Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ástæða þess að ég tók þetta verk-
efni að mér var að koma á framfæri
sjónarhorni lögreglumanna á þessa
atburði og lögreglumenn, sem hafa
haft samband við mig, eru mjög
ánægðir með að þetta hafi verið
gert,“ segir Stefán Gunnar Sveins-
son, sagnfræðingur og doktorsnemi
við London School of Economics á
Englandi, um nýútkomna bók sína,
Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin
eða skipulögð?
Stefán Gunnar segir að að í fyrra
hafi hann kynnst lögreglumanni
sem hafi sagt sér hvernig svonefnd
búsáhaldabylting hafi verið, frá
hans sjónarhorni. Sér hafi strax
þótt efnið mjög áhugavert til þess
að fjalla um í bók og í kjölfarið hafi
hann ákveðið að ráðast í verkið.
Stefán Gunnar lauk mastersnámi
í London 2006 og hóf síðan dokt-
orsnám við sama skóla. Þegar hann
kom heim 2010 fór hann að vinna
fyrir Þór Whitehead sagnfræðing
við gerð bókarinnar Sovét-Ísland
óskalandið – Aðdragandi byltingar
sem aldrei varð. Hann segir að sú
vinna hafi líka haft áhrif. „Ég vann
við að finna myndir og las bókina
yfir og þá sá ég þessa ótrúlegu frá-
sögn af Gúttó-slögunum,“ segir
hann. „Bók Þórs kom út um 80 ár-
um síðar og það var fyrst þá sem
lögreglumenn, sem höfðu hlotið því-
líkan skaða og aldrei beðið þess
bætur, fengu sína sögu sagða. Það
var ákveðinn hvati fyrir mig til þess
að skrifa þessa bók, þegar tilefnið
gafst á liðnu ári.“
Stærsta verkefni lögreglunnar
Lögreglan stóð í ströngu í búsá-
haldabyltingunni og Stefán Gunnar
segir mikilvægt að sýn og sjón-
armið lögreglumanna á þessa at-
burði gleymist ekki.
„Þeir þurftu að takast á við ótrú-
lega hluti,“ segir Stefán Gunnar.
„Hrunið hafði áhrif á þá eins og alla
aðra og mér þótti mikilvægt að
þeirra sjónarmið heyrðust. Þetta er
stærsta verkefnið sem lögreglan hef-
ur fengið á lýðveldistímanum og hún
leysti það með slíkum sóma að
traustsmælingar á henni mælast í
hæstu hæðum, þrátt fyrir að hún hafi
þurft að beita mótmælendur valdi.“
Stefán Gunnar segir að æskilegt
sé að einhver tími líði frá atburð-
um áður en skrifað sé um þá með
hlutleysi og fleira í huga en á móti
komi að gott sé að fá munnlegar
heimildir strax meðan þær séu í
fersku minni. Hann sé ánægður
með hvernig til hafi tekist og við-
brögðin hafi bæði verið jákvæð og
neikvæð.
Hrós frá mótmælanda
„Neikvæðu viðbrögðin hafa
flest verið frá fólki sem hefur ekki
lesið bókina en talið sig samt fært
um að mynda sér skoðun á efni
hennar og jafnvel á mér sem per-
sónu út frá því sem það finnur á
Google,“ segir Stefán Gunnar.
„En þeir sem hafa lesið bókina og
hafa haft samband við mig hafa
allir verið mjög jákvæðir í minn
garð og tekið sérstaklega fram að
mér hafi tekist að vera, þrátt fyrir
allt, nokkuð hlutlaus. Í því sam-
bandi vil ég nefna að um daginn
hringdi til mín einn viðmælenda í
bókinni. Þessi viðmælandi kemur
úr röðum mótmælenda en hann
vildi hrósa mér fyrir að hafa skrif-
að frábæra bók. Hann sagðist
hafa lesið hana tvisvar og þó að
hann væri ekki sammála öllu sem
stæði í bókinni tók hann sér-
staklega fram að honum sýndist
að ég hefði gert eins vel og ég
gat, miðað við bakgrunn minn, að
vera hlutlaus sagnfræðingur. Mér
þótti afskaplega vænt um þetta
símtal.“
Sjónarhorn lögreglunnar mikilvægast
Lögreglumenn ánægðir með bók Stefáns Gunnars Sveinssonar sagnfræðings um búsáhaldabylt-
inguna Leystu verkefnið með sóma Höfundi þykir vænt um viðbrögð mótmælanda við bókinni
Morgunblaðið/Ómar
Búsáhaldabyltingin Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur áritar bók sína í útgáfuhófi í bókabúð Eymundsson.
PÁSKABLÓMIN
HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ GLEÐJA Í DAG?