Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g stofnaði verslunina
þann ellefta ellefta árið
tvö þúsund og ellefu,
næstum því klukkan
ellefu,“ segir Jófríður
Anna Jónsdóttir um verslun sína
Heita pottinn sem hún á og rekur í
Jessheim í Noregi. Í Heita pottinum
fæst eingöngu íslensk hönnun.
„Verslunin er í húsnæði sem var áður
bóndabýli, en konan sem býr þar stóð
frammi fyrir því vali að selja allt sam-
an eða gera eitthvað nýtt. Hún ákvað
að búa til lítinn sveitalegan
verslunarkjarna, lét rífa gömlu hlöð-
una og fjósið og byggði upp á nýtt.
Þarna er hún með míkró-brugghús
og bjórsölu, veitingastað og krá, og
norskt og gamaldags bakarí. Þarna
eru líka hárgreiðslukona, gullsmiður
og fleiri.“
Hluti af heimþránni
„Þegar ég heyrði af þessari konu
sem ætlaði að opna verslanir á býlinu,
ákvað ég að grípa gæsina, slá til og
prófa. Ég hafði í mörg ár verið að
velta fyrir mér að opna einhverskon-
ar íslenska verslun, sem er sennilega
hluti af heimþránni sem loðir við mig.
Fyrst var ég að spá í að opna gallerí,
bókakaffi eða eitthvað slíkt. En svo
endaði ég á að hafa þetta einhvers-
konar míní-Kraum,“ segir Jófríður
sem velur í verslun sína vörur frá ís-
lenskum hönnuðum sem eru henni að
skapi. „Ég er með fatnað frá Gunnu
Stínu í GuSt og líka frá henni Ernu
Óðinsdóttur í Kurlproject á Flúðum.
Svo er ég með keramík frá Koggu,
veski úr roði frá frá Huld og Arndísi í
Kirsuberjatrénu, en Norðmönnum
finnst þessi veski afar spennandi. Ég
er líka með tölur og armbönd frá Pálu
og Rítu í Borgarfirðinum; kerti, kort
og servéttur frá Heklu, sem eru mjög
vinsælar vörur. Ég er líka með vörur
Guðrúnar Lilju og Jóns Ásgeirs sem
eru með BILITY, kragana frá Sonju
Bent, silfurnælur frá Gullkúnst
Helgu, vörur frá Atson, Sælusápum
og Hjartans list. Ég skipti reglulega
út, því ég sé fljótt hvað gengur og
hvað ekki.“
Prjónar eftir pöntunum
Jófríður segir að Norðmenn séu
búnir að átta sig á þeirri miklu
grósku sem er í íslenskri hönnun,
þeir koma spenntir til hennar og
segja vörurnar í Heita pottinum vera
mjög svo öðruvísi en það sem í boði er
í Noregi. „Þeir eru vanir að kaupa
fjöldaframleidda silfurgaffla eða eitt-
hvað slíkt til gjafa og taka því sann-
arlega fagnandi að hafa aðgang að
vörum sem eru handgerðar og sér-
hannaðar á Íslandi. Þeir eru mjög
spenntir fyrir íslenskri hönnun,“ seg-
ir Jófríður sem selur líka íslenskan
lopa í verslun sinni. „Ég hef einnig
gert svolítið af því að prjóna úr lop-
anum eftir pöntunum, peysur, vett-
linga og sokka. Norðmenn þekkja ís-
lenskar lopavörur vel, stelpur sem
Heiti potturinn er
hluti af heimþránni
Norðmenn hafa áttað sig á þeirri miklu grósku sem er í íslenskri hönnun og þeir
koma því spenntir í verslun Jófríðar í Jessheim, Heita pottinn. Þar sem áður var
fjós og hlaða fást nú íslenskar handgerðar og sérhannaðar vörur.
Verslunareigandi Jófríður Anna hefur búið í Noregi í 20 ár.
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru
meira en fimm milljónir mynda úr
sögu borgarinnar. Á hverjum þriðju-
degi, stundum oftar, eru birtar mynd-
ir úr því safni á vefsíðunni ljosmynd-
vikunnar.is. Þetta eru afar ólíkar og
skemmtilegar myndir sem bera hverj-
um tíma glöggt vitni. Einnig er texti
um hvaðan myndin er og af hvaða til-
efni hún er tekin. Til dæmis er nýj-
asta myndin tekin á árunum 1960-
1970 í garði í Eikjuvogi og má þar sjá
styttur Ragnars Bjarnasonar, en þær
eru nú varðveittar á Safnasafninu á
Svalbarðsströnd. Með myndinni er
viðtal við Ragnar sem var trésmíða-
meistari og bjó í Eikjuvogi, og þar
segist hann hafa byrjað á styttugerð-
inni að gamni sínu en einnig hafi sú
staðreynd að hann var lítill blóma-
maður, átt þátt í uppátækinu. Það er
virkilega gaman að skoða þessa síðu
og njóta myndanna.
Vefsíðan www.ljosmyndvikunnar.is
Ljósmynd/Guðmundur Jóhannsson
Eikjuvogur 1960-1970 Styttur Ragnars Bjarnasonar prýða garðinn.
Fjölbreyttar myndir vikunnar
Margt er hægt að gera sér til dundurs
í páskafríinu og eitt af því er að taka
þátt í Píslarhlaupi frískra Flóamanna
sem verður á morgun, föstudaginn
langa. Skráning er í hlaupið kl. 12 í
Réttinni í Úthlíð í Biskupstungum
(þar sem sundlaugin er), sameinast
er í bíla og ekið á Geysi. Tvær vega-
lengdir eru í boði, 10 km hlaup frá
Geysi, ræsing kl. 13.30 og svo 5 km
hlaup frá Múla, ræsing þar kl 13.30.
Tímataka. Einnig verður boðið upp á
5 km kraftgöngu frá Múla fyrir þá
sem ekki vilja hlaupa. Heitur pottur,
súpa og brauð eftir hlaup í Úthlíð.
Sjá einnig á www.hlaup.is.
Endilega...
...farið í
Píslarhlaupið
Morgunblaðið/Eggert
Hlaup Alltaf hressandi.
Fjarðarkaup
Gildir 28. - 30. mars verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrbeinaður, kjötborð...................... 1.298 1.598 1.298 kr. kg
Svínalundir, kjötborð........................................ 1.698 2.398 1.698 kr. kg
Nautainnralæri, kjötborð .................................. 2.798 3.398 2.798 kr. kg
Nautahakk 1.fl., pakkað................................... 1.298 1.598 1.298 kr. kg
Ali Baonne skinka ........................................... 1.498 1.662 1.498 kr. kg
Fjallalambs fjallalæri ....................................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg
FK hamborgarhryggur ....................................... 1.498 1.698 1.498 kr. kg
KF íslenskt heiðarlamb..................................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg
Hamborg. m/brauði, 2x115 g ........................... 420 504 420 kr. pk.
Appelsínur ...................................................... 178 218 178 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 28. - 31. mars verð nú áður mælie. verð
Fjallalambs lambalæri, kjötborð ....................... 1.398 1.798 1.398 kr. kg
Fjallal.lambalæri frosið, kjötborð....................... 1.198 1.598 1.198 kr. kg
Fjallalambs lambahryggur, kjötb. ...................... 1.998 2.198 1.998 kr. kg
Lambafillé m/fiturönd, kjötborð ........................ 3.798 4.498 3.798 kr. kg
Ísfugl kalkúnabringa fersk ................................ 2.958 3.698 2.958 kr. kg
Ísfugl kjúklingalæri/leggir ................................. 999 1.249 999 kr. kg
MS páskajógúrt, 165 g .................................... 149 165 903 kr. kg
Coke, 4x2 ltr ................................................... 998 1.298 998 kr. pk.
Kjörís mjúkís vanilla, 2 ltr ................................. 998 1.125 998 kr. pk.
MS dalahringur, 200 g ..................................... 572 635 2.860 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Kristinn
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Veisluþjónusta
Við erum með tilboð
sem koma sér vel við öll
tækifæri, s.s. fermingar,
útskrift, skírnina
eða afmælið.
Snittur, tapas, heitir
ofnréttir og brauðtertur.
Allar nánari upplýsingar
færðu í síma 533-3000
virka daga milli kl. 8-16.
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Tvennutilboð
40 manna
kransakaka og
25 manna
marsipanbók
Verð kr. 19.900