Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Vor og sumar 2013 Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi • Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Ásdís Ásgeirsdóttir asdis.asgeirsdottir@gmail.com Bræðurnir Georg og Kjartan Holm eiga stund milli stríða á hinu litla Ís- landi. Í kjallara á Laugavegi í nota- legu kaffihúsi er gott að sötra heitt te og spjalla. Á veggjunum hanga gamlar útsaumaðar myndir og í gluggum eru kaffikönnur sem til- heyrðu annarri öld. Fáir eru á ferli þennan morguninn fyrir utan nokkra ferðalanga sem skilja ekki ylhýra móðurmálið. Bræðurnir eru búnir að vera á tónleikaferðalagi með Sigur Rós síðan í maí síðast- liðnum og eru að hefja Ameríkureisu sem endar í Asíu með viðkomu í Suð- ur-Ameríku. Þeir eru búnir að koma við í Asíu, Ástralíu og Evrópu og hafa ekki tölu á tónleikunum sem þeir hafa haldið. Ný plata hljóm- sveitarinnar, Kveikur, kemur út 18. júní næstkomandi. Tónlistin í blóð borin Þeir bræður segjast vera góðir vinir en þrettán ár skilja þá að. Tón- listaráhuginn hefur fylgt þeim frá æsku og byrjuðu þeir báðir snemma að gutla á hljóðfæri. „Það var alltaf gítar á heimilinu sem enginn spilaði á, en ég var alltaf að glamra á hann þó ég kynni ekkert að spila,“ segir Georg. „Ég held ég hafi verið orðinn fimmtán, sextán þegar ég byrjaði að læra eitthvað.“ Georg er eins og margir vita bassaleikari Sigur Rósar og semur auk þess öll lög ásamt þeim Jónsa og Orra Páli. Hann byrj- aði hins vegar að læra á gítarinn, en færði sig mjög fljótt yfir í bassann. „Þetta er eiginlega öfugt með mig,“ segir Kjartan, „ég byrjaði á bassa en var svo hent af honum vegna frekju annars hljómsveitarmeðlims,“ segir hann og hlær, en hann var þá aðeins tólf ára í sínu fyrsta bílskúrsbandi. Hann spilar á gítar í hljómsveitinni For a Minor Reflection en greip tækifærið þegar stóri bróðir bauð honum með í eins og hálfs árs Sigur Rósar heimsferð. „Það var geggjað, ég sagði já á stundinni! Stuttu seinna hófust æfingar og þá var of seint að hætta við,“ segir hann og hlær. Kjartan dreymdi ekki um að kom- ast í Sigur Rós, en viðurkennir fús- lega að Georg hafi verið hans fyrir- mynd og ástæðan fyrir því að hann fór að læra á bassa. „Og svo var það líka bassaleikarinn í Blink 182," segir Kjartan. Sjóræningjalíf Sigur Rós fagnar 20 ára starfs- afmæli í janúar næstkomandi. „Og ég er 23 ára!“ skýtur Kjartan inn í. Georg rifjar upp að markmiðið í upphafi hafi verið að geta lifað af tónlist. „En þetta er kannski orðið aðeins ýktara en það, sem er bara frábært,“ segir hann. Hann segir starfið að mörgu leyti vera drauma- starfið, en því fylgja margir van- kantar eins og erfið ferðalög og fjar- vera frá konu og börnum. „Það er oft talað um að þetta sé eins og sjóaralíf, en við erum búnir að breyta því og köllum þetta frekar sjóræningjalíf. Við erum bara sjóræningjar, siglum um á sex dekkjum og rænum og ruplum,“ segir Georg. Fíla sig sem rokkstjörnur Ferðalög og stanslaust tónleika- hald getur tekið á. Kjartan segir þetta ábyggilega meira spennandi fyrir sig, því Georg er sjóaður og vanur. Þeir spila oft fjóra tónleika í röð og tónleikarnir eru alltaf í tvo tíma. Þeir ferðast mikið með flugi milli landa en eru svo nánast dögum saman í rútu, allt upp í fjórtán tíma suma daganna. Alls eru 45 manns sem ferðast saman á þremur stórum rútum og með fjóra stóra trukka á eftir sér fulla af tækjum og tólum. Allt upp í 15 þúsund manns sækja hverja tónleika. Þegar blaðamaður spyr hvort þeir „fíli sig eins og rokk- stjörnur,“ eru þeir fljótir til svars. „Já! Verður maður ekki að gera það?“ Drifkrafturinn að skapa Það sem drífur þá áfram er að- allega sköpunin. Þeim finnst báðum mjög skemmtilegt að koma fram, en eyða löngum stundum í að semja. Georg, Jónsi og Orri semja allt sam- an og hafa alltaf gert. „Það er með því skemmtilegra sem ég geri og gengur vel að semja saman. Þetta er oft þannig að við stingum bara hljóð- færunum í samband og byrjum að spila, og endum oft með fullt af lög- um en mörg þeirra enda í ruslaföt- unni. Oft eru þetta bara litlir bútar sem við setjum svo saman seinna í tölvunni,“ segir Georg. Ný byrjun Georg segir að Sigur Rós eigi nóg eftir, þrátt fyrir að hafa starfað þetta lengi. „Við vorum að leggja lokahönd á nýja plötu, vorum bara reyndar að klára hana í gærkvöldi! Þessi „process“ að semja þessa plötu var svo rosa skemmtilegur, það var eins og að byrja upp á nýtt,“ segir Georg, en viðurkennir að hann sjái ekki fyrir sér eins stífar tónleika- ferðir í framtíðinni. „Þetta er svolítið brjálæðislegt, en við eigum alveg eftir að spila áfram, en ég nenni kannski ekki að vera burtu átta mánuði af tólf,“ segir hann. Öskrandi stelpur í búrkum Þeir eru byrjaðir að spila fjögur af nýju lögunum en eru að spara hin þar til platan kemur út, en hún er sú Fagmannlega gubbað á miðjum tónle  Ferðast um all- an heiminn í eitt og hálft ár  Sig- ur Rós gefur út nýja plötu í júní  Búa í rútum og flugvélum Morgunblaðið/Ásdís Draumastarf „Það er oft talað um að þetta sé eins og sjóaralíf, en við erum búnir að breyta því og köllum þetta frekar sjóræningjalíf,“ segir Georg Holm, sem er hér með Kjartani bróður sínum í stuttu hléi á tónleikaferðinni. Þeir segja tónleikaferðir frábært tækifæri til að sjá sig um í heiminum. Sigur Rós Hljómsveitin er nú stödd í Bandaríkjunum og hóf tónleikaferð um landið með tónleikum í Madison Square Garden í New York. Listahátíð Westfjord ArtFest verð- ur haldin í þriðja skiptið á Ísafirði dagana 29. og 30. mars, sömu daga og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suð- ur. Því er óhætt að segja að listalífið sé í blóma fyrir vestan þessa daga. Í ár taka sextán listamenn víðs- vegar af landinu þátt í hátíðinni og eiga það sameiginlegt að vera allir hluti af Muses-hópnum. Hafa þeir unnið hörðum höndum undanfarið við að skapa verk fyrir hátíðina. Rétt eins og í fyrra verður sýnt í Norska bakaríinu og er þemað lista- mannanna frjálst. Á föstudaginn langa vinna listamennirnir sem eru á staðnum eitt verk saman, 80 x 80 cm að stærð, og hefur það hlotið heitið „Sóltúnsverkið“ og er unnið í þakk- lætisskyni fyrir gistirými sem Ísfirð- ingafélagið lánar listamönnum á meðan sýningin stendur yfir. „Sól- túnsverkið“ verður síðan boðið upp á Westfjord ArtFest um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.