Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
Guðni Einarsson
Ingvar P. Guðbjörnsson
Alþingi samþykkti í gærkvöldi að til-
laga Árna Páls Árnasonar, Katrínar
Jakobsdóttur og Guðmundar Stein-
grímssonar um hvernig breyta megi
stjórnarskránni á næsta kjörtímabili
án þess að boða til kosninga gengi til
3. umræðu. 24 þingmenn studdu til-
löguna, þeirra á meðal voru tveir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir
Ásbjörn Óttarsson og Pétur H.
Blöndal. Þrír þingmenn Hreyfingar-
innar greiddu atkvæði gegn tillög-
unni. 22 þingmenn greiddu ekki at-
kvæði, á meðal þeirra voru Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra,
Lúðvík Geirsson og Valgerður
Bjarnadóttir, þingmenn Samfylk-
ingar, og Álfheiður Ingadóttir, þing-
maður VG.
Þrengri skilyrði en áður
Samkvæmt tillögunni verður
heimilt að breyta stjórnarskránni
með tilteknum hætti til 30. apríl
2017. Ef Alþingi samþykkir að
breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar
með minnst 2⁄3 hlutum greiddra at-
kvæða skal kjósa um breytinguna í
almennum kosningum 6-9 mánuðum
eftir samþykkt frumvarpsins á Al-
þingi. Til þess að frumvarpið teljist
samþykkt þarf það að fá meirihluta
gildra atkvæða í þjóðaratkvæða-
greiðslunni, þó minnst 40% af
hundraði allra kosningarbærra
manna.
Þessi skilyrði eru þrengri en þau
sem voru í upphaflegri tillögu flutn-
ingsmanna. Þar var lagt til að
minnst 3⁄5 greiddra atkvæða á Al-
þingi þyrfti til að samþykkja breyt-
ingu á stjórnarskrá. Eins þyrfti
stjórnarskrárbreytingin að fá stuðn-
ing 3⁄5 greiddra atkvæða í þjóðarat-
kvæðagreiðslu til að öðlast gildi.
Mörgum heitt í hamsi
Alþingi afgreiddi mörg lagafrum-
vörp í gærkvöldi. Þingmenn greiddu
atkvæði þvert á flokkslínur og yfir
mörk stjórnar og stjórnarandstöðu í
hinum ýmsu málum. Margir gerðu
grein fyrir atkvæðum sínum eða
tóku til máls um atkvæðagreiðslurn-
ar. Sumum varð heitt í hamsi og
þurfti forseti þingsins nokkrum
sinnum að minna þingmenn á að
gæta orða sinna.
Greidd voru atkvæði um nokkur
stór þingmál. M.a. var samþykkt að
frumvarp til náttúruverndarlaga
gengi til 3. umræðu. Alþingismenn-
irnir Mörður Árnason og Ólafur Þór
Gunnarsson lögðu fram breytingar-
tillögu fyrir 3. umræðu sem m.a.
kvað á um að náttúruverndarlögin
tækju gildi 1. apríl 2014 í stað 1. júlí
2013 eins og upphaflega var lagt til.
Þingmenn samþykktu að tvö
frumvörp atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðherra um kísilver í landi
Bakka gengju til 3. umræðu. Greidd
voru atkvæði um hvort frumvarp
fyrir sig í tvennu lagi. Svandís Svav-
arsdóttir, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, sat hjá við atkvæða-
greiðslurnar og sama gerði
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra. Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingar, greiddi atkvæði gegn
báðum frumvörpunum.
Samþykkt var að frumvarp um
stofnun opinbers hlutafélags um
byggingu nýs Landspítala við
Hringbraut í Reykjavík gengi til 3.
umræðu. Björn Valur Gíslason, for-
maður fjárlaganefndar, lagði fram
breytingartillögu sem m.a. kveður á
um að lögin öðlist gildi 1. september
2013 þó taki 4. gr. um nafnbreytingu
á lögunum þegar gildi.
Mörg frumvörp að lögum
Frumvörp um opinbera háskóla,
fjölmiðla, skiptaverðmæti og
greiðslumiðlun innan sjávarútvegs-
ins, fjármálafyrirtæki, verðbréfavið-
skipti, endurnýjanlegt eldsneyti í
samgöngum á landi, tekjuskatt og
staðgreiðslu opinberra gjalda, tekju-
skatt (undanþágu frá skatti af vaxta-
tekjum), endurskoðendur, hluta-
félög, sölu fasteigna, fyrirtækja og
skipa, tekjuskatt (vaxtabætur vegna
lánsveða) voru m.a. afgreidd sem lög
frá Alþingi í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þinglok Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á síðasta þingdegi.
24 studdu breytinguna
Fylkingar riðluðust við atkvæðagreiðslu um breytingu á stjórnarskránni
Nokkrir stjórnarþingmenn sátu hjá Samkomulag náðist um þingfrestun
Bandaríska
strandgæslan
hefur lýst því
formlega yfir að
hún muni ekki
framkvæma við-
bótarskoðanir á
skipum sem
koma frá íslensk-
um höfnum ein-
göngu vegna
þess að þau
komu þaðan. Það hafði verið gert
að einhverju leyti og stefndi í að
yrði gert áfram. Þetta kom fram í
svari Ögmundar Jónassonar innan-
ríkisráðherra við fyrirspurn Vig-
dísar Hauksdóttur alþingismanns
um málefni hælisleitenda.
41 mál kært til lögreglu
Tilraunir hælisleitenda til að
gerast laumufarþegar um borð í
skipum sem sigla til Ameríku urðu
til þess að bandaríska strandgæsl-
an lýsti yfir áhyggjum sínum. Frá
byrjun ágúst 2012 hefur 41 slíkt
mál verið kært til lögreglu.
Einnig kom fram í svari ráð-
herrans að bandaríska strandgæsl-
an hefur lýst því formlega yfir í
bréfi til Siglingastofnunar að hún
sjái ekki ástæðu til að grípa til
neinna aðgerða gagnvart íslensk-
um stjórnvöldum vegna málsins,
þ.m.t. hækkunar á vástigi.
gudni@mbl.is
Skipin
ekki undir
smásjá
Vástig ekki hækk-
að vegna Íslands
Ögmundur
Jónasson
Maðurinn sem
lést í árekstri
jeppabifreiðar og
dráttarvélar á
Skeiðavegi 25.
mars síðastliðinn
hét Ellert Þór
Benediktsson, til
heimilis á Lauf-
skálum 9 á Hellu.
Ellert var
fæddur 30. mars
1967 og lætur eftir sig eiginkonu og
tvo syni, 17 og 20 ára. Ellert var
dýralæknir á Dýralæknamiðstöðinni
á Hellu.
Lést í um-
ferðarslysi
á Skeiðavegi
Ellert Þór
Benediktsson
Höfðu þeir þó uppfyllt öll skilyrði í fyrra útboði og
komist þar áfram í útboðsferlinu.
Krafa um fimm ára reynslu
Samkvæmt nýja útboðinu er m.a. gerð krafa um
að vagnar þurfi að hafa minnst fimm ára reynslu á
markaðnum. Rafvagnarnir frá BYD komu fyrst á
markað árið 2010 en fyrirtækið telur að með notk-
un þeirra gæti Strætó sparað 500-1.000 milljónir
króna á ári í rekstrarkostnaði.
Rúnar Þór sendi Morgunblaðinu í gær eftirfar-
andi yfirlýsingu vegna útboðsins hjá Strætó:
„Félagið hefur farið yfir málið með lögmanni
sínum, Jónasi Erni Jónassyni hdl., sem telur að
um margþætt brot sé að ræða við meðferð málsins.
Um er að ræða brot á reglum og tilskipunum varð-
andi framkvæmd útboðsins af hálfu Reykjavíkur-
borgar, sem líklega gæti orðið grundvöllur skaða-
bótamáls. Um er að ræða kaup á strætisvögnum
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
BYD á Íslandi, umboðsaðili fyrir rafvagna frá kín-
verska fyrirtækinu BYD International, hefur falið
lögmanni sínum að leggja fram kæru til kæru-
nefndar útboðsmála vegna nýjasta útboðs Strætó
bs. á endurnýjun strætisvagna. Fyrirtækið kærir
um leið kaup Strætó bs. á 12 nýjum vögnum frá Ir-
isbus þar sem þau fóru fram án útboðs.
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu
hætti Strætó bs. við fyrra útboð á endurnýjun
vagna, eftir að það hafði verið kært. Var útboðið
dregið til baka og nýtt auglýst. Gátu áhugasamir
aðilar nálgast ný útboðsgögn um síðustu helgi. Að
sögn Rúnars Þórs Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra BYD á Íslandi, kom þá í ljós að grunur
þeirra reyndist réttur; að útboðsskilmálum yrði
breytt það mikið að rafvagnar yrðu útilokaðir.
án útboðs og hins vegar ólögmæta framkvæmd út-
boðs. Málsmeðferð þess hefur vakið mikla furðu
BYD Intnernational, sem er kínversk samsteypa
með 150 þúsund starfsmenn. Lögmanni félagsins
hefur verið falið að kæra málið til kærunefndar út-
boðsmála og sækja rétt félagsins í málinu.“
Rúnar Þór vekur jafnframt athygli á því sem
haft var eftir stjórnarformanni Strætó bs., Einari
Erni Benediktssyni, í Morgunblaðinu 21. mars sl.
Þar sagði hann að öllum væri velkomið að taka
þátt í nýju útboði á endurnýjun strætisvagna,
bæði þeim sem tóku þátt síðast og öðrum áhuga-
sömum aðilum sem sæju þarna tækifæri. Ekki
yrði þrengt að neinum bjóðend-
um í útboðsferlinu. Rúnar
Þór segir að greinilega
hafi ekkert verið að marka
þessi orð stjórnarfor-
mannsins.
Kæra nýtt útboð hjá Strætó
Umboðsaðili BYD International segir útboðið útiloka rafvagna fyrirtækisins
Hætt við fyrra útboð vegna kæru Kaup Strætó á 12 vögnum einnig kærð
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lætur af
þingmennsku við lok yfirstandandi kjörtímabils. Þegar
því lýkur hefur hún setið á Alþingi í tæp 35 ár eða nán-
ar tiltekið í 34 ár og tíu mánuði. Hún hefur setið lengst
allra kvenna á þingi, samkvæmt upplýsingum frá skrif-
stofu Alþingis.
Næst Jóhönnu, hvað lengd þingsetu kvenna varðar,
kemur Ragnhildur Helgadóttir sem sat samtals í 23 og
hálft ár á þingi. Hún sat þrjár lotur á 35 ára tímabili,
það er á árunum 1956 til 1991. Næstar koma Valgerður
Sverrisdóttir, sem sat á Alþingi í 22 ár frá 1987 til
2009. Margrét Frímannsdóttir sat á Alþingi í 20 ár, frá
1987 til 2007). Þar næst koma Ásta R. Jóhannesdóttir
og Siv Friðleifsdóttir sem hafa setið á Alþingi í 18 ár.
Jóhanna Sigurðardóttir er í 12. sæti yfir þá sem
lengst hafa setið á Alþingi. Enginn hefur setið lengur
en Pétur Ottesen sem sat á þingi í tæp 43 ár.
Jóhanna var ráðherra frá því í júlí 1987 til júní 1994
og aftur frá maí 2007 og væntanlega til stjórnarskipta
sem gætu orðið í maí næstkomandi. Ráðherratíð henn-
ar verður því samtals tæp 13 ár. Jóhanna verður þar
með 10. í röð þeirra sem lengst hafa setið á ráðherra-
stóli.
Af öðrum þeim alþingismönnum sem vitað er að
hverfa af Alþingi hefur Árni Johnsen setið lengst. Þing-
seta hans spannar 20 ár á 30 ára tímabili. Ásta R. Jó-
hannesdóttir og Siv Friðleifsdóttir koma næst á eftir
Árna með 18 ár. gudni@mbl.is
Jóhanna hefur setið lengst alþingiskvenna
HÓPUR GAMALREYNDRA ÞINGMANNA HVERFUR AF ALÞINGI VIÐ ÞINGLOK
Rúnar Þór bendir einnig á að
verið sé að útiloka allflesta nýja
hybrid-bíla og flesta vistvæna
bíla þar sem flestir þeirra séu
með 2-4 ára reynslu. Greinilega
sé verið að einblína á eldri gerð-
ir dísilvagna.
„Strætó ætlar sem sagt að
notast við fimm ára tækni í
þessu útboði og skuldbinda sig
svo þeim út samningstímann
sem er allt að fjögur ár. Þetta
stangast á við stefnu og skuld-
bindingar ríkis og sveit-
arfélaga varðandi
losun á koltvísýr-
ingi,“ segir Rúnar
Þór hjá BYD á Ís-
landi.
Einblínt á
dísilvagna
ÚTBOÐ STRÆTÓ BS.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.