Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 stjórn með þessu. Til lengri tíma lit- ið getur þetta torveldað samræmdar aðgerðir til að byggja síldarstofninn upp að nýju og þetta getur líka haft neikvæð markaðsáhrif. Það er ekki víst að veiðistjórnin verði viður- kennd ef veiðin fer fram úr ráðgjöf. Þannig að við erum að missa annan mikilvægan flökkustofn á Norður- Atlantshafinu í þá stöðu að aðilar að samkomulaginu ná ekki utan um það sameiginlega. Það eru alltaf vonbrigði og hættulegt. Við þekkj- um að það getur orðið talsvert erfitt að ná slíku saman aftur, þegar það einu sinni brotnar upp. Það er því dálítið afdrifarík ákvörðun þegar einn aðili tekur sig út úr samningi sem er í gildi. Að því leyti er þetta ósambærilegt við stöðuna í makríl- deilunni að hér er búinn að vera um árabil í gildi samningur. Það er að því leyti ekki rétt að bera þetta sam- an við makrílinn, enda hefur Ísland aldrei komist inn í samning og Fær- eyingar eru komnir út úr honum, að segja má, líka. Það er enginn samn- ingur í gildi um makrílinn, bara ein- hliða ákvarðanir ríkja eða hópa ríkja,“ segir Steingrímur. „Í norsk-íslensku síldinni er sér- lega mikið í húfi, því til frambúðar vonum við að þetta verði annar eða þriðji mikilvægasti uppsjávar- veiðistofn okkar. Það eru því gríðar- legir hagsmunir fyrir Ísland að þetta fari ekki í einhverja vitleysu.“ Leggja til breytta skiptingu Spurður út í áhyggjur Steingríms segist Vestergaard munu ræða mál- ið við Steingrím og aðra ráðherra strandríkjanna og fulltrúa ESB. Í þeim viðræðum muni Færeyingar leggja til breytta skiptingu aflans. Þá muni færeysk stjórnvöld leggja fram gögn um dreifingu síldar í fær- eysku lögsögunni þegar þessir að- ilar funda næst um málið í október. „Við erum vongóðir um að samn- ingar takist um breytta skiptingu,“ segir Vestergaard sem rifjar upp að Færeyingar séu háðir sjósókn um tekjuöflun. Sjávarútvegur sé undir- staða færeysks efnahags. „Síld, líkt og aðrir fiskistofnar, er mjög mikilvæg fyrir færeyskt efna- hagslíf og færeyska sjómenn. Við lít- um svo á að Færeyingar hafi fengið of litlum kvóta úthlutað í sam- komulagi strandríkjanna. Vegna þessa höfum við ákveðið að auka kvótann einhliða. Við höfum jafn- framt beðið strandríkin um að ræða nýja skiptingu í síldarkvóta milli ríkjanna. Við höfum aukið síldar- kvótann og hyggj- umst veiða upp í hann á árinu. Við vit- um að ástand stofns- ins er ekki gott og munum huga að því. Við höfum áhyggjur af stofnstærð síld- arinnar en tökum aðeins lítinn hluta til okkar,“ segir fær- eyski sjávarútvegs- ráðherrann. Má í þessu samhengi rifja upp að Færeyingar og Íslendingar eiga í deilum við ESB um makrílinn. Nýliðunin léleg Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fyrirhugaða veiði Færeyinga munu koma stofninum illa. „Nýliðun hefur verið léleg í nokk- ur ár og síldin kemur ekki inn í veiðistofninn fyrr en fjögurra til fimm ára gömul. Stofninn mun því halda áfram að minnka næstu fjögur til fimm árin þangað til nýir og betri árgangar fara hugsanlega að koma inn. Ef það kemur til dæmis góður árgangur í þeirri hrygningu sem verður í mars á þessum stofni, sem sagt 2013, kemur hann ekki fram í veiðistofninum fyrr en 2017-18. Fram að því mun stofninn áfram fara minnkandi. Ef kvótinn sem Færeyingar hafa ákveðið kemur sem viðbót ofan á ráðlagðan afla gerir það ástandið verra. Það segir sig sjálft. Það eru þá veiðar umfram ráðleggingu ef engir aðrir draga úr veiðum, sem er heldur ólíklegt. Það sama er að gerast í makrílnum. Þar hafa Íslendingar og Færeyingar tekið sér stóran kvóta sem reynst hefur viðbót við ráðlagðar veiðar.“ Færeyingar stórauka síldarkvóta  Atvinnuvegaráðherra lýsir yfir áhyggjum af aukningunni í bréfi til sjávarútvegsráðherra Færeyja  Færeyski ráðherrann segir Færeyinga eiga síldina í færeysku landhelginni  Þá sé kvótinn lítill Morgunblaðið/Kristján Síld Færeyingar hafa ákveðið að stórauka síldarkvóta sinn. Jacob Vestergaard Steingrímur J. Sigfússon BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Síld sem kemur í færeyska land- helgi er færeysk síld. Hún er ekki norsk eða íslensk síld. Alþjóða- hafrannsóknaráðið lagði til að gef- inn yrði út 619.000 tonna síldarkvóti í ár. Við höfum ákveðið að kvóti Færeyinga sé 17% af því, alls um 105.000 tonn. Það er um þreföldun á afla okkar en hlutdeild okkar var ríf- lega 5%,“ segir Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í símaviðtali frá Þórshöfn um þá ákvörðun færeyskra stjórnvalda að stórauka síldarkvótann í ár. „Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sá veruleiki sem við blasir í nátt- úrunni. Síldin er í færeyskri land- helgi nánast allt árið. Í fyrra kom síldin inn í lögsöguna í apríl og maí. Veiðitímabilinu lauk 1. desember í fyrra. Það var mikið af síld í fær- eyskri lögsögu nærri allt tímabilið,“ segir ráðherrann um veiðina í fyrra. Ráðuneytið lýsir yfir áhyggjum Fram kemur á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Vestergaard bréf þar sem hann lýsi yfir áhyggjum sínum vegna þess- arar ákvörðunar Færeyinga. Steingrímur kveðst aðspurður ekki vefengja að þjóðréttarlega standi Færeyingar rétt að hinni ein- hliða ákvörðun að auka aflann, þar sem þeir hafi sagt sig frá samning- unum í haust. „Aukningin sem þeir taka sér er hins vegar mjög hressi- leg, eða þreföldun, og setur samn- inga í uppnám. Við erum svolítið að missa tökin á samræmdri veiði- Sveinn Sveinbjörnsson J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Landsbankinn býður fimm skuldabréfasjóði sem fjárfesta nær eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum. Hæstu ávöxtun skiluðu Sparibréf – óverðtryggð eða 13,2% ávöxtun á 12 mánaða tímabili.* Sjóðirnir henta vel til reglubundins sparnaðar og hafa á síðustu mánuðum skilað betri ávöxtun en almennir innláns- reikningar. Einfalt er að kaupa og selja í sjóðunum og er enginn munur á kaup- og sölugengi í áskrift. Fyrirvari: Sparibréf eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Landsbréf hf. er rekstrarfélag Sparibréfa og Landsbankinn hf. vörslufélag. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki endilega vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um Sparibréf má finna í útboðslýsingum eða útdrætti úr þeim á landsbankinn.is eða á landsbref.is. *Nafnávöxtun sl. 12 mánuði miðað við 28.02.2013. 13,2% Sparibréf ÓVERÐTRYGGÐ Hvaða sparnaðarleið hentar þér? Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040 og fáðu ráðgjöf eða komdu við í næsta útibúi. Sparibréf – fimm góðar leiðir til ávöxtunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.