Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Bandaríkjamanna sé hlynntur því að hjónabönd para af sama kyni verði heimiluð og samtök samkynhneigðra og stuðnings- manna þeirra vona að hæstiréttur Bandaríkjanna kveði upp þann tímamótaúrskurð síðar á árinu að bann við slíkum hjónaböndum brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Að sögn bandarískra fjölmiðla telja þó lögspekingar fátt benda til þess að dómstóllinn komist að þeirri niður- stöðu. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tekið fyrir tvö dómsmál sem hafa verið höfðuð í tengslum við deiluna um hjónabönd para af sama kyni. Búist er við að dómstóllinn úrskurði í málunum fyrir lok júnímánaðar. Annað málið snýst um alríkislög þar sem hjónabandið er skilgreint sem samband karls og konu, svo- nefnd DOMA-lög. Bill Clinton, þá- verandi forseti, undirritaði lögin ár- ið 1996 en síðan hafa fjórir alríkisdómstólar og tveir áfrýjunar- dómstólar hnekkt þeim. Barack Obama forseti ákvað fyrir rúmum tveimur árum að fyrirskipa dóms- málaráðuneytinu að verja ekki lögin fyrir rétti. Repúblikanar eru hins vegar með meirihluta í fulltrúadeild- inni og lögfræðingar á vegum þeirra verja lögin fyrir hæstarétti í stað dómsmálaráðuneytisins, auk lög- fræðinga á vegum hreyfinga krist- inna manna og íhaldsmanna. Hjónabönd para af sama kyni hafa verið heimiluð í níu sam- bandsríkjum og í Washington-borg en DOMA-lögin koma í veg fyrir að samkynhneigð pör, sem gengið hafa í hjónaband, njóti sömu réttinda og gagnkynhneigð hjón. Edie Windsor, 83 ára lesbía, höfðaði málið vegna þess að henni var gert að greiða erfðaskatt að andvirði 363.000 doll- ara (rúmra 20 milljóna króna) vegna arfs sem hún fékk eftir sambýlis- konu sína árið 2009. Þær bjuggu í New York og gengu í hjónaband í Kanada eftir að hafa búið saman í rúm 40 ár. Ef Edie Windsor hefði verið gift karlmanni hefði hún ekki þurft að greiða erfðaskattinn. Meirihluti styður hjónabönd samkynhneigðra Stjórn Obama var í fyrstu andvíg því að Windsor höfðaði málið en sneri við blaðinu og vill nú að DOMA-lögin verði afnumin. Nokkr- ir lögspekingar vestra hafa spáð því að niðurstaða hæstaréttar Banda- ríkjanna verði sú að DOMA-lögin brjóti gegn rétti einstakra ríkja til að setja hjúskaparlög sem heimila hjónabönd para af sama kyni. Hitt dómsmálið varðar bann við hjónaböndum para af sama kyni í Kaliforníu. Bannið var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu í ríkinu árið 2008 eftir að hjónabönd höfðu verið leyfð þar. Samkynhneigð pör, sem höfðu gengið í hjónaband í Kaliforníu fyrir bannið, höfðuðu málið og segja bannið brot á stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Stuðningsmenn hjóna- banda samkynhneigðra vona að hæstirétturinn hnekki banninu og úrskurði að ekkert sambandsríkj- anna geti bannað hjónabönd para af sama kyni. Ummæli dómara, sem talið er að ráði úrslitum í málinu, benda þó til þess að ólíklegt sé að dómstóllinn kveði upp slíkan úr- skurð, að sögn lögspekinga vestra. Skoðanakannanir benda til þess að stuðningurinn við hjónabönd samkynhneigðra hafi stóraukist á síðustu misserum og meirihluti landsmanna sé hlynntur því að pör af sama kyni geti gengið í hjóna- band. Stuðningurinn er yfirgnæf- andi meðal þeirra sem eru undir fer- tugu. Vonast eftir tímamótadómi  Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur fyrir tvö dómsmál í tengslum við deiluna um hjónabönd para af sama kyni *Lögleyfð árið 2009 1 2 8 Heimild: Mannréttindahreyfingin HRC Níu ríki hafa leyft hjónabönd para af sama kyni Lagalega staðan eins og hún er núna í Bandaríkjunum Viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra para sem giftast í öðrum ríkjum Nýja-Mexíkó er eina sambandsríkið sem ekki er með nein sérstök lög um hjónabönd samkynhneigðra Banni við hjónaböndum samkynhneigðra hefur verið skotið til hæstaréttar KALIFORNÍA Hjónabönd para af sama kyni heimiluð Massachusetts1 Massachusetts, 2004 Connecticut2 Co necticut, 2008 Iowa3 Iowa, 2009 4 Vermont, 2009 5 New Hampshire, 2010 NewYork6 NewYork, 2011 Heimila staðfesta samvist para af sama kyni sem veitir þeim sömu lagalegu réttindi og hjónum NewYork7 Maine, 2012 8 Maryland, 2012 9Washington, 2012 Hjónabönd para af sama kyni bönnuð 9 3 WASHINGTON DC* 6 4 7 5 AFP Skiptar skoðanir Stuðningsmenn og andstæðingar hjónabanda samkyn- hneigðra fyrir utan byggingu hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington. Unga fólkið frjálslyndara » Viðhorfsbreyting almenn- ings í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að margir for- ystumenn demókrata hafa lýst yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra á síðustu misserum, þ. á m. Obama í maí á liðnu ári. » Fáir af forystumönnum repúblikana styðja hjónabönd samkynhneigðra. Ný könnun bendir til þess að 59% allra repúblikana séu andvíg slíkum hjónaböndum en stuðningur- inn við þau sé að aukast meðal ungra repúblikana. Since 1921 Við höfum notað lífræna jurtaolíu í vörur okkar í meira en 90 ár. Þær hafa marga frábæra eiginleika og næra húðina m.a. með vítamínum, andoxunar- efnum og fitusýrum. Vörurnar okkar eru prófaðar af óháðum aðila* og eru vottaðar NaTrue vörur. Olíurnar veita vellíðan styrkja og vernda þurra húð - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Það er ekkert jafn rakagefandi og olíurnar okkar Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland *Derma Consult Concept GMBH Útsölustaðir: Apótek og Heilsuverslanir um allt land Lögreglan í Króatíu, með aðstoð Europol, hefur stöðvað starfsemi peningaverksmiðju í Króatíu en þar höfðu falsaðar evrur verið prent- aðar í gríð og erg. Alls voru átján menn handteknir en einn þeirra hótaði lögreglumönnum með hand- sprengju þegar þeir réðust til at- lögu. Glæpahópurinn sem stóð að pen- ingafölsuninni hóf starfsemina í október í fyrra en sérsvið þeirra var prentun á 50 evru seðlum. Alls tóku 150 lögreglumenn þátt í að- gerðunum í fimm borgum Króatíu: Bjelovar, Cakovec, Koprivnica, Va- razdin og Zagreb. Sjálf prent- smiðjan var til húsa í Bjelovar. Glæpamaðurinn sem ógnaði lög- reglunni var handtekinn í Zagreb. Lögreglan yfirbugaði manninn áð- ur en hann náði að henda sprengj- unni og enginn særðist. Talið er að allir þeir sem til- heyrðu glæpahópnum hafi verið handteknir í fyrradag. Hald var lagt á prentbúnað, 3.600 eintök af 50 evru seðlum eða alls 180 þúsund evrur. Auk 63 pakkninga af 50 punda seðlum sem átti eftir að snyrta til, að því er fram kemur í frétt á vef Europol. KRÓATÍA Prentuðu falsaðar evrur í gríð og erg Lögreglan í bænum Strömstad í Svíþjóð er við öllu búin vegna ár- legrar „skírdagsinnrásar ölvaðra Norðmanna“ og hefur tekið frá tíu fangaklefa vegna þessa. Strömstad er skammt frá landamærum Nor- egs og Svíþjóðar og þangað fara Norðmenn gjarnan til að kaupa áfengi, sem er ódýrara í Svíþjóð. Það er vinsæll siður meðal Norð- manna að sækja bæinn heim á skír- dag og gera þá vel við sig í drykk. Ferðamálaskrifstofa bæjarins segir að allt gistirými sé þegar þétt- setið Norðmönnum og ákveðið hef- ur verið að loka áfengisversl- uninni, System- bolaget, í dag. Spurður að því af Aftenposten hvort hann telji að tíu fangaklef- ar hýsi alla þá Norðmenn sem muni vera með ólæti svarar lög- reglumaður Henrik Rörberg því til að fari svo að klefarnir fyllist, þá þurfi fleiri að deila fleti. SVÍÞJÓÐ Búa sig undir innrás ölvaðra Norðmanna Frá Strömstad í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.