Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
Undanfarið hafa
dunið á landsmönnum
auglýsingar frá sam-
tökunum Já Ísland.
Þar hafa þau teflt
fram fólki úr ólíkum
stéttum sem segist
vilja vita hvort högum
þess væri betur borg-
ið innan eða utan
Evrópusambandsins.
Einlægir aðdáendur
sambandsins hafa haldið því fram
að eina leiðin til þess að átta sig á
hvort aðild Íslands að því væri góð
fyrir þjóðina sé að klára yfirstand-
andi aðildarviðræður. Nærtækara
væri fyrir Já Ísland að auglýsa það
efni sem til er um sambandið og
reynslu aðildarþjóða þess, má þar
til að mynda nefna Lissabon-
sáttmálann sem líta má á sem
stjórnarskrá Evrópusambandsins
og geymir mikinn fróðleik um það.
Auk þess má benda á þann gríð-
arlega fróðleik sem geymdur er á
bókasöfnun og í bókabúðum ásamt
öllu því efni um sambandið sem
veraldarvefurinn hefur að geyma.
Allir þessir staðir geyma miklar
upplýsingar um Evrópusambandið
og skoða það út frá ólíkum hliðum.
Gallað hús
Margir tala um nauðsyn þess að
ná góðum samningi og mikilvægi
þess að kíkja í pakkann, hins vegar
getur fólk kynnt sér Evrópusam-
bandið og hvað kemur til með að
felast í inngöngu áður en samningi
er náð með því að kynna sér málið.
Þegar einstaklingur leitar sér að
nýju húsnæði reynir hann að
kynna sér þær eignir sem eru á
markaðnum. Flestar grunnupplýs-
ingar liggja fyrir svo fólk geti
kynnt sér kosti og galla eignanna
og fólk getur tekið afstöðu og áttað
sig á því hvaða eignir henta þeim
og hvaða eignir gera það ekki.
Fólk lítur til staðsetningar, stærð-
ar, þeirrar þjónustu sem í nánd er,
sögu hússins og svo framvegis.
Fyrir flesta nægja þessar upplýs-
ingar til þess að gera upp hug sinn
um hvort þeir hafa áhuga á hús-
næðinu. Ef fólki líst vel á húsnæðið
gerir það kaupsamning og fer í
ítarlegri skoðun, ef fólki líst ekki á
það sem í boði er þá er óþarfi að
halda áfram.
Oftast blasir það við
ef viðhaldi hefur verið
ábótavant, leki,
skemmdir og útlits-
gallar stinga í stúf.
Fólk sér hvort stærð
húsnæðisins samrýmist
þörfum þess, við slíkar
aðstæður er óþarfi að
óska eftir samningi.
Vitað er að samning-
urinn lemur sjaldnast í
þá bresti sem viðkom-
andi hefur séð. Rétt er
einnig að benda á að oft koma upp
duldir gallar sem ómögulegt getur
verið að laga, þeir geta komið fram
mörgum árum eftir að kaup áttu
sér stað. Vert er að hafa það í huga
í sambandi við ESB.
Evrópusambandið er
ekki hús fyrir mig
Ég geri ekki kaupsamning um
húseign sem ég hef ekki áhuga á að
kaupa. Þótt um mikla einföldun sé
að ræða er nauðsynlegt að hafa
þessa hluti í huga þegar við ræðum
um samninginn við Evrópusam-
bandið. Ég hef reynt eftir mætti að
kynna mér sambandið, í námi á há-
skólastigi, með lestri á ýmsum
þeim gögnum sem liggja fyrir og
með samtölum við fólk beggja
vegna umræðunnar sem lætur sig
málið varða. Út frá þessu hef ég
mótað mína afstöðu um hvort inn-
ganga sé þjóðinni til góðs eða ekki.
Ég þarf ekki að óska eftir kaup-
samningi því vatn seytlar inn með-
fram samskeytunum og gallar blasa
við þegar húsnæðið er skoðað í
dagsbirtunni.
Ég hvet fólk til þess að kynna
sér sambandið og taka upplýsta
ákvörðun. Ég hef kynnt mér málið
og tel það ekki rétta leið að ganga
inn í ESB, ég segi því Ísland já
takk, ESB nei takk.
Þú þarft ekki að
kíkja í pakkann
Eftir Ólaf
Hannesson
Ólafur Hannesson
» Oft koma upp duldir
gallar sem ómögu-
legt getur verið að laga,
þeir geta komið fram
mörgum árum síðar.
Vert er að hafa það í
huga í sambandi við
ESB.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Laugavegi 2 • 101 Reykjavík • sími 552 1103
www.jurtaapotek.is • jurtaapotek@jurtaapotek.is
Blómaskeið kvenna og karla - 9. apríl
Breytingar í líkama og taugakerfi fólks á besta aldri geta reynst sumum erfiðar og kennir
Kolbrún leiðir til þess að takast á við og þekkja raunveruleg einkenni breytingaskeiðsins.
Námskeiðið er hugsað bæði fyrir karla og konur.
Detox hreinsun - 7. maí
Hvernig er best að hreinsa líkamann og losa hann við óæskileg eiturefni? Farið verður
í nokkrar mismunandi hreinsunarleiðir og kennt hvernig byggja má upp fjögurra vikna
hreinsunarprógramm þar sem ein vikan felst í safaföstu. Útskýrt verður hvernig hægt er að
byggja upp líkamann og gera hann sterkari.
Gigt og grasalækningar – aukanámskeið 11. apríl. Biðlisti.
Námskeið á næstunni
- með Kolbrúnu grasalækni
Námskeiðin eru haldin á
Laugavegi 2 og hefjast kl. 18.30.
Verð 4.500 kr.
Allir þátttakendur fá fróðleik og
ítarefni og afslátt af vörum
Jurtaapóteksins á námskeiðskvöldi.
Skráning í síma 552 1103
eða á netfanginu
jurtaapotek@jurtaapotek.is
Sjálfstæðisflokkur-
inn teflir fram nýrri
kynslóð frambjóðenda í
komandi kosningum.
Útlit er fyrir mikla end-
urnýjun í þingliði Sjálf-
stæðisflokksins með
unga forystu í far-
arbroddi. Þessi öflugi
hópur fer nú fram með
skýra stefnu um lægri
skatta til eflingar at-
vinnulífinu og í þágu heimilanna.
Mikilvægt er að eldri borgarar,
eins og aðrir, njóti þeirra umbóta sem
stefna Sjálfstæðisflokksins felur í sér.
Afnema þarf þær tekjutengingar og
skerðingar sem núverandi ríkisstjórn
setti á 1. júlí 2009. Eldri borgarar
eiga að geta fengið greitt úr lífeyr-
issjóði án þess að greiðslur þeirra frá
Tryggingastofnun skerðist. Þeir eiga
jafnframt að hafa frelsi til að ráðstafa
eigum sínum og til að vinna fyrir sér
eins og þrek leyfir.
Góð búsetuskilyrði eru stór þáttur í
velferð eldri borgara. Eldri borgarar
eiga að hafa val um bú-
setu eftir vilja og þörf-
um hvers og eins. Bjóða
verður upp á fjölbreytt
rekstrarform í heima-
þjónustu og á dval-
arheimilum/hjúkr-
unarheimilum sem
byggja á þjónustusamn-
ingum við hið opinbera.
Allir eiga að hafa mögu-
leika á því að búa sem
lengst á eigin heimili og
tryggja þarf að viðeig-
andi þjónusta sé til
staðar. Þurfi eldri borgarar vegna
heilsubrests að flytjast á dvalar- eða
hjúkrunarheimili er mikilvægt að það
úrræði sé fyrir hendi heima í héraði.
Löngu er kominn tími til að afnema
vasapeningafyrirkomulagið.
Með réttri forgangsröðun, eflingu
atvinnulífsins og nýjum leiðum í
rekstri ríkisins er þetta allt saman
framkvæmanlegt. Í dag vantar 400
hjúkrunarrými fyrir eldri borgara.
Verði sá vandi leystur mun fólk fá bú-
setuúrræði við hæfi sem er um leið
mun ódýrara úrræði en að þurfa að
liggja inni á sjúkrastofnun.
Tillögur okkar sjálfstæðismanna
fela í sér að öllum verða tryggðar lág-
markstekjur til lífsviðurværis en þess
jafnframt gætt að draga ekki úr hvat-
anum til sjálfsbjargar og frelsi aldr-
aðra og öryrkja til að bæta kjör sín.
Það er frumréttur einstaklingsins
sem ekki má ganga gegn. Grunngildi
sjálfstæðisstefnunnar um ein-
staklingsfrelsi og atvinnufrelsi ná til
allra, einnig til eldri borgara.
Ný kynslóð frambjóðenda Sjálf-
stæðisflokksins mun leggja sig fram í
baráttu fyrir bættum kjörum
aldraðra og öryrkja.
Leiðréttum kjör
eldri borgara
Eftir Vilhjálm
Árnason »Með réttri forgangs-
röðun, eflingu
atvinnulífsins og nýjum
leiðum í rekstri ríkisins
er þetta allt saman
framkvæmanlegt.
Vilhjálmur Árnason
Höfundur skipar 4. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi.