Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 37
fjölskyldan flutti til Akureyrar í árs- lok 1999 og hefur búið þar síðan. Á Akureyri keyptu þau hjónin hús við Mýrarveg sem Auður gerði upp að mestu sjálf. Þau seldu síðan hús- ið, bjuggu við Þórunnarstræti um skeið, en festu síðan kaup á gömlu iðnaðarhúsnæði við Gránufélags- götu þar sem þau starfrækja fyr- irtækið sitt á neðri hæð, en búa síðan sjálf á efri hæðinni. Fyrirtækið stofnuðu þau fyrir nokkrum árum en hófu síðan að framleiða gamaldags kalkmálingu sem þau kalla Kalkliti. Málinguna selja þau í Litalandi á Akureyri og í Reykjavík, auk þess sem þau flytja hana út í vaxandi mæli til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Kalklitirnir sem má sjá á vefsíðunni Kalklit- ir.com, gefa matta áferð og milda móskuliti en þeir eru einkum notaðir á veggi innanhúss. Mömmur og möffins Auður er upphafsmanneskjan að uppákomunni Mömmur og möffins: „Þetta byrjaði allt saman á því að ég og dætur mínar ákváðum að baka möffins og bjóða vinkonum okkar í möffinspartí. Einhverra hluta vegna spurðist þetta út og áður en varði var kominn fjöldinn allur af konum sem vildu endilega baka möffins, gefa öðrum að smakka og fá að smakka möffins hjá öðrum. Við Margrét Jónsdóttir, leirlist- arkona og nágranni minn, fórum að velta því fyrir okkur hvort ekki yrði sniðugt að halda svona möffinsupp- ákomu í Lystigarðinum. Ég ræddi við Margréti Blöndal þáttagerð- arkonu sem þá var að skipuleggja hátíðina Eina með öllu og möffins- uppákoman varð þá eitt af dag- skráratriðum hátíðarinnar. Frá árinu 2010 hefur svo mikill fjöldi kvenna bakað möffins fyrir uppá- komuna í Lystigarðinum sem þar er að finna hverja verslunarmanna- helgi. Allur ágóðinn af möffinssöl- unni hefur svo runnið til fæðing- ardeildar FSA. Þetta er því alveg ótrúlega skemmtileg uppákoma en í leiðinni hið mesta þarfaþing fyrir fæðingardeildina.“ Fjölskylda Eiginmaður Auðar er Hjörtur Fjeldsted, f. 18.10. 1960, útgerð- artæknir og fyrrv. sölu- og markaðs- stjóri hjá alþjóðlegum jurtaolíufyr- irtækjum en er nú framleiðandi Kalklita þeirra hjóna. Hann er sonur Hjartar Fjeldsted sem er látinn, framkvæmdastjóra Skipaþjónust- unnar, og Guðrúnar Randheiðar Sig- urðardóttur húsfreyju. Börn Auðar og Hjartar eru Viktor Helgi, f. 30.7. 1987, snjóbrettakenn- ari og nemi á Akureyri; Fanný Heiða, f. 25.1. 1990, lögfræðinemi við HA og skiptinemi á Sikiley; Ágústa Hrönn, f. 18.9. 1994, nemi við MA. Alsystir Auðar er Agnes Heiða, f. 22.6. 1961, lífeindafræðingur. Hálfsystur Auðar, samfeðra: Arna Hrönn, f. 15.3. 1978, tækniteiknari og starfsmaður hjá Höldi; Halla Hrund, f. 7.10. 1979, að ljúka MA- námi í tölvuverkfræði. Hálfbróðir Auðar, sammæðra: Al- mar Alfreðsson, f. 7.10. 1980, vöru- hönnuður. Foreldrar Auðar: Skúli Gunnar Ágústsson, f. 23.2. 1943, fyrrv. fram- kvæmdastjóri hjá Höldi, og Helga Haraldsdóttir, f. 19.3. 1943, fyrrv. lífeindafræðingur. Úr frændgarði Auðar Helgu Skúladóttur Auður Helga Skúladóttir Guðný Helgadóttir húsfr. í Haganesi á Húsavík Sigurður Jón Flóventsson verslunarmaður í Haganesi á Húsavík Sigríður Pálína Jónsdóttir húsfr. á Akureyri Haraldur Sigurgeirsson verslunarm. og gjaldkeri á Akureyri Helga Haraldsdóttir lífeindafræðingur á Akureyri Júlíana Friðrika Tómasdóttir húsfreyja á Stóruvöllum og síðar á Akureyri Sigurgeir Jónsson b. á Stóruvöllum í Bárðardal og organisti og söngkennari á Akureyri Guðbjörg Alexandersdóttir húsfr. á Ásgrímsstöðum Ágúst Ásgrímsson b. á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðasókn Helga Jóhanna Ágústsdóttir húsfr. á Þórshöfn og á Akureyri Ágúst Georg Steinsson verslunarm. á Þórshöfn og Akureyri Skúli Gunnar Ágústsson framkvæmdastj. á Akureyri Valgerður Jónasdóttir húsfr. á Spena Steinn Ásmundsson b. á Spena í Fremri-Torfustaðahreppi Afmælisbarnið Auður Helga. ÍSLENDINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Ólafur Ísberg Hannesson útskrifaðist nýverið með doktorsgráðu í Evrópu- rétti frá Evrópuháskólanum í Flórens eftir að hafa varið doktorsritgerð sína „Giving effect to EEA Law? Examining and Rethinking the Role and Rela- tionship between the EFTA Court and the Icelandic National Courts in the EEA Legal Order“ um samband EFTA- dómstólsins og íslenskra dómstóla. Ólafur rannsakaði stöðu og fram- kæmd EES-samningsins í dómafram- kvæmd EFTA-dómstólsins og í ís- lenskri dómaframkvæmd. Auk dóma EFTA-dómstólsins tók Ólafur m.a. til skoðunar tæplega hundrað dóma ís- lenskra dómstóla þar sem rétt- arágreiningur snéri á einn eða annan hátt að EES-rétti. Niðurstöður sýna mörg dæmi þess að íslenskir dóm- stólar haga réttarframkvæmd á þann veg að þau réttindi sem samningurinn mælir fyrir um eru ekki virt. Ástæða þessa er m.a. sú að íslenskir dóm- stólar hafa jafnan skýrt íslenskar regl- ur sem upprunnar eru í tilskipunum EES-réttar samkvæmt orðanna hljóð- an án þess að litið sé til þess tilgangs sem þær tilskipanir þjóna. Þá leiðir rannsóknin einnig líkur að því að ákveðinnar tregðu gæti hjá íslenskum dómstólum við að bera álitamál undir EFTA-dómstólinn. Leiðbeinendur Ólafs við rannsókn- irnar voru próf. Ernst-Ulrich Pet- ersmann við Evrópuháskólann í Flór- ens (aðalleiðbeinandi) og próf. Elvira Mendez Pinedo við Háskóla Íslands (meðleiðbeinandi). Auk þeirra voru andmælendur við doktorsvörnina próf. Miguel Poiares Maduro frá Evrópuhá- skólanum í Flórens og próf. Páll Hreinsson, dómari við EFTA- dómstólinn.  Ólafur fæddist í Lundi 22. febrúar 1981. Foreldrar hans eru Hannes Ísberg Ólafsson framhaldsskólakennari og Kristín Gunnarsdóttir sjóntækjafræðingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001, BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005, meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Ís- lands árið 2008 og LL.M.-gráðu frá Evrópuháskólanum í Flórens árið 2009. Meðan á doktorsnáminu stóð vann Ólafur í 7 mánuði við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg (2011-2012). Hann starfar nú hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Doktor Doktor í lögfræði 28. mars 85 ára Brynhildur J. Bjarnarson Dóra Nordal Einar Valmundsson Eiríka Þórðardóttir Gunnar M. Steinsen Heiður Jóhannesdóttir 80 ára Ásbjörg Jónsdóttir Guðleif K. Jóhannesdóttir Hreiðar Jósteinsson Jóna Höskuldsdóttir Kristín Jónsdóttir 75 ára Fjóla Filippía Jónsdóttir Guðmunda M. Þorleifsdóttir Hansína Ósk Lárusdóttir Helga Þórdís Tryggvadóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigurður H. Hreiðarsson 70 ára Ágústa Baldvinsdóttir Jónas Helgi Guðjónsson Lilja Ólafsdóttir 60 ára Friðjóna Hilmarsdóttir Katrín Lilja Haraldsdóttir Kristinn Sófus Pálmason Sigríður Þórhallsdóttir Sigurður Ari Elíasson Valgerður H. Valgeirsdóttir 50 ára Anna Ingibergsdóttir Baldur Þór Sveinsson Finnur Loftsson Hákon Viðar Sigmundsson Hulda Einarsdóttir Ingibjörg H. Baldursdóttir Jóhanna Sigfúsdóttir Katrín Ragna Rögnvaldsdóttir Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir Kristjana S. Kristjánsdóttir Krystyna Boryn Mekkín Ísleifsdóttir Ragnheiður A. Haraldsdóttir Sigríður Margrét Hlöðversdóttir Sigurður Þórir Hauksson Sigurður Þórisson 40 ára Bianca Elisabeth Treffer Dagbjört Ásbjörnsdóttir Dariusz Bielawski Dejan Lazic Helga Auðardóttir Hólmfríður Árnadóttir Lilja Brynja Skúladóttir Ragnhildur Birna Siggeirsdóttir Robert Vincent Ryan Silja Björg Jóhannsdóttir Sveinbjörn Hjálmarsson Valur Kristjánsson Þórarinn Halldórsson 30 ára Benjamín Berg Halldórsson Dawid Henryk Jeka Elvar Ægisson Ewa Amelia Greczaniuk Garðar Þormar Pálsson Guðrún Linda Guðmundsdóttir Halldóra Kristinsdóttir Hjörtur Már Reynisson Inga Dís Sigurðardóttir Íris Ósk Guðmundsdóttir Marcin Juliusz Tchórzewski Pawel Szymczak Sigurður Emil Kjartansson Steinar Örn Sturluson Viktor Númason Þórhildur Edda Ólafsdóttir 29. mars 90 ára Eiríkur Guðmundsson Guðrún Sveinsdóttir 80 ára Ingvar Níelsson Petra M.J. Guðbrandsson Þórir E. Magnússon Örbrún Halldórsdóttir 75 ára Aðalsteinn Valdimarsson Guðjón Haraldsson 70 ára Andri Valur Hrólfsson Guðrún G. Bergmann Sveinn Henrik H. Christensen Unnur Tómasdóttir Vignir Gísli Jónsson 60 ára Baldur Jónsson Björg Jónsdóttir Brynjar Jakobsson Edda Sigfríð Jónasdóttir Halldór Njálsson Haraldur Þór Þórarinsson Herjólfur Bárðarson Ingveldur M. Sveinsdóttir Jóhann Skarphéðinsson Kristín Sigurðardóttir Magnús Sigmundur Magnússon Marta Pétursdóttir Óskar Gunnar Óskarsson Pálína Kristín Árnadóttir Pálmi Rúnar Sveinsson Pétur G. Kornelíusson Þórdís Guðrún Arthursdóttir Örn Jónsson 50 ára Dalia Sliaziene Guðjón Þór Guðmundsson Gunnar Viktorsson Gunnlaugur Benóný Sigurgeirsson Hildur Kolbrún Andrésdóttir Ingibjörg H. Hjartardóttir María Helga Kristjánsdóttir Sigríður Heimisdóttir Svala Ingvarsdóttir Þórbergur Egilsson Ægir Jónsson 40 ára Björney Þórunn Sigurlaugsdóttir Egill Skúlason Gísli Vigfús Sigurðsson Guðmundur Ragnar Sverrisson Guðni Jón Árnason Gunnar Már Sigfússon Harpa Ósk Rafnsdóttir Hilda Fairbairn Hjalti Birgisson Íris Pálsdóttir Jón Ólafur Erlendsson Rúnar Pálmason Sigurður Ragnar Viðarsson Vilborg Guðný Valgeirsdóttir Ævar Svan Sigurðsson 30 ára Alda Rut Garðarsdóttir Arnar Gauti Óskarsson Dariusz Franciszek Myszk Gunnar Þór Andrésson Hrönn Ólafsdóttir Ingunn Loftsdóttir Jóna Margrét Ragnarsdóttir Katrín Amni Friðriksdóttir Lukasz Przemyslaw Lazarek Rasmus Villemoes Reynir Daði Hallgrímsson Steinþór Arnarson Til hamingju með daginn Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.