Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Hvað getur NUTRILENK Active gert fyrir þig? Eva Dögg sem er 33 ára kona frá Dalvík greindist með vefjagigt fyrir rúmum 3 árum sem hefur m.a. valdið stirðleika í liðum. Fyrst eftir að hún greindist fékk hún margskonar lyf sem hjálpuðu lítið og handavinna og fleiri létt verk urðu henni ofviða sökum verkja. Svaf illa,var þung á morgnana, stirð og átti erfitt með einföldustu verk. „Ástandið var ömurlegt! Ég svaf illa vegna verkja og það hafði áhrif á orkuna, ég var leið, þung og stirðleiki hrjáði mig. Mér finnst gaman að handavinnu og gat orðið ekkert gert“ Hélt að NutriLenk væri bara fyrir eldri konur „Unnusti minn sem vinnur með eldra fólki, sagði mér frá skemmtilegum eldri konum sem höfðu fengið betri liðheilsu með NutriLenk Gold. Í október 2011 ákvað ég að prófa en mér var sagt þar sem ég væri í yngri kantinum að ef til vill væri NutriLenk Active betra fyrir mig í stað Gold sem eldri konurnar voru að taka. 1 hylki á dag heldur mér góðri Ég tók 2 hylki á dag í 15 daga og fann strax gríðarlegan mun og tek nú 1 hylki á dag og gleymi aldrei að taka það inn. Ég tók smá hlé einu sinni og geri það ekki aftur! Í dag líður mér mun betur, laus við stirðleika og dásamlegast er að ég get prjónað og heklað eins og ég vil. Ég þreytist ekki á að segja vinum mínum frá NutriLenk Active sem er náttúrlegt efni og hefur gefið mér lífið aftur“ - Eva Dögg NutriLenk Active er fáanlegt í flestum apótekum, heilsu- búðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum Eva Dögg • NUTRILENK Active inniheldur vatns- meðhöndlaðan hanakamb sem inniheldur hátt hlutfall af náttúrulegum efnum svokallaðri Hýalúrónsýru sem getur hjálpað við að endurbyggja og viðhalda jafnvægi í liðum. • NUTRILENK Active getur aukið liðleika og liðheilbrigði og séð til þess að liðirnir þínir séu heilbrigðari og vel smurðir, svo þú getir æft að fullum krafti án hindrana. • NUTRILENK Active getur auðveldað liðunum að jafna sig eftir æfingar. • NUTRILENK Active getur hentað ungu fólki á hröðu vaxtarskeiði að lina vaxta- verki. NUTRILENKActive er unnið úr sérvöldum hanakömbum og inniheldur því engin fiskiprótein eða skelfisk, hvert hylki inniheldur 28 gr. Hýalúrónsýru. Þægilegt - aðeins eitt hylki á dag. NUTRILENK ACTIVE Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! NutriLenkActive er undraefni fyrir liðina Nánari upplýsingar áwww.gengurvel.is P R E N T U N .IS NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Flugfélagið easyJet kynnti vetr- aráætlun félagsins fyrir veturinn 2013-2014 í gær en á því tímabili hyggst það meira en tvöfalda starf- semi sína hérlendis. Ár er síðan easyJet hóf flug til og frá Íslandi og eru áfangastaðir þess héðan þrír; Lundúnir, Manchester og Edinborg. Ákveðið hefur verið að fljúga til borganna þriggja árið um kring en frá og með febrúar á næsta ári verður vikulegum ferðum félagsins til Lundúna fjölgað úr fjórum í sex og ferðum til Man- chester úr tveimur í þrjár. „Við erum í skýjunum með þessa ákvörðun easyJet. Það er stór áfangi í sögu flugvallarins þegar stórt alþjóðlegt flugfélag er farið að halda úti þremur flugleiðum til og frá landinu árið um kring. Þessi aukna starfsemi easyJet mun án efa hafa jákvæð áhrif á ferðaiðnaðinn hér á landi, þar sem félagið er í að- stöðu til að ná til alveg nýrra mark- hópa ferðamanna,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, í til- kynningu frá easyJet. Þar kemur einnig fram að gest- um frá Bretlandseyjum hefur fjölg- að um 35% það sem af er ári, sam- anborið við sama tímabil í fyrra. Tvöfalda starfsemina á Íslandi  Þrír áfangastaðir árið um kring Flug Sala er hafin á miðum í allt flug félagsins næstu 12 mánuði. Fjarskiptafyrirtækið Vodafone tekur yfir rekstur allra núverandi dreifikerfa Ríkisútvarpsins, bæði fyrir sjónvarp og útvarp, samkvæmt samningi sem forsvarsmenn RÚV og Vodafone undirrituðu í gær. Samkvæmt samningnum mun Vodafone annast staf- ræna sjónvarpsdreifingu fyrir RÚV næstu 15 árin. „Rekstur á FM- og langbylgjusendingum Rík- isútvarpsins verður viðvarandi á samningstímanum en gert er ráð fyrir að rekstur á hliðrænu sjón- varpsdreifikerfi Ríkisútvarpsins leggist af í árslok 2014. Fyrir þann tíma mun Vodafone tryggja að stafrænar útsendingar á tveimur háskerpurásum fyrir Ríkisútvarpið standi 99,8% heimila til boða,“ segir í fréttatilkynningu frá Fjarskiptum hf. „Ég fagna þessum merku tímamótum, sem eru í raun þríþætt: Úr hliðrænni dreifingu í stafræna; úr venjulegri sjónvarpsmynd í háskerpu og loks úr einni rás í tvær,“ segir Páll Magnússon útvarps- stjóri í sameiginlegri tilkynningu RÚV og Voda- fone. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði á evrópska efnahagssvæðinu og munu stafrænar út- sendingar RÚV í háskerpu hefjast innan fárra vikna. Ríkissjónvarpið í háskerpu Morgunblaðið/Eggert Samningur Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, og Páll Magnússon.  Ríkisútvarpið og Vodafone undirrita samning um stafræna sjónvarpsdreifingu næstu 15 árin  Hliðræna kerfið af 2014 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna þremur útköllum vegna sinubruna í gær. Í öllum til- vikum hafði eldurinn slokknað af sjálfu sér er slökkvilið kom á staðinn og ekkert tjón hlaust af. Tilkynnt var um fyrsta eldinn í Hafnarfirði í gærmorgun, sá næsti var við Skeifuna um hádegisbilið og sá þriðji var við Kaldárselsveg um klukkan 17. Þrjú útköll vegna sinu- bruna mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.