Morgunblaðið - 28.03.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.03.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Ertu að taka til í … …garðinum … geymslunni Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! HYGEA Kringlunni og Smáralind Full búð af nýjum vörum Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við búumst við mörgu hressu fólki á hátíð- ina og veðurspáin er góð. Gámaþjónusta Vestfjarða hefur tæmt húsnæðið sitt og við erum að koma sviðinu upp. Þetta er allt eins og það á að vera,“ segir Jón Þór Þor- leifsson, smali og rokkstjóri hátíðarinnar „Aldrei fór ég suður, rokkhátíðar alþýð- unnar“, sem haldin er í tíunda sinn á Ísa- firði um helgina. Búist er við að töluverður fjöldi fólks leggi leið sína vestur um páskahelgina en skíðavika er einnig haldin á Ísafirði um helgina, og hún býr yfir sínu aðdráttarafli. Rokkstjóri kveður „Það er spurning hvort það verður ekki brúðkaup þetta árið,“ segir Jón Þór spurður hvort og hvernig hægt verði að toppa fyrri hátíðir. Í því sambandi má nefna að eitt rokkaðasta bónorð sögunnar var borið upp á hátíðinni í fyrra, uppi á sviði, þegar tveir Ísfirðingar trúlofuðu sig við góðar und- irtektir viðstaddra. Þetta verður í síðasta skiptið sem Jón Þór ber titilinn rokkstjóri. Hann stýrir há- tíðinni í þriðja og síðasta sinn í ár. „Það er gott að fá inn nýtt blóð. Mögu- legur kandídat er kominn en ekki verður upplýst hver hann er fyrr en eftir hátíðina um helgina. Það er til nóg af kraftmiklu fólki hér á svæðinu til að taka við kefl- inu,“ sagði Jón Þór en gaf þó í skyn að rokkstýra gæti allt eins tekið við á næsta ári. Hann sagði að stefnan hefði alltaf verið að stjórna hátíðinni í þrjú ár og þetta hefðu verið mjög skemmtileg og gefandi ár. Það kæmi honum samt alltaf jafn mik- ið á óvart hversu margir listamenn væru tilbúnir að gefa vinnuna sína og hve auð- velt væri að fá styrktaraðila til að fjár- magna hátíðina. Það sem tekur við næst hjá Jóni Þór er seta í nefndinni „fyrrver- andi rokkstjórar Aldrei fór ég suður“ sem er víst ekki amalegur félagsskapur. Allir jafnir í sviðsljósinu Allar sveitir fá að vera í sviðsljósinu í 20 mínútur, hvort sem um er að ræða Mugison eða nýliða. Jón Þór segir það mikilvægt að öllum sé gert jafn hátt undir höfði. Hann segist ekki geta nefnt eina uppáhaldshljómsveit og líkir því við að gera upp á milli barnanna sinna, eitt er víst að það verður mikið rokkað á Ísafirði um helgina. Rokkhátíðin hefst á föstudagskvöld og heldur áfram á laugardagskvöld en fjöldi atburða verður í tengslum við hátíðina. Hægt er að sjá dagskrána á vefnum aldrei.is. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Rokkstjóri Jón Þór Þorleifsson smali stýrir hátíðinni Aldrei fór ég suður í þriðja og síðasta sinn. „Spurning hvort það verði brúðkaup“  Aldrei fór ég suður í tíunda sinn  Mögulega rokkstýra á næsta ári „Til að fjölga störfum á Íslandi þarf að auka umsvif í atvinnulífinu og fjárfesta í aukinni framleiðslu- og þjónustugetu.“ Þetta kemur fram í umfjöllun hagdeildar Samtaka at- vinnulífsins á vefsvæði SA. „Undanfarin fjögur ár hafa fjár- festingar í heild og fjárfestingar at- vinnulífsins verið í sögulegu lág- marki. Litlar fjárfestingar undanfarin ár valda því að störfum fjölgar hægt, það dregur hægt úr atvinnuleysi og fólk heldur áfram að leita betri afkomu með því að flytja úr landi. Tækifærin til að snúa við blaðinu blasa hins vegar við,“ segir í umfjölluninni. Mikil uppsöfnuð fjárfesting- arþörf í byggingariðnaði Þar segir einnig: „Það er ánægju- legt að sjá hagfelld rekstrarskilyrði endurspeglast í auknum fjárfest- ingaráformum í ferðaþjónustu eins og fram kemur í nýlegri könnun Capacent fyrir SA og Seðlabank- ann sem gerð var í mars meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækj- anna. Í byggingariðnaði, þar sem mikil uppsöfnuð fjárfestingarþörf er til staðar, er líka útlit fyrir aukn- ar fjárfestingar en almennt er gert ráð fyrir minni fjárfestingum á árinu 2013 en 2012,“ segir enn- fremur í umfjölluninni. Hagdeildin segir að þrátt fyrir þetta sé fjárfesting í öllum atvinnu- greinum í lágmarki og horfur slæmar ef ekki verði breytt um stefnu. Ennfremur að á síðasta ári hefðu fjárfestingar þurft að vera allt að 150 milljörðum króna meiri til að vera í samræmi við meðaltal fjárfestinga á Íslandi síðustu 67 ár- in eða um 24% af landsframleiðslu. Heildarfjárfestingar á Íslandi árið 2012 hefðu þurft að vera yfir 400 milljarðar króna í stað 250 millj- arða eins og raun hafi orðið. Þörf á 150 milljarða meiri fjárfestingu  Fjárfestingar undir 67 ára meðaltali Morgunblaðið/Styrmir Kári Framkvæmdir SA benda á að litlar fjárfestingar undanfarinna ára valda því að störfum fjölgar hægt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.