Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
Það þótti fréttnæmt þegar Jó-hanna Sigurðardóttir og Guð-
laugur Þór Þórðarson féllust í póli-
tíska faðma þegar Jóhanna lofaði
óvænt að tryggja honum og þing-
heimi upplýsingar um laun slit-
astjórna. Þetta var
fyrir 20 dögum. Jó-
hanna sagði það
sannarlega ekki
vera stefnu Sam-
fylkingar að ekki
yrði upplýst um
laun slitastjórna:
Ég vil gjarnan gera allt sem ímínu valdi stendur til að upp-
lýsa um þessi laun. Það er rétt sem
hv. þingmaður segir, við gætum í
gegnum Seðlabankann fengið upp-
lýsingar um laun slitastjórna í
Landsbankanum. Ég veit ekki bet-
ur en að á sínum tíma, þegar um-
ræða var uppi um þetta og rætt í
ríkisstjórninni, hafi ég óskað eftir
því að reynt yrði eins og hægt væri
að fá þessar upplýsingar og Seðla-
bankanum (var) skrifað þar að lút-
andi.
Ég veit ekki hvernig það hefurgengið fyrir sig í Seðlabank-
anum, ég geri ráð fyrir að hann
hafi orðið við ósk ráðherra um að
fá upplýsingarnar. Ég skal að
þessu gefna tilefni ganga á eftir
því. Ég er viss um að fjár-
málaráðherra Katrín Júlíusdóttir
mun með glöðu geði ítreka það við
Seðlabankann og kanna hvort
þessi ósk ríkisstjórnarinnar um að
ganga á eftir þessu máli hafi verið
hunsuð.
Ég skal bara gera það þegar ídag og ganga úr skugga um
hvort Seðlabankinn hafi ekkert
gert í málinu. Það er auðvitað ekki
hægt að búa við það ef Seðlabank-
inn hunsar vilja ríkisstjórnarinnar
í þessu máli.“
Síðan hefur ekkert frést af mál-inu.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Strax í dag
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.3., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri -1 skýjað
Kirkjubæjarkl. 2 slydda
Vestmannaeyjar 3 rigning
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 2 heiðskírt
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur 3 heiðskírt
Helsinki 1 heiðskírt
Lúxemborg 2 skýjað
Brussel 5 heiðskírt
Dublin 1 skýjað
Glasgow 3 léttskýjað
London 2 skýjað
París 5 skýjað
Amsterdam 6 heiðskírt
Hamborg 2 skýjað
Berlín 2 heiðskírt
Vín 0 skýjað
Moskva -5 heiðskírt
Algarve 17 skýjað
Madríd 16 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg -11 heiðskírt
Montreal 5 skýjað
New York 7 heiðskírt
Chicago 4 skýjað
Orlando 10 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:59 20:08
ÍSAFJÖRÐUR 7:01 20:16
SIGLUFJÖRÐUR 6:44 19:59
DJÚPIVOGUR 6:28 19:38
Sjálfstæðisflokkurinn › xd.is
Páskaegg
umalla borg
› Páskaeggjaleit í Laugardal
Við þvottalaugarnar fimmtudaginn 28. mars, kl. 13:00. Hanna Birna Kristjánsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræsir keppnina.
› Páskaeggjaleit í Breiðholti og Árbæ
Í Elliðaárdalnum laugardaginn 30. mars kl. 13:00 við gömlu Rafveitustöðina.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræsir keppnina.
› Páskaeggjaleit í Grafarholti
Við Reynisvatn laugardaginn 30. mars kl. 13:00.
Brynjar Níelsson ræsir keppnina.
› Páskaeggjaleit í Vesturbæ
ÁÆgisíðunni við Grásleppuskúrana laugardaginn 30. mars
kl. 13:00. Birgir Ármannsson alþingismaður ræsir keppnina.
› Gleðilega páska
Komdu og taktu þátt í leitinni að páskaeggjunum í Reykjavík.
Við leggjum af stað kl. 13 á fimmtudag og laugardag.
Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps
fagnar áliti innanríkisráðuneytisins
um rekstur grunnskóla Tálkna-
fjarðarhrepps. Yfirvöld í hreppnum
hafa þegar brugðist við þeim at-
hugasemdum sem gerðar voru í
umræddu áliti hvað varðar rekstr-
arform skólans sem ekki lágu fyrir
í upphafi þegar samningur við nú-
verandi rekstraraðila var gerður.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
hreppsnefndinni.
Í september síðastliðnum benti
menntamálaráðuneytið á að sveit-
arfélaginu hefði ekki verið heimilt
að semja við Hjallastefnuna um
rekstur grunnskólans, hún hefði
ekki fengið viðurkenningu frá
menntamálaráðuneytinu. Í áliti inn-
anríkisráðuneytisins segir að
Tálknafjörður megi gera samninga
við einkaaðila um áðurnefndan
rekstur. En einnig er bent á að
Hjallastefnuna skorti viðurkenn-
ingu frá menntamálaráðuneytinu.
Innanríkisráðuneytið gerði hreppn-
um að koma rekstri skólans í lög-
mætt horf eins fljótt og auðið er.
Í tilkynningu frá hreppsnefnd
segir að Hjallastefnan efh. hafi sótt
um umrædda viðurkenningu og
þegar hún liggi fyrir sé stefnt að
endurnýjun samnings við Hjalla-
stefnuna um rekstur grunnskólans
á Tálknafirði.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Börn Kennsla í Tálknafjarðarskóla.
Fagna
áliti ráðu-
neytisins
Stefna á að Hjalla-
stefnan verði áfram