Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Staðan er mjög slæm í samfélaginu. Maður horfir upp á fólk vera mat- arlaust síðustu tíu daga mánaðarins. Svo verður maður vitni að því að Al- þingi samþykkir að senda 24 millj- arða í neyðaraðstoð til annarra þjóða. Hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum þjóðum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálpar Íslands. Matarúthlutun Fjölskylduhjálp- arinnar fór fram í gær, á tveimur stöðum; í Reykjavík og í Reykja- nesbæ. Gert er ráð fyrir að um 700 til 800 fjölskyldur hafi þegið mat- arúthlutun fyrir páska. „Þetta er enginn hátíðar páska- matur sem er í boði. Við erum hrein- lega að hugsa um að vera með mat – þetta snýst um að gefa fólki maga- fylli. Okkur áskotnuðust um 400 páskaegg. Það er alltaf erfitt að velja úr hverjir eiga að fá en við reynum að gefa þeim egg sem eru með börn yngri en tíu ára,“ segir Ásgerður Jóna. Fólk er ekki skráð fyrirfram, held- ur mætir það á staðinn og er skráð inn í tölvukerfi, þar sem hagir og fjöl- skyldustærð kemur fram. Ásgerður er ómyrk í máli og segir marga skjólstæðinga standa frammi fyrir því að velja á milli þess að leysa út lyfin sín eða kaupa í matinn. Þá segir hún alltaf nýtt fólk bætast í hópinn og margir sem komi til henn- ar séu hreinlega búnir að gefast upp. Kirkjan greiðir inn á kort Hjálparstarf kirkjunnar er ekki með sérstaka matarúthlutun fyrir páska líkt og Fjölskylduhjálpin. Fyr- irkomulagið er með þeim hætti að Hjálparstarfið greiðir inn á kort við- komandi einstaklings sem hann nýt- ir til matarkaupa. Þessi háttur var tekinn upp í maí 2011, þar sem beðið er um upplýsingar um tekjur og út- gjöld áður en einstaklingar fá greitt. Áður gaf Hjálparstofnunin mat- arpoka. Sami háttur verður hafður á um páskana, að sögn starfsmanns Hjálparstofnunarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matarúthlutun Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði mat til 700 til 800 fjölskyldna í gær, í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Fólk matarlaust síð- ustu daga mánaðarins  Enginn hátíðarmatur hjá Fjölskylduhjálpinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Hópbílaleigunni rétt tæpar 250 milljónir króna í skaðabætur vegna missis hagnaðar sem fyrirtækið hefði notið ef Vegagerðin hefði ekki ákveðið að hafna tilboðum Hópbílaleigunnar í sérleyfisakstur og skólaakstur á Suðurlandi og Suðurnesjum. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt og höfðaði því Hópbílaleigan skaðabótamál. Í þeim dómi sagði að ekkert hefði komið fram um að Hópbílaleigan hefði ekki uppfyllt þau skilyrði um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi sem fólust í útboðsgögnum um akst- urinn á Suðurlandi og Suð- urnesjum. Hópbílaleigan hefði verið með hagstæðasta tilboðið í aksturinn og því hefði Vegagerðinni ekki verið heimilt að hafna tilboði fyrirtæk- isins á þeim forsendum að það hefði ekki fjárhagslega og tæknilega burði til að standa við tilboð sitt. Ákvörðun Vegagerðarinnar hefði því brotið gegn ákvæðum laga um útboð. Ríkið dæmt til að greiða 250 milljónir  Vegagerðinni óheimilt að hafna tilboði Morgunblaðið/Ernir Guðlaugur Þór Þórð- arson og Pét- ur H. Blöndal, þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, hafa sent Helga Hjörv- ar, formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, bréf þar sem þeir fara fram á fund í nefndinni til að ræða hugs- anlega sölu banka til lífeyr- issjóðanna. Í bréfinu segir að þingmenn- irnir telji mikilvægt að upplýsa hvað sé hæft í fréttum um hugs- anlega sölu og hvaða áhrif það geti haft á íslenskt efnahagslíf. Óska þeir eftir því að for- svarsmenn Seðlabanka Íslands, lífeyrissjóða og slitastjórna ásamt fjármálaráðherra verði viðstaddir fundinn. Vilja ræða hugs- anlega sölu banka í þingnefnd Framkvæmdasýsla ríkisins hefur ákveðið að taka tilboði Ístaks hf. í jarðvinnu og nýlagnir veitna vegna nýrrar fangelsisbyggingar á Hólms- heiði. Ístak átti næstlægsta tilboð í verkið. Áformað er að bjóða út byggingu fangelsisins í apríl eða maí þannig að framkvæmdir við hana geti hafist í sumar. Átta verktakar buðu í jarðvinnu við fangelsið. Grafa og grjót ehf. átti lægsta tilboð, tæpar 95 millj- ónir kr. og tilboð Ístaks var rúmri milljón hærra. Framkvæmdasýsla ríkisins tilkynnti bjóðendum í gær að ákveðið hefði verið að taka til- boði Ístaks. Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, gefur þær skýringar að lægstbjóð- andi hafi ekki uppfyllt allar kröfur sem gerðar eru til tilboða og því hafi næstlægsta tilboði verið tekið. Í útboðum ríkisins er þess krafist að bjóðendur leggi fram með tilboði gögn um ýmis fjárhagsmálefni og um burði til að vinna verkið. Að óbreyttu mun samningur Ístaks og Framkvæmdasýslu ríkisins öðlast gildi eftir tíu daga og þá getur fyr- irtækið hafist handa við verkið. Framkvæmdasýslan áætlaði að verkið myndi kosta rúmar 100 milljónir kr. og er tilboðið því 4 milljónum undir áætlun. Óskar kveðst ánægður með að nokkur til- boð hafi verið undir kostnaðaráætl- un. Fimm tilboð voru þó yfir áætl- un, það hæsta upp á 142 milljónir kr. 3.600 fermetra bygging Fangelsið verður á lóð númer 9 við Nesjavallaleið. Það verður um 3.600 fermetrar að grunnflatarmáli. Fangelsinu er ætlað að vera gæslu- varðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga. Í því verða 56 fangaklefar. helgi@mbl.is Næstlægsta tilboði tekið  Ístak hlutskarpast í útboði á jarðvinnu og lögnum nýs fangelsis á Hólmsheiði  Bygging fangelsishússins verður boðin út í apríl eða maí og smíði hefst í sumar Teikning/Arkís Náttúrulegt Fangelsið á Hólmsheiði verður klætt með brúnum málm- klæðningum úr corten-stáli sem taldar eru ríma vel við umhverfið. Páskana í ár ber upp seint í marsmánuði. Flest fyrirtæki og stofnanir greiða laun fyrsta virka dag mánaðarins og fá flestir útborgað þriðjudag- inn 2. apríl, eftir páska. Töluvert margir hafa spurt Vinnumálastofnun, sem greiðir m.a. út at- vinnuleysisbætur, hvenær greitt sé nú um mánaðamótin og verða margir vonsviknir þegar þeir fá þau svör að það verði ekki gert fyrr en eftir páska. Ekki er í deiglunni að greiða út fyrr, þrátt fyrir óskir margra þar að lútandi, að sögn starfsmanns Vinnumálastofnunar. Sömu sögu er að segja af Tryggingastofnun ríkisins, en þangað hafa einnig borist ótal fyrirspurnir um hvort ekki sé greitt fyrir páska. Þau svör fengust að reglum yrði ekki hliðrað til svo unnt væri að koma til móts við óskir um að greiða laun fyrir páska. Ekki útborgað fyrir páska PÁSKANA BER UPP RÉTT FYRIR MÁNAÐAMÓT Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima www.help.is Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 08 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.