Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum að þreyta frumraun okkar á erlendum vettvangi. Það eru miklir kostir fyrir okkur að fara sem und- irverktakar hjá Ístaki sem hefur mikla reynslu í Noregi svo segja má að við förum í fylgd með fullorðn- um,“ segir Eysteinn J. Dofrason, verkefnastjóri hjá Suðurverki. Suðurverk fer með fimmtán vinnuvélar og um þrjátíu starfsmenn út til Noregs til að vinna við lagningu vegar vegna fyrirhugaðrar Háloga- landsbrúar við Narvik. Ístak er að- alverktaki norsku vegagerðarinnar við vega- og jarðgangagerð vegna brúarinnar. Þetta er stórt verkefni á íslenskan mælikvarða, samnings- upphæðin svarar til um 8 milljarða íslenskra króna. ÍAV bjóða best Enn stærra er jarðgangaverkefni í Noregi sem ÍAV átti lægsta tilboð í ásamt móðurfélaginu, Marti frá Sviss. Tilboðið svarar til um 30 millj- arða króna, að því er fram kom hjá Karli Þráinssyni, framkvæmda- stjóra ÍAV, á mbl.is í gær. Ekki liggur fyrir hvenær fram- kvæmdir hefjast en fyrirtækið þarf að bæta við sig starfsfólki vegna þeirra. Verkið felst í að gera tvenn samhliða göng undir sjó, samtals um 15 km. Þau nefnast Solbakkentunne- len og eru nálægt Stavanger. Ráða mannskap Verkefni Suðurverks í Narvik felst í að leggja tæplega 5 kílómetra veg og grafa þrenn göng. Undirbún- ingsframkvæmdir eru hafnar á veg- um undirverktaka en Ístak hyggst hefja gangagerðina í júní. Suðurverk tók að sér vegagerðina. Fyrsti hluti tækjanna, sem notuð verða við verkið, er kominn í skip og Eysteinn segir að vinna við vega- gerðina hefjist í maí. Hann segir að verkið eigi að taka þrjú ár. Suður- verk ætlar að vera með 30 starfs- menn og reyna að ljúka því á rúm- lega tveimur árum. Suðurverk er með önnur verk í gangi, til dæmis við Búðarhálsvirkjun og vegagerð í Múlasveit á Vestfjörðum. Þá er verið að bjóða í fleiri verk sem þeir hafa augastað á. Eysteinn segir að vel hafi gengið við vegfyllingarnar fyrir vestan og hægt að hægja á þar í sum- ar. Þó þurfi að bæta við starfsmönn- um vegna verkefnisins í Noregi og annars staðar, alls 20 til 30 mönnum. Það hafi gengið ágætlega. Förum í fylgd með fullorðnum  ÍAV og Suðurverk taka að sér verkefni í Noregi Hálogalandsbrú Unnið er að undirbúningi Hálogalandsbrúar við Narvik. Myndin er af einni tillögu. Samið verður um smíði brúarinnar á þessu ári en Ístak er aðalverktaki að vega- og gangagerð að brúnni beggja vegna. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis leggur til að leitað verði sam- komulags um að færa Þorláksbúð. Ríkisendurskoðun er gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokið rannsókn á því hvernig skattfé sem rann til hússins hafi verið varið. Ríkisendurskoðun segir m.a. í bréfi til forseta Alþingis í júní í fyrra að Félag áhugafólks um uppbygg- ingu Þorláksbúðar hafi á árunum 2008–2011 fengið úthlutað samtals 9,4 millj. kr. úr ríkissjóði og að auki þremur millj. kr. frá kirkjuráði. Rík- isendurskoðun hafi tvisvar þurft að ítreka beiðni til styrkþega um upp- lýsingar um fjárreiður félagsins. Tekjur þess væru 1,5 millj. kr. sem væri framlag frá kirkjuráði fyrir árið 2012, en það hefði verið notað til greiðslu á yfirdráttarláni auk reikn- ings vegna færslu á árinu 2012. „Ekki verður horft fram hjá því að úr því sem komið er verður bygg- ingin ekki fjarlægð nema kveðið verði á um það með dómi eða með samkomulagi þeirra sem hlut eiga að máli, þ.e. kirkjunnar og Þorláksbúð- arfélagsins,“ segir í skýrslu þing- nefndarinnar. „Nefndin hvetur til þess að samkomulags verði leitað um að færa bygginguna.“ Árni Johnsen, alþingismaður og formaður Þorláksbúðarfélagsins, segir kostnað við húsið hafa verið tugi milljóna króna. Hann var spurð- ur hvort samkomulag gæti náðst um að færa það. „Þetta er bara rugl, svo vitlaust að það er ekki hægt að tala um það,“ svarar Árni. „Fólkið veit ekki hvað það er að tala um. Þetta er handverk, hver einasti fersentimetri í húsinu er handunninn, þetta er klæðskera- sniðið frá a til ö og það myndi kosta 100 milljónir að flytja það. Menn hefðu getað rætt þetta á einhverjum fyrri stigum en verkinu er lokið. Þetta er eins og að mæta á fæðing- ardeild, barnið er fætt en þá vill ein- hver troða því inn aftur!“ Þingnefnd vill að Þorláksbúð verði færð  Árni Johnsen segir tillöguna „rugl“ Morgunblaðið/RAX Sögustaður Kirkjan í Skálholti, Þorláksbúð hin nýja er til vinstri. Hópur skrifar bréf » Tilefni skýrslunnar er bréf til nefndarinnar í sept. sl. frá hópi er nefndi sig áhugamenn um velferð Skálholtsstaðar. » Bréfið undirrituðu Eiður Guðnason, Jón Hákon Magn- ússon, Vilhjálmur Bjarnason og Ormar Þór Guðmundsson. » Vakin var athygli á bréfi Rík- isendurskoðunar til Alþingis um styrki til Þorláksbúðar. Íslensk verktakafyrirtæki og verkfræðistofur hafa unnið mik- ið erlendis á síðustu árum, frá því markaðurinn hér heima brást í bankahruninu. Ístak hef- ur náð góðri fótfestu í Noregi og er einnig með stór verkefni víð- ar á erlendri grund. Tilkynnt var í ársbyrjun að Ís- tak tæki að sér tvö verkefni fyr- ir norsku vegagerðina, fyrir alls um 11 milljarða íslenskra króna. Þá kom fram að áætlað væri að 60-70% af heildarveltu fyr- irtækisins á þessu ári yrðu í Noregi. Fyrirtækið hefur verið með um 200 starfsmenn við verkefnin í Noregi, mest Íslend- inga. Ístak hefur unnið að gerð mikillar virkjunar á Grænlandi en því verkefni lýkur á þessu ári. Náð fótfestu í Noregi 60-70% AF VELTU ÍSTAKS „Við óskum eftir ábendingum um konur af er- lendum uppruna, sem eru búsettar hvar sem er á landinu, sem mögulega viðmælendur fyrir bók- ina sem er í bígerð,“ segir Kristín Viðarsdóttir, ein fjögurra höfunda viðtalsbókarinnar; Heims- ins konur á Íslandi. Meðhöfundar Kristínar eru: Ania Wozniczka, Kristín R. Vilhjálmsdóttir og Letetia B. Jónsson. Í bókinni verður dregin upp mynd af fjölda kvenna af erlendum uppruna og framlagi þeirra til íslenskrar menningar og samfélags. Samhliða útgáfunni verður sett upp ljósmyndasýning og vefur. „Okkur finnst þarft að safna saman sögum kvenna sem hingað hafa flutt af ýmsum ástæð- um og sýna hversu fjölbreyttar þessar sögur eru og hver áhrif þessara kvenna eru á íslenskt sam- félag. Þær hafa auðgað það ríkulega. Þetta er líka ákveðin leið fyrir okkur að sjá samfélagið á nýjan og ferskan hátt frá sjónarhorni þeirra sem hafa ólíkan bakgrunn. Glöggt er gests augað eins og þar stendur,“ segir Kristín og bindur vonir við að verkefnið komi til með að styrkja fjölmenningu á Íslandi. Hugmyndina má meðal annars rekja til Söguhrings kvenna sem starf- ræktur hefur verið í Borgarbókasafninu í Gróf- arhúsinu. Þar hefur skapast vettvangur fyrir konur að tala og vinna saman. thorunn@mbl.is Bók um konur af erlendum uppruna  Óska eftir ábendingum um konur af erlendu bergi brotnar sem mögulega viðmælendur  Safna sögum í bókina Heimsins konur á Íslandi  Hugmyndin kviknaði í söguhring kvenna Viðtalsbók Hugmyndin kviknaði í Söguhring kvenna þar sem konur af erlendum uppruna hittast. Heimsins konur á Íslandi » Bók um framlag kvenna af erlendum uppruna á Ís- landi. »Safna sögum kvenna. » Þeir sem vilja leggja verk- efninu lið geta fyllt út eyðu- blað á vef Borgarbókasafns- ins fyrir 26. apríl með ábendingu. »Ljósmyndasýning og vefur sett upp í kjölfarið. » Fjórar konur vinna að verkefninu: Ania Wozniczka, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Kristín Viðarsdóttir og Le- tetia B. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.