Morgunblaðið - 28.03.2013, Page 38

Morgunblaðið - 28.03.2013, Page 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að taka sér tíma til þess að hugsa vandlega áður en maður framkvæmir er það sem skilur á milli velgengni og óheppni. Stundum er betur heima setið en af stað far- ið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt til orðaskaks komi milli þín og ná- ins vinar, skaltu sýna þolinmæði og alls ekki láta reiðina ná tökum á þér. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagnaðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eitthvað óvænt mun sennilega koma upp í vinnunni hjá þér í dag. Mundu að eina manneskjan sem getur látið þér finnast þú lítils virði, ert þú sjálf(ur). 21. júní - 22. júlí  Krabbi Litlu, gætilegu skrefin sem þú tekur til þess að bæta starfsaðstöðuna leiða til stórfelldra breytinga. Farðu ekki of geyst og leyfðu öðrum að njóta sín líka. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú nýtur óvenjumikillar athygli og ættir því að huga að því hvernig þú kemur fyrir. Hvers konar vinur ertu? Myndir þú vilja vera vinur þinn? Veltu því fyrir þér núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eðlisávísun þín leiðbeinir þér á örugg- ar slóðir þó þú vitir ekki af hverju þér stafaði hætta. Leitaðu þangað sem enginn vinnur gegn þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Svo gæti virst sem maður eigi að leysa hagnýt verkefni fyrst, en hið gagnstæða er rétt. Samskipti við systkini skipta miklu máli á næstunni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft kannski að velta skuld- um þínum og reikningum á undan þér í augnablikinu. Reyndu að skipuleggja þig bet- ur og gefðu tómstundirnar ekki upp á bátinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Menn eru samhuga um að láta hendur standa fram úr ermum og fram- kvæma. Margar hendur vinna létt verk. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur hæfileika til að gæða gamla hluti nýju lífi og getur gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og gera þá upp. Gættu þess svo að miklast ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er þér kannski daglegt brauð að bjóða fram ást þina, en hún verður ekki ómerkilegri fyrir vikið. Skipuleggðu mann- fagnaði svo þú getir látið þig hlakka til. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteyt! Annars heldur fólk að þér sé sama. Tímasetning þín vekur að- dáun annarra. Í klípu „ÞETTA ER FLOTT HJÁ HENNI, EN VÆRI ÖRUGGLEGA BETRA Í HD.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN NOTAR ÞETTA SKILTI ÞEGAR HANN FINNUR EKKI FÖLSKU TENNURNAR SÍNAR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... endingargóð. BRAUTAR ÖRÐUR MUNIÐ, MÍNIR MENN, ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVORT VIÐ VINNUM EÐA EKKI, HELDUR AÐ VIÐ BERJUMST DRENGILEGA! ÞETTA VAR VERSTA HVATNINGARRÆÐA SEM ÉG HEF HEYRT! VIÐ ÆTTUM AÐ FERÐAST OG SKOÐA HEIMINN! EÐA, Í STAÐINN ... VIÐ FÖRUM AÐ GLUGGANUM OG HORFUM ÚT. ÓKEY ... Víkverji hefur rekið sig á það aðfólk er misjanflega viðkvæmt fyrir drasli. Sumum finnst hlýlegt að hafa stafla af blöðum og bókum í kringum sig, en aðrir vilja hafa autt borð og þurfi eitthvað að vera á borðinu verði það að liggja hornrétt og uppfylla allar kröfur um snyrti- mennsku. Víkverji dagsins er í fyrr- greinda hópnum. Hann lifir enn á frétt, sem hann las fyrir mörgum ár- um á forsíðu Morgunblaðsins þess efnis að hinir skipulögðu eyddu svo miklum tíma í skipulag að á end- anum sparaði maður tíma á því að hafa öll sín gögn á tjái og tundri og leita í haugunum þegar á þyrfti að halda. Víkverja finnst þetta ágætt fyrirkomulag og á iðulega auðveld- ara með að finna hluti í óreiðunni en eftir að hann hefur verið knúinn til að taka til. x x x Víkverji er þó nokkuð viss um aðglundroðakenningin, sem reifuð er hér fyrir ofan, eigi fremur við um einstaklinga en stofnanir. Hann sér til dæmis ekki fyrir sér að Þjóð- skjalasafnið yrði starfhæft ef allt væri þar í óflokkuðum bunkum og síðan yrði einfaldlega farið í gegnum bunkana þegar á gögnum þyrfti að halda. Slíkt gengi sennilega ekki heldur á bókasöfnum, hjá skatt- inum, lögreglunni eða Trygg- ingastofnun. Víkverji verður þó að viðurkenna að þótt honum sé annt um glund- roðakenninguna verður endrum og sinnum að taka til – rýma fyrir nýju drasli, ef svo má að orði komast. Plássið er nefnilega ekki ótakmark- að, ekki einu sinni þótt á Íslandi sé meira pláss á mann, en almennt ger- ist í löndunum, sem við berum okk- ur saman við. x x x Víkverji er smátt og smátt að læraað greina á milli drasls, sem er í notkun eða hann gæti þurft á að halda, og drasls, sem hann mun aldrei skoða framar. Í þessum efn- um er Víkverji kominn með sérstaka skriðjökulstækni þar sem hann fjar- lægir það sem er neðst í bunkanum án þess að hagga efstu lögum hans. Þannig heldur hann í nýja draslið og hendir gamla draslinu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor- ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. (Sálmarnir 68:20) Ármann Þorgrímsson yrkir fal-lega vísu um gang tilverunnar: Gömlumst við og gerumst hrum glöggt það skrefin sanna getum aðeins gengið um götur minninganna. Pétur Stefánsson er fljótur til svars: Löngum gastu leikið þér í lífsins auðnustræti. Æskuhreysti hraka fer, hallar undan fæti. En Ármann kvíðir engu: Skítt með þó að skrölti bein og skrokkar fúni að neðan brautin virðist breið og hrein brátt við förum héðan. Á sólardegi í liðinni viku varð Pétri Stefánssyni að orði: Dvína vetrar hretin hér háar fannir þiðna. Hlýna grundir. Birtan ber burtu daga liðna. Hugur styrkist. Grasið grær. Glaðnar moldin frjóa. Flugur suða. Heimur hlær. Hljómblíð syngur lóa. Páll Imsland bregður á leik í limru: Hann Bjarni nú satsar á sjálfbærni og sjómennskan er orðin hálfbærni. Því hafa menn trú á Heimaey nú að hentugust reynist oss álfbærni. Kerlingin á Skólavörðuholtinu er söm við sig: Eg hef fengið upp í kok auralaus á sveimi ein í versta rækalls rok- rassgati í heimi. Eins og lesendur Vísnahornsins fengu að heyra í liðinni viku fékk kerlingin á Skólavörðuholtinu heim- boð úr Aðaldal. Sigrún Haralds- dóttir skrifar: „Kerlingin sat um mig í morgun. Hún var uppveðruð, hafði lesið vísuna hennar Fíu í Vísnahorn- inu og bað mig fyrir þessa kveðju: Bíður mín nú framtíð fín fulla af gríni og hlýju þungi dvín, nú þörf er brýn að þamba vín með Fíu.“ Fía á Sandi segir ekki amalegt að eiga von á svona vel yrkjandi og skemmtilegum drykkjufélaga. „En nú er bara að drekka í hófi og muna bragreglurnar og reyna að standa í kerlingunni. Flest mín ljóð á leirsins slóð eru lítið fróð né skír. En nú þarf fljóð að yrkja óð afar góð og dýr. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kerlingu, Sandi og götu minningannaSkotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.