Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Elsku amma Lóa, loks fékkstu hvíldarsvefninn lang- þráða. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt og allt. Mér verður hugsað til þess hvernig þú alla tíð og fram á síðustu stundu passaðir upp á að allir fengju af- mælis- og jólagjafir, alltaf svo rausnarleg. Merkilegt þótti mér hvernig þú náðir að fylgjast með barnahópnum sem fór ört stækkandi. Alltaf þótti mér gaman að hitta þig amma, fannst þú skemmtilega stjórnsöm og hafði ég gaman af því að hlusta á spjall ykkar pabba, sá þá hvað margt er líkt með skyldum. Það var líka eins gott að koma ekki saddur í þín hús því þaðan fór maður ekki án þess að hafa þeg- ið veitingar. Þú bakaðir líka heimsins bestu pönnukökur og sem krakki tengdi ég pönnukök- ur alltaf við Lóu ömmu, sem bakaði á tveim pönnum. Já þér var ýmislegt til lista lagt og held Helga Guðfríður Guðmundsdóttir ✝ Helga Guð-fríður Guð- mundsdóttir fædd- ist á Litlu-Brekku, Borgarhreppi, 28. október 1916. Hún lést í Brákarhlíð, dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi, 14. mars 2013. Útför Helgu Guðfríðar fór fram frá Borgarnes- kirkju 20. mars 2013. ég mikið upp á það sem þú föndraðir og gafst mér, eins og „postulíns“-jóla- tréð með rauðu ljósunum sem ég hlakka til að setja upp á hverjum jól- um, svo fallegt. Þú hafðir líka dásam- lega söngrödd og virtist kunna öll lög og er mér minnis- stætt þegar þú varst að syngja með Birnu minni lagið Ljúfa Anna, það minnir alltaf á þig. Ef eitthvað er sem lýsir þér betur en annað þá er það glæsi- leikinn sem þú bjóst yfir og reisnin, já reisnin, þú hafðir mikla reisn alveg til síðasta dags er ég hitti þig. Alltaf varstu svo smekkleg og vel til höfð og skipti þá engu hvort þú varst á hestbaki eða hvað. Þú ert góð fyrirmynd, amma mín, og mér hefur alltaf þótt mikið til þín koma. Ég ætla ekki að draga þessa kveðju á langinn, þú varst heldur ekkert fyrir það. Minning þín mun lifa alla tíð og ljós þitt mun skína áfram. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Elsku Pabbi, Steini, Gúffa, Billó og aðrir aðstandendur, ykkur votta ég samúð mína. Hvíl í Guðs friði, elsku amma. Helga Nanna Guðmundsdóttir „Alltaf er hann bestur blái borðinn betri en nokkurt smjör.“ Með þessum orðum fylgdi hlýr faðmur og kærleikur ávallt þegar ég kom hlaupandi inn í eldhús til Lóu ömmu í Borg- arnesi. Elskuleg amma mín, Helga Guðfríður Guðmundsdóttir eða Lóa eins og hún var jafnan köll- uð, var jarðsungin frá Borgar- neskirkju 20. mars sl. Bjartur og fallegur dagur vorjafndægur þegar birtan tekur völdin og jörðin klæðist litum. Ég var svo heppin í uppvexti mínum að alast upp hjá ömmu Lóu og afa Sigursteini fram að skólaskyldu og síðar sumarvist þar til hún flutti til Reykjavíkur á Fornhagann. Heima á Bröttu- götu 2 voru líka foreldrar henn- ar langamma Guðfríður og langafi Guðmundur svo það má segja að alltaf var einhver til staðar fyrir mig hnátuna þegar ég þurfti á að halda. Það var gestkvæmt á Bröttu- götunni fólki þótti gott að heim- sækja ömmu og afa og sveit- ungar áttu þar jafnan viðkomu að loknu erindi í kaupstaðinn. Gestrisni einkenndi Lóu ömmu alla tíð og eins gott að koma til hennar á fastandi maga því annars gat maður átt í vanda með kræsingarnar er áttu það til að koma að því er virtist endalaust á borðið. Búrið hennar ömmu var jafn- an stútfullt af kræsingum og var höndlað í kassavís í þá daga, eins og tómatar og epli og þótti mér gott að gleyma mér þar inni í allsnægtum Amma var mjög félagslynd, tók þátt í ýmsum störfum, s.s. kórsöng og félagsstörfum í hestamannfélaginu Faxa. Man ég eftir mér undir pylsupott- inum í sölutjaldi á Hvítárbökk- um á hestamannamóti Faxa og við vígslu dvalarheimilis aldraða í Borgarnesi þar sem kórinn tók lagið heyrði barnseyrað hæst í ömmu sinni eða þegar spilað var bridds heima í stofu og hún sagði þrjú grönd. Já, þetta eru mér dýrmætar minningar ávallt ys og þys – glatt á hjalla í bland við alvöru hvunndagsins. Hestar áttu líka hug hennar allan og var ég svo heppin að fá hann Grána að láni einn vetur 1992 sem markaði upphaf minn- ar hestamennsku. Gráni var skrýtin skrúfa og kenndi mér allt um hvernig hestar eiga ekki að vera og skildi leiðir eftir þann vetur. Ekki hefur henni fundist ég með öllu glataður reiðmaður því hún fékk mér Ljúfling til af- nota en hann var hennar uppá- haldsreiðhestur og hlustaði ég á margar fræknar sögur af þess- um stólpagæðingi sem hann var henni. Sittu fastar í hnakkinn stelpa! og mundu svo að keipa við tauminn. Já, elsku amma mín, hafðu ávallt þökk fyrir ástúð og kær- leiksstundir í lífsins ólgusjó. Guð blessi þig og varðveiti. Helga Olgeirsdóttir. ✝ Sigurvaldi ÓliIngvarsson fæddist á Kárastöð- um í Svínavatns- hreppi 8. mars 1935. Hann lést í Reykjavík 15. októ- ber 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Friðrik Ágústsson 1906-1996 og Sig- urlaug Jósefína Sigurvaldadóttir 1914-1986. Faðirinn Ingvar var sonur Ágústs Sigfússonar hagyrðings sem oft var kenndur við Selland í Blöndudal og konu hans Sig- urlaugar Bjarnadóttur. Móðir Sigurvalda, Sigurlaug, var dótt- ir Sigurvalda Óla Jósefssonar sem lengi var bóndi á Eldjárns- stöðum í Blöndudal og konu hans Guðlaugar Hallgríms- dóttur. Þau Ingvar og Sigurlaug hófu búskap á Kárastöðum en fluttust síðan á næsta bæ, Ása, og bjuggu þar í áratugi. Kára- staðir og Ásar eru á Bakásum norðan Sólheimaháls við Blöndu, báðir bæir nú í eyði. Sigurvaldi var elsta barn foreldra sinna en alls urðu þau ellefu og lifa systk- inin tíu bróður sinn: Sigmar, Erla, Guðlaug, Hreinn, Hannes, Reykjavíkur, vann ýmis tilfall- andi störf og lauk stúdentsprófi utanskóla. Hann hlaut afreks- bikar á sjómannadeginum á Ísa- firði 1959 fyrir djarflega björg- un í sjávarháska. Sigurvaldi var við nám við Komsomolskólann í Moskvu veturinn 1961-1962. Fljótlega eftir það hélt hann aft- ur utan og dvaldist erlendis, að- allega í Danmörku og Svíþjóð, í vel hálfan annan áratug og stundaði margvíslega vinnu, mest við málmsmíði, en sótti einnig háskólanám í Odense. Ár- ið 1979 fluttist hann til Íslands með son sinn Hjálmar barn- ungan, vann verkamannavinnu á Akureyri og Ísafirði, kenndi á Höfn í Hornafirði og síðan við Reykholtsskóla í Borgarfirði 1985-1987. Eftir það lá leiðin aft- ur til Svíþjóðar þar sem feðg- arnir bjuggu í grennd við Gauta- borg í rúman áratug. Þeir Hjálmar fluttust síðan heim til Íslands og áttu síðustu árin heima á Gullengi við Grafarvog. Sigurvaldi kvæntist ekki en var fyrr á árum í sambúð oftar en um sinn. Hann eignaðist þrjú börn: Helgu 1957 með Aðal- björgu Guðmundsdóttur, Helga á dæturnar Hönnu Líbu og Naomi Leu; Sævar 1957 með Erlu Gunnarsdóttur, Sævar á synina Sævar og Sindra. Hjálm- ar Hrafn fæddist erlendis 1973, móðir Margrét Sveinsdóttir. Sigurvaldi var jarðsunginn í kyrrþey frá Grafarvogskirkju 24. október 2012. Erlingur Bjartmar, Hörður Viðar, Guð- mundur, Sigurlaug, Bára. Sigurvaldi var snemma settur til verka eins og þau systkin og varð góður verkmaður, snarpur og fylginn sér. Hann varð vel að manni svo sem verið höfðu ýmsir í frændgarði hans. Ungur gerði hann sér að leik að synda yfir Blöndu fram og aftur. Þegar í barnaskóla var ljóst að hann var góðum gáfum gæddur, allt lá opið fyrir honum. Með ár- unum gerðist Sigurvaldi fjöl- fróður maður og þótti skemmti- legur viðræðu. Á stundum lifði Sigurvaldi lausungarlífi og var þá ölkær og örlátur. Verald- legar eigur íþyngdu honum ekki. Á fullorðinsárum sóttu geðveilur ítrekað að Sigurvalda sem að lokum varð til þess að hann missti starfsgetu fyrir ald- ur fram. Sigurvaldi var tvo heila vetur við nám á Laugarvatni, fyrst í 2. bekk héraðsskólans, síðan í fyrsta bekk mennta- skólanáms jafnframt því sem hann lauk landsprófi með láði vorið 1952. Hélt nokkru síðar til Ég kem ekki alltaf auga á þig, bróðir, segir í kvæði eftir Nordahl Grieg, og þeim orðum er nú snúið að Sigurvalda Ingv- arssyni, samferðamanni okkar sem við vissum oftast færra af en fleira. Var hann þó eftir- minnilegur og örlög hans nær- göngul við okkur á minninga- vegum. Við skólabræður hans á Laugarvatni vissum ekki af and- láti hans 15. október síðastliðinn fyrr en allnokkru síðar – því eru ekki fyrr en nú sett saman nokkur fátækleg minningarorð um gamlan félaga okkar. Hann kom á Laugarvatn úr húnvetnskri sveit, fríður sýnum, hlédrægur, námsgáfur frábærar og kappið svo mikið að hann gerði tvennt í senn: ljúka lands- prófi með afbragðseinkunn og taka fyrstabekkjarpróf í Menntaskólanum. Kannski var þetta of stór skammtur erfiðis á einum vetri, hver veit? Nema hvað: einhverjir þræðir byrja að rakna í sundur, Sigurvaldi hverfur úr augsýn, fer til Reykjavíkur, vinnur í banka og á sjó, eignast tvö börn, tekur stúdentspróf utanskóla. Fáir vissu meir og flestir minna. Haustið 1961 er hann kominn til Moskvu og lærði þar sov- étmarxisma sem fór ekki vel í hann, enda var í honum sterkur anarkískur strengur. Þar sagði hann mér frá stórtíðindum. Í ársbyrjun 1959 var hann á togara á Nýfundnalandsmiðum. Hann er kallaður á vakt og um leið og hann kemur upp á dekk heyrir hann hrópað: maður fyrir borð – og snarar sér umsvifa- laust á eftir skipsfélaga sínum út í ískaldan ólgusjóinn og nær honum og kom honum um borð. Ég veit ekki hvers vegna ég gerði þetta, sagði Sigurvaldi – en rétt áður lá ég uppi í koju og las skáldsöguna „Hið rauða merki hugrekkisins“ eftir Steph- en Crane. Atburðurinn lýsir Sig- urvalda vel: viðbrögð hans í háska eru í senn fífldjörf og hik- laus. Ég hefi líka heyrt að síðar hafi hann bjargað manni úr brennandi húsi. Svo hverfur Sigurvaldi mér og öðrum, hann er lengst af í Danmörku og Svíþjóð, við margskonar vinnu og nám og el- ur upp son sinn Hjálmar, sem var honum sú taug sem best batt hann við lífið. Síðustu árin bjuggu þeir feðgar í Reykjavík og þá heimsóttu þeir mig alloft. Við drukkum mikið kaffi og Sig- urvaldi talaði margt um þá hluti sem mestu varða. Ég varð hvorki var við áfengisvanda, sem bar mikið á í Moskvu, né það myrka þunglyndi með geð- hvörfum sem mér er tjáð að oft hafi spillt samskiptum hans við aðra. Sigurvaldi var stóryrtur við að úthúða höfðingjum, skemmtilega ósanngjarn við „ykkur kratana“, skarpur í nið- urrifi, víðlesinn, rótttækur í allri kröfugerð og fannst að liðleskj- ur og smáborgarar hefðu með hálfvelgju og dáðleysi svikið bæði Karl Marx og Jesúm frá Nasaret, en þeir voru hans menn, hvor á sinn hátt. Þegar Sigurvaldi hringdi í mig í síðasta sinn var ég vant við látinn og heyrði að auki illa til hans. Ég bað hann hringja seinna – en af því varð ekki. Það kveðjusamtal reyndist með nokkrum hætti í anda alls hans lífs: maður horfir til þess með eftirsjá, þar er svo margt sem hefði getað orðið. En eftir stendur minning um hreinskipt- inn, stríðlyndan og greindan mann sem þekkti margar borgir en átti því miður hvergi heima. Árni Bergmann. Sigurvaldi Óli Ingvarsson Elsku besta amma mín, Nú er tími þinn hér hjá okkur liðinn og margar minningar koma upp í hugann. Lillý amma, þú varst einstök amma. Bauðst okkur systkinun- um ætíð upp á eitthvað sem þú vissir að við fengjum ekki heima fyrir eins og Cocoa Puffs og karmellusúrmjólk svo ekki sé minnst á bíóferðirnar á nýjustu spennumyndirnar. Fyrir stelpu utan af landi eins og mig var þetta hin mesta upplifun og er mér enn þann dag í dag svo minnisstætt. Ég er óendanlega stolt af því Málfríður Jónsdóttir ✝ MálfríðurJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 26. febrúar 1930. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 17. mars 2013. Útför Málfríðar var gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi 22. mars 2013. að vera nafna þín og ég verð bara stoltari með árun- um, þá sérstaklega þegar einhver bendir á að við séum nú svolítið líkar í máli og hátt- um. Þú varst hörkukona og strax frá barnæsku byrj- aði ég að líta upp til þín. Þú hafðir nefnilega alltaf svör við öllu og leyndir svo sannarlega aldrei skoðunum þínum á hlutunum. Ég er mjög þakklát fyrir að stelpurnar mínar fengu að kynn- ast þér og fyrir að eiga af ykkur myndir saman. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði, hlýju í hjarta og þakk- læti fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Átt hef ég sælust augnablik í örmunum sterku þínum. (Þura í Garði.) Þín nafna, Málfríður (Lillý). Elsku afi. Þótt aldursmunurinn á okkur hafi verið 70 ár þá náðum við vel saman. Ég er elstur af barna- börnunum og naut þeirra for- réttinda að fá að kynnast þér í fullu fjöri og liprum á fæti. Við áttum margar góðar stundir saman og fyrir þær er ég þakklátur. Ég man eftir því þeg- ar þú sóttir mig á leikskólann eftir hádegi á hverjum degi í heilan vetur. Alltaf færðir þú mér eina karamellu og á henni smjattaði ég á leið okkar í Mjóddina þar sem við tókum strætó niður á Laugarnesveg- inn. Ég á líka margar góðar minn- ingar frá Laugarnesveginum þar sem þið amma bjugguð. Þú varst mikill útivistarmaður og því fórum við oft út á Laugar- nestanga, kíktum í fjöruna og enduðum yfirleitt ferðina á að skylmast með njólum á hólnum. Þú varst líka duglegur að taka mig með í Ferðafélagið og þar fékk ég að dunda mér á meðan þú varst að vinna. Þetta voru góðar stundir. Steingrímur Ingólfsson ✝ SteingrímurIngólfsson fæddist á Tjörn í Aðaldal, Suður- Þingeyjarsýslu, 9. nóvember 1920. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 12. mars 2013. Útför Steingríms Ingólfssonar var gerð frá Laug- arneskirkju í Reykjavík 22. mars 2013. Þú kenndir mér líka margt. Ég var flugsyndur þegar ég byrjaði í skóla og það er þér og þol- inmæði þinni að þakka. Þú varst miklu duglegri að fara með mig í sund en foreldrar mínir og notaðir hverja sundferð til að kenna mér listina að synda og stinga mér. Mamma sendi mig líka reglulega til þín þegar ég átti landafræðipróf fyr- ir höndum því það var ekki hennar sterkasta hlið en hún vissi að þar varst þú á heima- velli. Ég gleymi aldrei þegar við eyddum heilum degi í að skoða landakort í staðinn fyrir að lesa í bókinni. Um kvöldið las ég svo bókina og daginn eftir tók ég próf upp á 11 – aukaspurning- arnar snerust nefnilega um að merkja staði inn á landakort og ég raðaði þeim inn eins og ekk- ert væri og fékk marga plúsa að launum. Ég man líka hvað þú varst stoltur þegar ég hringdi í þig og las fyrir þig einkunnirnar mínar í öllum annarlokum í grunnskóla, þér fannst greini- lega mikið til þess koma að okk- ur systkinunum gengi vel í skóla. Á stundum sem þessum er gott að eiga minningar um skemmtilegar stundir. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu og finna hve ykkur þótti vænt um mig. Ég er þakklátur fyrir margt og veit að þín bíða á nýjum stað falleg fjöll til að dást að og klífa yfir. Þinn, Þórhallur Dan. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið Minningargreinar Blóm eru okkar fag Útfaraskreytingar Samúðarblóm REYKJAVÍKURBLÓM BORGARTÚNI 23 S: 561-1300 www.reykjavikurblom.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.