Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 11
Kósí Það er notalegt í Heita pottinum þar sem fást töskur, fatnaður, keramík, skart, kerti og margt fleira. eru í hestamennsku hérna hafa marg- ar pantað lopapeysur hjá mér. Ég sendi líka lopa til fólks í Noregi sem býr ekki í nágrenni við mig.“ Og að sjálfsögðu dettur inn einn og einn Ís- lendingur, sem finnst gaman að kaupa íslenskar gjafir fyrir norska vini. Norræn samvinna varð ást Jófríður hefir búið í Noregi und- anfarin tuttugu ár. Hún flutti til Nor- egs strax eftir að hún hafði skilað BA- ritgerð sinni í íslensku við Háskólann hér heima. „Ég hélt áfram að mennta mig í Noregi, fór í fjölmiðlafræði og líka í sérkennslufræði og vann við kennslu í mörg ár, eða allt þar til ég opnaði verslunina,“ segir Jófríður sem á norskan mann og með honum þrjá syni. „Við kynntumst í Nordjobb sumarið 1990. Norræna samvinnan vakti heldur betur ástina á milli okk- ar.“ Jessheim er um tuttugu þúsund manna bær í nágrenni Óslóar. „Hér eru nokkur sveitaþorp í kring, þetta er afar notalegt umhverfi. Mér finnst voða gaman að vasast í þessum versl- unarrekstri, mér finnst ég færast nær föðurlandinu og það er gott að þurfa að skreppa reglulega heim til að skoða nýjar vöru og annað tengt rekstrinum. Mér finnst allt best á Ís- landi, sem kemur kannski til af þess- ari sjálfskipuðu útlegð sem ég er í.“ Þegar Jófríður hafði aðeins rek- ið verslunina í rúmlega hálft ár, greindist hún með brjóstakrabba- mein. „Ég varð 25 ára stúdent frá MA í fyrra og skellti mér heim í júbi- leringuna og druslaðist til læknis upp úr því. Því miður hefur meinið dreift sér hjá mér og ég veit því ekki hversu lengi ég get staðið vaktina í Heita pottinum, en ég er í meðferð og við vonum það besta. Vissulega hefur það haldið mér gangandi að hafa búð- ina til að hugsa um, ég er svo mikill Íslendingur að ég get ekki setið heima og gert ekki neitt.“ Lopi Norðmenn þekkja íslenskan lopa vel og sækja mikið í hann. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Í dag, skírdag, opnar listamaðurinn Ísak Óli einkasýningu á verkum sín- um í Rögnvaldarsal Edinborgar- hússins á Ísafirði kl. 17. Ísak Óli Sævarsson er fæddur í Reykjavík 15. desember 1989. Hann býr í Álfheimum hjá foreldrum og tveimur systkinum. Um fjögurra ára aldur var hann greindur með dæmi- gerða einhverfu og hefur alla tíð síð- an fengið ákaflega vandaða kennslu og þjálfun við hans hæfi. Fyrst í leik- skólanum Gullborg og svo í sérdeild fyrir einhverfa í Langholtsskóla. Eftir grunnskóla lá leiðin í Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ þar sem Ísak útskrif- aðist vorið 2009. Eftir menntaskóla stundaði Ísak m.a. nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík en vinnur núna í Gylfaflöt og á vinnustofunni Ási í Brautarholti. Ísak hefur lengi verið ákafur og ástríðufullur teiknari. Hann teiknar mikið persónur sem hann þekkir úr sögum sem lesnar hafa verið fyrir hann. Afköstin eru mikil og liggur gríðarlegt magn af teikningum og verkum eftir hann. Áberandi er hversu lunkinn hann er í litanotkun því hann blandar liti alveg sjálfur. Ísak er ákaflega fylginn sér og skipulagður og segir kannski: „Fimmta febrúar ætla ég að mála Strumpana í snjónum,“ og svo bara einfaldlega gerir hann það. Ísak hefur haldið margar einkasýn- ingar og einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Þar má nefna samsýn- ingu í Norræna húsinu í fyrra, Fólk í mynd, og einnig á samsýningunni List án landamæra í Ráðhúsi Reykja- víkur 2009. Hann hélt einkasýningu í ágúst í fyrra á Gamla-Rifi á Snæfells- nesi sem hét Kríur og fleira fólk, einnig einkasýningu í fyrrahaust í Langholtskirkju sem hét Prestar, krí- ur og söguhetjur. Árið 2011 hélt hann einkasýninguna Tinni&félagar í Efla verkfræðistofu og hann tók þátt í samsýningunni Ástríðulist í Gerðu- bergi árið 2010. Hægt er að skoða verk Ísaks á heimasíðu: isakoli.com Myndlistarsýning Ísafirði Morgunblaðið/Styrmir Kári Ísak Óli Hér við nokkrar mynda sinna á samsýningu í Norræna húsinu 2012. Ísak Óli og vinir hans BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF ÍS LE N SK A SI A. IS IC E 62 89 0 03 /1 3 Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina. Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Vertu með okkur + Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is Nú þegar Frónbúar eru farnir að finna lyktina af vorinu, þá komast þeir gjarnan í ferðahug. Ekki einasta byrja þeir að skipuleggja flakk um heima- landið fagra, og víst er að af nógu er að taka þegar ferðast skal um Ís- landið góða, heldur leitar fólk líka út fyrir landsteinana. Af nógu er að taka þegar velja skal áfangastaði en marg- ir skreppa til Lundúnaborgar, því þangað er tiltölulega stutt að fara, og þá getur verið gott að skipuleggja sig vel fyrir ferðina, til að fá sem mest út úr henni. Þá er gott að hafa aðgang að ferðabókum og á tækniöld þar sem fólk hefur allt í símum sínum og tölvum ætti það að vera fagnaðarefni fyrir íslenska ferðalanga að fyrr í þessum mánuði kom út handbók í rafbókarformi sem heitir: Lykillinn að London. Höfundur bókarinnar er Mar- grét Gunnarsdóttir og er rafbók þessi stútfull af góðum ábendingum. Þar er hægt að finna góða gistingu og vera með allt á hreinu um það sem í boði er í Lundúnum. Ekki amalegt að láta benda sér á gistimöguleika sem fólk hefur kannski bara alls ekki látið sér detta í hug. Í bókinni er einnig allt um flug og flugvelli, samgöngur í jarðlestum, venjulegum lestum, strætisvögnum, nú eða með bátum! Fyrir þá sem eru sólgnir í að versla, þá er enginn hörgull á slíkum upplýs- ingum í rafbókinni, og upplýsingar um markaði geta skipt sköpum þegar kemur að því að spara eyrinn. Menn- ingarvitarnir geta flett upp í öllu því sem viðkemur þeim ótal söfnum sem finna má í London. Fyrir þá sem vilja fara í gönguferðir þá er líka þarna allt um slíkt, og fyrir matgæðingana er allt um veitingastaðina. Einnig eru upplýsingar um hvernig hægt er að bjarga sér sjálfur í dagsferð á sem hagkvæmastan hátt. Fyrir þá sem eru að fara í fyrsta sinn er gott að fá ábendingar um hverju má alls ekki missa af í borginni sem er full af áhugaverðum mótsögnum. Bókina er hægt að lesa bæði í venjulegum tölvum (pdf), les- brettum/tækjum, t.d. Kindle og fleir- um, sem og snjallsímum. Allt um veitingastaði, söfn, markaði, gistingu Fyrir flökkukindur: Lykill að London í formi rafbókar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.