
Meistaranemar í ritlist og ritstjórn við HÍ ætla að gefa út bók
Blogga um „angist bókaútgáfu“ „Það er heilmikill kraftur
í þessu,“ segir einn ritlistarnema, Þór Tulinius
Á uppleið? Meistaranemarnir sem vinna að útgáfu bókar, 18 talsins, í að-
albyggingu Háskóla Íslands. „Þetta er rosa ferli,“ segir Þór Tulinius.
„Þetta verður innileg stund,“ segir
Gréta Hergils sópransöngkona um
flutning á Stabat Mater eftir Gio-
vanni Battista Pergolesi (1710-
1736), einu af höfuðverkum kirkju-
legra tónsmíða, í Bústaðakirkju á
föstudaginn langa kl 14. Ásamt
Grétu eru flytjendur þær Elsa
Waage mezzosópran, Antónía He-
vesi, píanóleikari Íslensku óp-
erunnar, og Greta Salóme fiðluleik-
ari. Milli þátta verksins verður lesið
úr Píslasögunni.
Tónverkið fjallar um raunir Mar-
íu meyjar þar sem hún stendur við
kross Jesú Krists á Hausaskelja-
hæð og syrgir son sinn. Hefð hefur
myndast fyrir því að flytja verkið í
Bústaðakirkju á föstudaginn langa,
en það er flutt víða um heim á þeim
degi.
„Í verkinu er María að syrgja son
sinn við krossinn. Textinn er þung-
ur og tregafullur og boðskapurinn
og tónlistin eru þess eðlis að verkið
hæfir svo vel fyrir flutning á þess-
um degi,“ segir Gréta. „Þetta er
mjög dramatísk verk, þótt tónlistin
jaðri við að vera létt á köflum, og
textinn gerir áheyrendur iðulega
klökka.“
Pergolesi samdi Stabat Mater ár-
ið 1736 þegar unnusta hans féll frá
ung að aldri. Það varð hans þekkt-
asta verk, gefið oftar út en nokkurt
annað tónverk á 18. öld. Verkið
samdi hann við gamlan latneskan
texta. Gréta Hergils segir séra
Pálma Matthíasson sóknarprest
hafa lesið úr fagri þýðingu textans á
tónleikum undanfarinna ára.
Aðgangur að tónleikunum, sem
standa í um fimmtíu mínútur, er
ókeypis. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Flytjendurnir Antónía Hevesi, Elsa Waage og Gréta Hergils flytja ásamt
Gretu Salóme hið áhrifamikla verk Pergolesis.
Flytja Stabat Mat-
er í Bústaðakirkju