Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 28. MARS 87. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Lést í slysi á Skeiðavegi 2. Tveir brutu gegn Erlu í fangelsinu 3. Samhugur meðal vina Davíðs 4. Myndbandið verður ekki birt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Sigur Rós lék í fyrsta skipti í hinum kunna tónleikasal Madison Square Garden á mánudags- kvöld, fyrir rúmlega 15.000 manns. Að sögn gagnrýnenda The New York Times voru áhrifamikil ný lög á efnis- skránni og fannst honum hljóm- sveitin reyna að eyða hugmyndum gesta um innkomu og brottför af sviðinu, með því að skapa „fljótandi og afslappandi nálægð“. Bræðurnir Georg og Kjartan Hólm segja í viðtali sögur af tónleikaferðinni. 42 Morgunblaðið/hag Sigur Rós flutti áhrifamikil ný lög Á föstudag (föstudaginn langa) Hægviðri og víða léttskýjað en austangola og smáskúrir syðra. Norðaustan 8-15 og snjókoma eða él á Vestfjörðum og með norðurströndinni undir kvöld. Hiti 1 til 6 stig, en um frostmark A-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG (skírdag) Hæg suðaustanátt, skýjað með köflum N-lands en annars víða skúrir eða él. Heldur hlýnandi. VEÐUR Skautafélag Akureyrar varð Ís- landsmeistari í íshokkíi karla í sextánda sinn í gærkvöld þeg- ar SA Víkingar lögðu Björninn að velli, 4:0, í oddaleik liðanna á Akureyri. Daninn Lars Foder tryggði sigurinn með þremur mörkum á lokasprettinum. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum. Þeir gáfu sig allir í þetta og uppskera eftir því,“ sagði Ingvar Þór Jónsson, leik- maður og spilandi þjálfari SA. »2-3 Gríðarlega stoltur af strákunum Guðbjörg glímir enn við heilahimnubólgu Óvissa er með línumennina í íslenska landsliðshópnum í handknattleik fyrir leikina tvo gegn Slóvenum í und- ankeppni Evrópumótsins. Róbert Gunnarsson missir allavega af fyrri leiknum, Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki spilað undanfarnar vikur og Vignir Svavarsson er úr leik. Atli Ævar Ingólfsson og Jón Þorbjörn Jóhanns- son eru hinsvegar í hópnum. »4 Óvissa með línumenn fyrir Slóveníuleikina ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Flugið er ef til vill skýringin á því hvers vegna ég held góðri heilsu. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og áhuginn er ekkert minni en þegar ég hóf flugnám árið 1945. Og nú er kominn vorhugur í menn. Ég ætla því að komast í flug um páskana – og nú þegar Hekla minnir á sig er freist- andi að fara austur á bóginn,“ segir Dagfinnur Stefánsson flugstjóri. Tók flugpróf 1946 Dagfinnur er stórt nafn í íslenskri flugsögu. Hann er fæddur árið 1925, lauk flugnámi í Bandaríkjunum 1946, kom þá heim og réð sig til starfa hjá Loftleiðum. Starfaði hjá því félagi og síðar Flugleiðum allt til starfsloka ár- ið 1988. Eftir það sinnti hann flugi á vegum hjálparsamtaka víða um ver- öld. „Ég er í fínu formi, kemst alltaf í gegnum læknisskoðun og fæ skír- teinið frá Flugmálastjórn endurnýj- að,“ segir Dagfinnur sem er 87 ára að aldri. Aldurinn bítur lítið á hann, okkar maður er kvikur í hreyfingum, er í rifnum gallabuxum, leðurjakka og með derhúfu. Hann er meðal liðs- manna flugklúbbsins Þyts á Reykjavíkurflugvelli. Innan vébanda hans eru m.a. flugmenn sem eru hættir störfum en hafa flugáhugann enn ólgandi í blóðinu og fljúga á einkavélunum sem klúbburinn á og leigir til sinna félaga sem skipta tug- um. „Þetta er draumavél fyrir gamla karla eins og mig,“ segir Dagfinnur um flugvélina nýju sem hann keypti og fékk fyrr í þessum mánuði. Vélin sem ber skráningarstafina TF-XXL er af gerðinni Piper X-Large Cub; er með 190 hestafla mótor og hentar vel til lendinga á túnum, vegum og við sambærilegar aðstæður. Þorsteinn Kristleifsson, flugstjóri hjá Ice- landair, smíðaði vélina og var henni fyrst flogið fyrir tveimur árum. „Þessi vél er í grunninn eins og Pi- per Cup-vélarnar sem ég lærði á; léttur dúkur er strengdur á grind, pinnastýri og stélhjól. Stjórntækin eru að vísu allt önnur en var og full- komnari og ég þekki varla inn á þau. Flugið er þó eins í grunninn sem og vélin nýja, sem er eins og hugur manns. Hún hefur níu tíma flugþol sem er kostur. Með félaga mínum á ég hús við Miklavatn í Fljótum og þar skammt frá er tún sem hægt er að lenda á,“ segir Dagfinnur sem í loggbókina er með skráða 31 þúsund flugtíma. Er óhætt að fullyrða að fá- ir eigi slíka reynslu að baki – hvað þá að fljúga komnir fast að níræðu og vera ekki á leið til lendingar. Nálgast nírætt á nýrri flugvél  Dagfinnur Stefánsson í loftinu síðan árið 1945 Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugkappi Dagfinnur Stefánsson við TF-XXL, sem er um margt sambærileg vélunum sem hann lærði á fyrir tæpum 70 árum. Honum líkar þessi nýja vél afar vel og stefnir á flugferð austur að Heklu nú um páskahelgina. Á flugferli sínum hefur Dagfinnur Stefánsson reynt margt. Hann var í áhöfn Geysis sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, en fjórir sólarhringar liðu frá því vélin fórst uns hún fannst – og allir í sex manna áhöfn henn- ar á lífi. Þá var Dagfinnur á vettvangi þegar þota Flugleiða fórst á Srí Lanka árið 1978 og með henni 188 manns, þar af átta Íslendingar. „Í því máli var ég með góða og samstillta áhöfn sem vann gott starf við erfiðar aðstæður, svo sem að hlúa að slösuðum félögum og leysa úr ýmsum vandamálum. Það var erfiðasta verkefni mitt um dagana og þá þurfti ég að beita þrákelkninni sem svo oft hefur fleytt mér áfram. Ég er annars heppinn að hafa sloppið heill frá þessu og minni óhöpp voru til þess eins að herða mig,“ segir Dagfinnur. Var heppinn að sleppa heill GEYSISSLYS OG SRÍ LANKA Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 30. mars. Frétta- þjónusta verður að venju um páskahelgina á fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifta er opið á skírdag frá 08-13 en lokað verður föstudaginn langa. Laugardaginn 30. mars er opið frá 8-13. Sími þjónustuvers er 569 1122 og netfangið er askrift@mbl.is. Blaðberaþjón- usta er opin á skírdag og laug- ardag frá 05-11. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Símanúmer Morg- unblaðsins er 569 1100. Fréttaþjónusta mbl.is um páskana Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, þarf að taka sér hvíld enn um sinn í kjölfar þess að hún fékk heilahimnubólgu fyrr í vetur. „Höfuðið þolir ekki neitt. Um leið og ég skutla mér í grasið finn ég fyrir miklum þrýstingi í höfðinu og það tekur mig nokkrar sekúndur að jafna mig þegar ég stend upp aftur,“ segir Guð- björg. »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.