Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 16
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Samherji hefur allar klær úti til að koma ferskum fiski á markað. Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri fé- lagsins, sagði skemmtilega sögu í þessu sambandi, í hófi sem haldið var í KA-heimilinu í tilefni styrkj- anna sem sagt er frá hér til hliðar.    „Söludeildin vakir yfir öllu lausu rými í flugvélum sem héðan fara, hvort sem um er að ræða fragt- flugvélar eða farþegavélar. Til marks um umsvifin get ég nefnt að Samherji hefur átt fisk í 17 flug- vélum frá Íslandi einu og sömu helgina á hinum ýmsu Evr- ópuleiðum: Magnið er allt frá 100 kílóum í hverri vél upp í 10-12 tonn.“    Haustið 2012 hélt hljómsveitin Sigur Rós tónleika á Iceland Airwa- ves-hátíðinni en hélt að þeim loknum í tónleikaferð til meginlands Evr- ópu. „Vegna þess hve hljómsveitin var með mikið af búnaði hafði hún sína eigin vél til afnota. Og auðvitað frétti söludeild Samherja af þessum flutningsmöguleika. Til að gera langa sögu stutta tókst henni að koma fjögur þúsund kílóum af fersk- um fiski í vélina, innan um öll hljóð- færin og tækjabúnaðinn – með ljúfu samþykki Sigur Rósar!“    Eitt frægasta lag Sigur Rósar er Viðrar vel til loftárása. Segja má að Samherji, eins og Sigur Rós, taki þátt í loftárásum – jákvæðum – á Evrópu þegar þess þarf með.    Þorsteinn Már sagði rekstur Samherja og tengdra félaga hafa gengið vel í fyrra þótt hann hafi þyngst þegar leið á árið. „Fiskverð á helstu mörkuðum hafa fallið og sam- keppnin er mun harðari en fyrr. Það segir sína sögu um það hve stöð- ugleiki og afhendingaröryggi hafa mikið að segja í alþjóðlegum við- skiptum með matvæli að verð á norskum eldislaxi hefur ýmist staðið í stað eða hækkað á sama tíma og verð á þorski hefur lækkað um allt að 30% á heimsmarkaði á síðustu mánuðum.“    „Ástæðan er einföld. Það er eins og oft áður neytendur eru tilbúnir til að greiða hátt verð fyrir afhending- aröryggi og stöðugleika – fyrir þá vissu að fá alltaf afurðirnar afhentar á tilteknum stað á tilsettum tíma allt árið um kring.“    Forstjórinn segist í mörg ár hafa bent á hve mikilvæg og verðmæt tengingin á milli veiða, vinnslu og markaðsstarfs, sé. „Ef allir þessir þættir eru á sömu hendi – eins og þeir eru hjá Samherja – þá gefur það möguleika til aukins afhendingarör- yggis og þar með hærra og stöðugra afurðaverðs til lengri tíma litið.“    Þorsteinn sagði að á sama tíma og ein stærsta fiskvinnsla Noregs hefði gripið til þess að senda starfs- fólk heim og tilkynnt að vinnslan verði lokuð allan aprílmánuð vegna slæmra aðstæðna á helstu mörk- uðum fyrir þorsk „hafið þið í land- vinnslu Samherja unnið 10 tíma á dag að undanförnu, og við ætlum að vinna á annan í páskum, til að fram- leiða upp í pantanir,“ sagði forstjór- inn og beindi orðum til starfsmanna, sem voru fjölmargir á samkomunni.    Kristján Vilhelmsson, hinn Sam- herjafrændinn og framkvæmda- stjóri útgerðarsviðs, ávarpaði sam- komuna í og sagði hafa allra bæja best stutt og hlúð að íþróttum, „en ég get ekki látið vera að nefna hér að ég á mér draum. Ég á mér þann draum að Skíðafélag Akureyrar fái heimavöll til æfinga og keppni og þurfi ekki að deila velli sínum með ferðafólki, sem er þó að sjálfsögðu velkomið í fjallið. Það á bara ekki samleið í brekku með afreksíþrótta- manninum. Ég hef áður nefnt þetta við forsvarsmenn íþróttamála hér en finnst efni til að endurtaka þessa draumsýn mína.“    Tvær milljónir króna söfnuðust í Mottuboði Klúbbur Matreiðslu- meistara á Norðurlandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í síðustu viku. Þangað mættu um 300 gestir. Hver einasta króna rennur til Krabbameins- félagsins.    Áhöfnin á frystitogaranum Kleifabergi bauð hæst í áritaða treyju þýska handboltaliðsins THW Kiel (sem Akureyringurinn Alfreð Gíslason þjálfar), 285.000 krónur og alls söfnuðust 730.000 á uppboði sem Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi stjórnaði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samherjar Fulltrúar þeirra félaga og samtaka fengu styrki frá Samherja, ásamt forráðamönnum fyrirtækisins. Jákvæðar „loftárásir“ á Evrópu Ljósmynd/Auðunn Glaður Gylfi Víðisson tók við Kiel- treyjunni góðu fyrir hönd áhafnar á Kleifaberginu. Sinfóníuhljóm- sveit Norður- lands, Ungsveit Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og nemendur Tón- listarskólans á Akureyri sam- eina krafta sína á stórtónleikum að venju í dag, skír- dag. Ferðast er um tímann þar sem ólíkar tónlist- arstefnur kallast á og boðið upp á ástríðufulla sinfóníutónlist og magn- aða kvikmyndatónlist. Á efnisskránni er Sinfónía nr. 6, Pathétique, eftir Pjotr Tchaikovsky og svíta eftir John Williams úr Stjörnustríði, Star Wars. Pathétique er síðasta sinfónía tón- skáldsins og af mörgum talin eitt það stórbrotnasta. Tchaikovsky stjórnaði frumflutningi þess í St. Pétursborg og lést 9 dögum síðar. John Williams hefur samið tónlist við fjölmargar stórkvikmyndir, þ. á m við Stjörnustríðsmyndirnar sex. Tónlistin í þeim þykir mikil- fengleg og undir sterkum áhrifum frá síðrómantískum tónskáldum. Williams hefur hlotið fjölda verð- launa, þ. á m. 5 Óskarsverðlaun. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Stjörnustríð og Pjotr Tchaikovsky Guðmundur Óli Gunnarsson Fossil 13.900 kr. Fossil 21.800 kr. Jacques Lemans 28.900 kr. Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is Góðar fermingar- gjafir Jacques Lemans 28.900 kr. Jacques Lemans 23.400 kr. Casio 5.600 kr. Skoðaðu úrvalið á michelsen.is Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.