Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir: KRAKA EA059, fiskiskip, fastanr. 6648, Hrísey, Akureyri, þingl. eig. Birgir Rafn Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, miðviku- daginn 3. apríl 2013 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 27. mars 2013, Halla Einarsdóttir ftr. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi fasteign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Blöndubakki, fnr. 145-410, 213-8274, Blönduósi, þingl. eig. samkv. kaupsamn. Bryndís Blöndal en þingl. eig. samkv. afsali Kristín Ásgerður Blöndal og Jóhanna Rósa Blöndal, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 2. apríl nk., kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 27. mars 2013, Bjarni G. Stefánsson sýslum. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Melasíða 10, íb. M 01-0403 (214-9106), Akureyri, þingl. eig. Alexander Jóhannesson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 3. apríl 2013 kl. 13:00. Þingvallastræti 29, eignarhl., íb. 01-0101, bílsk. 02-0101 (215-1875), Akureyri, þingl. eig. Guðmundur Karl Óskarsson, gerðarbeiðandi Lýsing hf, miðvikudaginn 3. apríl 2013 kl. 13:15. Sýslumaðurinn á Akureyri, 27. mars 2013, Halla Einarsdóttir ftr. Tilkynningar Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis tilkynnir: Framboðsfrestur til alþingiskosninga 27. apríl 2013 rennur út 12. apríl 2013, kl. 12:00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis tekur á móti framboðslistum föstudaginn 12. apríl 2013, kl. 09:00-12:00 í Múlabergi, Hótel KEA á Akureyri. Á framboðslistum skulu vera nöfn 20 frambjóðenda, hvorki fleiri né færri.Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Listanum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er borinn fram frá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera að lágmarki 300 en 400 að hámarki. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans, hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans í kjördæminu. Yfirkjörstjórn mælist til þess að öllum listum verði einnig skilað á rafrænu formi. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður í bæjar- stjórnarsal Ráðhússins á Akureyri, að Geislagötu 9, laugardaginn 13. apríl kl. 16:00. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er þess farið á leit að framboðslistar og meðmælendalistar verði sendir með rafrænum hætti á excelskjali til oddvita yfirkjörstjórnar um leið og unnt er í netfangið: pallh@vma.is, sími 892-6350. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 27. apríl 2013, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Norð- austurkjördæmis í Verkmenntaskólanum á Akureyri en talning atkvæða fer fram í sal Brekkuskóla við Skólastíg á Akureyri að loknum kjörfundi. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis, 26. mars 2013, Páll Hlöðvesson, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Gestur Jónsson, Helga Arnheiður Erlingsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson. Frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis Alþingiskosningar 27. apríl 2013 Auglýsing um viðtöku framboða og fleira Framboðsfrestur til alþingskosninga, sem fram eiga að fara þann 27. apríl 2013, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 12. apríl nk. Framboð í Suðvesturkjördæmi skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, sem veit- ir þeim viðtöku í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, föstudaginn 12. apríl 2013, kl. 10 til 12 fyrir hádegi. Á framboðslista skulu vera nöfn 26 frambjóð- enda, eða tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Suðvesturkjördæmi um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram.Tilgreina skal nafn meðmælanda, kenni- tölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 390 hið fæsta og eigi fleiri en 520. Sami kjósandi má ekki mæla með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir, verður kjósand- inn ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Loks skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðend- um listans um það hverjir tveir menn séu um- boðsmenn listans. Yfirkjörstjórn fer þess á leit að framboðslistar og meðmælendalistar verði, auk hinna skrif- legu eintaka, afhentir á tölvutæku formi (excel- skjali á minnislykli). Fundur yfirkjörstjórnar til að úrskurða um framboð, þar sem umboðsmönnum framboðs- lista gefst kostur á að vera viðstaddir, verður haldinn í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, laugardaginn 13. apríl 2013, kl. 12 á hádegi. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 27. apríl 2013, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22. Fyrstu kjörkassar verða opnaðir kl. 18:30 og hefst þá flokkun atkvæða. 25. mars 2013. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis, Jónas Þór Guðmundsson, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Sigríður Jósefsdóttir, Elín Jóhannsdóttir. Verkefnastjóri og aðstoðarkonur óskast til starfa Ég er rúmlega tvítug kona með þroskahömlun/einhverfu og leita eftir aðstoðarkonum á aldrinum 20-35 ára í spennandi og krefjandi starf. Ég bý á Suðurnesjum og fer daglega í Hæfingu. Ég þarfnast aðstoðar við allar athafnir daglegs lífs til að lifa eins sjálfstæðu lífi og kostur er, sbr. lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Um er að ræða dag-, kvöld og næturvaktir á virkum dögum og um helgar. Unnið verður eftir hugmyndafræðinni um notendastýrða persónulega aðstoð. Starfs- og ábyrgðarsvið verkefnastjóra - Dagleg stýring og gerð þjónustuáætlunar - Yfirumsjón með vöktum aðstoðarkvenna - Samskipti við þjónustuaðila s.s. félagsþjónustu, Hæfingarstöð ofl. - Skipulag fræðslu og ráðgjafar til aðstoðarkvenna - Vaktir og aðstoð við athafnir daglegs lífs Menntun og hæfniskröfur vegna starfs verkefnastjóra - Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. þroskaþjálfun eða fötlunarfræði - Góð reynsla á sviði málefna fólks með fötlun - Jákvæðni, virðing, sveigjanleiki og lipurð í sam- skiptum - Hreint sakavottorð - Reyklaus - Bílpróf Starfs- og ábyrgðarsvið aðstoðarkvenna - Aðstoð við athafnir dagslegs lífs m.a. hreinlæti, klæðnað, matargerð, tiltekt og keyrslu - Aðstoð við þátttöku í samfélaginu s.s. tómstundir og félagslíf - Vinna samkvæmt þjónustuáætlun - Auka lífsgæði og sjálfstæði Hæfniskröfur vegna starfa aðstoðarkvenna - Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða reynslu á sviði málefna fólks með fötlun - Jákvæðni, virðing, sveigjanleiki og lipurð í sam- skiptum - Hreint sakavottorð - Reyklaus - Bílpróf Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2013.Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Kolfinna Magnúsdóttir talsmaður í síma 864-9192 eða Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsráðgjafi í síma 420-7555. Einnig má senda fyrirspurnir á kolfinnasm@simnet.is eða gudrun@sandgerdi.is Umsóknir og ferilskrár þar sem tilgreindir eru 2-3 meðmælendur sendist á ofangreind netföng. Atvinnuauglýsingar Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund föstudaginn langa kl. 14.00 og páskadag kl. 14.00. Skírdagur kl. 11.00 Brauðsbrotning. Ræðumaður Ólafur Jóhannsson. Föstudagurinn langi kl. 14.00 Kyrrðarstund í umsjá Alþjóðakirkjunnar. Laugardagur 30. mars kl. 17.00 Alþjóðakirkjan. Samkoma fyrir spænskumælandi. Páskadagur kl. 11.00 Hátíðarsamkoma. Helgi Guðnason prédikar. Páskadagur kl. 14.00 Alþjóðakirkjan. Samkoma á ensku. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Raðauglýsingar 569 1100 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.