Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Útgerðarfyrirtækið Samherji á Ak- ureyri tilkynnti í gær að samfélags- sjóður þess hefði ákveðið að veita 90 milljónir króna til ýmissa samfélags- verkefna. Eins og síðustu ár er tölu- verður hluti þess til íþrótta- og æsku- lýðsstarfs, en nú var kynnt sú nýbreytni að Samherji verður einn helsti styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra vegna Special Olympics auk þess sem félagið leggur fram fé til kaupa á tölvum, tengingum og öðrum tilheyrandi búnaði fyrir íbúa Öldr- unarheimila Akureyrar. Þetta er í fimmta sinn sem fé er veitt úr sjóðnum til íþrótta- og tóm- stundastarfs, og annarra samfélags- verkefna, á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkir til íþróttafélaga eru að miklu leyti í þeim yfirlýsta tilgangi að sem flest börn og unglingar geti stundað þær íþróttagreinar sem hug- ur þeirra stendur til, óháð efnahag heimilanna. Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður Samherjasjóðsins, sagði margoft hafa komið fram að styrk- veitingarnar í desember 2008 hefðu verið hugsaðar sem einstök afmæl- isgjöf. „En í ljósi þess hve vel þeim var tekið og hversu mikil þörf var fyr- ir þær, hafa stjórnendur félagsins endurtekið leikinn þrívegis síðan. Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér en munum meta stöðuna ár frá ári hvað styrkveitingarnar varðar líkt og svo margt annað.“ Hann upplýsti að sjóðsstjórnin hefði fengið gríðarlega margar fyr- irspurnir og umsóknir um styrki alls staðar að af landinu, frá ein- staklingum og félagasamtökum, vís- indasjóðum og fleirum. „Það er hins vegar yfirlýst stefna Samherja að láta samfélagið í kringum okkur hér við Eyjafjörð njóta góðs af þessum styrkjum, ekki síst hið blómlega íþrótta- og æskulýðsstarfið hér á svæðinu. Á því verður engin breyt- ing.“ Helga sagði sjóðsstjórnina hafa fengið mjög góð viðbrögð frá styrk- höfum. „Styrkirnir hafa nýst mjög vel í að greiða niður æfingagjöld og keppnisferðir eyfirskra ungmenna. Það er fagnaðarefni – ekki síst á tím- um þar sem ferðakostnaður hefur hækkað gríðarlega. Til að eyfirsk ungmenn geti staðið jafnfætis keppi- nautum sínum annars staðar á land- inu þurfa þau að ferðast mikið til æf- inga og keppni og það kostar sitt.“ Velferð og tækni Samherji leggur fram 5 milljónir króna í verkefni sem Helga Steinunn kallaði Velferð og tækni á öldr- unarheimilum Akureyrar. „Meðal mikilvægustu verkefna í þjónustu við eldra fólk er að viðhalda eða efla lífs- gæði svo sem öryggi, líðan, virkni og samskipti þeirra til þátttöku í því fjöl- breytilega starfi sem í boði er,“ sagði Helga Steinunn. „Einn þáttur nútímasamfélagsins sem hefur tekið og mun væntanlega taka miklum breytingum á næstu ár- um, er notkun margháttaðrar tækni til miðlunar upplýsinga sem og til samskipta. Nægir að nefna til dæmis veraldarvefinn, YouTube, Fésbókina, heimasíður, tölvupóst, og Skype, sem ætla má að yngra fólk nýti sér að hluta eða miklu leyti í daglegu lífi. „Verkefnið sem Samherji mun styrkja felst í að efla virkni eldra fólks og auðvelda því samskiptin með hjálp nútímatækni – og verður sjón- unum beint að báðum öldrunarheim- ilunum á Akureyri, Hlíð við Aust- urhlíð og Lögmannshlíð við Vestursíðu. „Þetta verður meðal ann- ars gert með því að koma fyrir send- um og tenglum á þessum heimilum, kaupa nauðsynlegan hugbúnað, setja upp upplýsingaskjái og kaupa tölvur sem íbúar hafa að- gang að og sem starfsfólk getur nýtt til að virkja íbúa og auka sam- skipti milli íbúa og aðstandenda. Síðast en ekki síst er ætlunin að hvetja og þjálfa íbúa og starfs- fólk til að nýta tæknibún- aðinn og möguleg forrit til að auka hreyfingu og virkni samhliða auknum samskiptum.“ Níutíu milljónir í samfélagsverkefni  Útgerðarfyrirtækið Samherji styrkir íþrótta- og tómstundastarf  Einn helsti styrktaraðili ÍF vegna Special Olympics  Fimm milljónir til tölvukaupa fyrir íbúa Öldrunarheimila Akureyrar Morgunblaðið/Skapti Samstarf Anna Karolína Hafsteinsdóttir, lengst til vinstri, Ólafur Magn- ússon, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður og Jón Heiðar Jónsson, öll frá Íþróttasambandi fatlaðra með Helgu Steinunni Guðmundsdóttur og Kol- brúnu Ingólfsdóttur sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Samherja. Samherji leggur fram 15 millj- ónir króna til Special Olympics á Íslandi, fimm milljónir á ári þar til fram yfir alþjóðaleika samtakanna í Los Angeles 2015. Styrknum verður varið til upp- byggingar á starfsemi Special Olympics hér á landi og þátt- töku í verkefnum erlendis. „Special Olympics-samtökin hafa skapað ný tækifæri fyrir íþróttafólk með þroskahömlun en markmið þeirra er að allir hafi sömu möguleika til þátt- töku á leikum samtakanna. Þannig hafa Íslendingar öðl- ast tækifæri til að taka þátt í keppni á Al- þjóðaleikum Special Olympics í greinum sem áður hafa ekki verið í boði fyrir þroska- hamlaða, til að mynda í fimleikum, handbolta, golfi og nú í listhlaupi á skaut- um,“ sagði Helga Stein- unn. Skapa ný tækifæri SPECIAL OLYMPCIS Helga Steinunn Guðmundsdóttir Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.