Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Þessari spurningu, sem er yfirskrift þess- arar greinar, svaraði ég á kynningarfundi Flokks heimilanna í Háskólabíói 20. mars. Heimili unga fólks- ins eru eignalaus. Þeir eldri, sem ekki lentu í hruninu, eru skattp- índir og í fram- færsluvanda. Aldraðir og öryrkjar hafa kynnst tekjuteng- ingum stjórnarinnar og að aldrei er staðið við loforð þeim til handa. Þeir eru í enn meiri vanda. Þriðjungur þjóðarinnar á ekkert, þriðjungur er í miklum vanda að sjá fyrir sér og sínum og þriðjungur hefur nóg. Ég svaraði spurningum fundarins með því að segja að von heimilanna væri fólkið sjálft, sem yrði að rísa upp. Breyta yrði störfum Alþingis og reisa Ísland við. Heiðarlegt uppgjör Flokkur heimilanna vill heið- arlegt uppgjör. Samhygð, réttlæti, jafnræði og frelsi. Hann vill standa vörð um hag allra heimila og tryggja flýtimeðferð dómsmála um lánin. Vegna forsendubrests hruns- ins verði höfuðstóll verðtryggðra lána færður niður. Annars vegar m.v. verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á og hins vegar verði litið til þess hvenær lán voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar, ekki sértækar. Uppboð: Stöðva ber uppboð heimila, bújarða og fyrirtækja, uns dómar liggja fyrir. Ólögmæt eigna- upptaka skal bætt.. Verðtryggð lán: Taka ber strax upp fast gengi og frysta vísitölu lána, svo þau beri aðeins samnings- vexti uns dómar liggja fyrir. Bjóða skal upp á ný óverðtryggð íbúðalán til greiðslu eldri lána. Íbúðalánasjóð á að gera upp svo vandi hans lendi ekki á lánþegum. Hliðstæð lán til bænda og minni fyrirtækja skulu veitt. Í stað vaxtabóta á að nýta það fé til tryggingabóta handa þeim sem verst standa. Bæta ber hag aldr- aðra og öryrkja með óskertum elli- lífeyri, auk eftirlauna. Stöðugt efnahagslíf: Taka ber fast á þrotabúum banka, vogunar- sjóðum og krónueignum erlendra aðila. Beita á útgönguskatti (wit- hholding tax) á greiðslur þrotabúa, og fella niður heimild til greiðslu vaxta, arðs og hagnaðar, í gjaldeyri. Breyta skal vísitölu verðtryggingar þannig að hún rýri krónuna ekki. Hún verði samsett og taki að hluta til verðbólgu og gengi gjaldmiðla viðskiptalanda. Um leið þarf að ákveða að gengi krónunnar myndist eingöngu í viðskiptum með inn- og útflutning, án fjármagnsliða, ann- arra en afborgana og vaxta af er- lendum lánum. Gjaldeyrishöft á að vera hægt að afnema innan árs, verði þessu fylgt. Starfsemi lánastofna: Hindra skal óhóflega lánaþenslu og festa for- gang innistæðutrygginga í sessi. Greina ber fjárfestingabanka frá annarri bankastarfsemi og útiloka að bankar stundi óskyldan rekstur. Þrengja á heimildir Seðlabanka sem lánveitanda til þrautavara. Auka ber ábyrgð og valdheimildir bank- ans til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Gjaldmiðillinn: Halda skal þannig á hagstjórn að Ísland geti fest gengi gjaldmiðils síns varanlega við al- þjóðlega mynt eða tekið upp mynt annars lands. Á meðan traust skap- ast á stöðugleika skal kanna ít- arlega kosti og galla þess að við- halda svo litlum gjaldmiðli sem krónan er. Skattar lækkaðir: Skattkerfið skal einfaldað og skattar lækkaðir næstu ár, í takt við aukna veltu. Óbeina skatta sem gengið hafa inn í verðlagið og vísitöluna skal lækka og afnema suma. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Inn- leiða ber nýtt hagstjórnartæki til að stýra útgjöldum hins opinbera. Lífeyrismál: Greiðslur í lífeyrissjóð eru ígildi skatts og mega ekki hækka. Endurskoða þarf lífeyriskerfið og af- marka skuldbindingar ríkissjóðs vegna þess. Arðsemiskröfu sjóða á að endurmeta. Fjár- festingu lífeyrissjóða ætti aðeins að beina í örugg markaðsbréf, s.s. ríkisbréf og skráð er- lend verðbréf. Endurskoða ber bótakerfið sem samfélagshjálp, en ekki dulbúa í því mismunun. Orkubúskapur: Nýta á orku fall- vatna af varfærni og ábyrgð. Lands- virkjun má ekki selja. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast ofþenslu. Selja ber orku á stóriðjukjörum til ylræktarklasa. Önnur stóriðja en álbræðsla gangi fyrir. Korn-, repju- og nepjurækt opnar nýjar leiðir, þ.m.t. framleiðslu eldsneytis. Byggja verður birgða- og vinnslustöðvar í þessu skyni. Neytendur njóti samkeppni: Ís- lendingar búa við samkeppni er- lendis en fákeppni heima. Samkeppniseftirlitið ber sök á þessu með samþykkt samruna í of miklum mæli. Skoða ber sérstök gjöld á fákeppni eða að skipta í smærri einingar, sem verði seldar ótengdum aðilum. Eru peningar til? Já, það eru nógir peningar til. Erlendir eig- endur „jöklabréfa“ greiða nú 35- 40% álag á gengi krónu í uppboðum Seðlabankans. Verði t.d. aðeins lagður slíkur skattur á erlenda eign þrotabúa og erlendar krónueignir, gæti það fært ríkissjóði yfir 1.000 milljarða króna, þar af 650 í gjald- eyri. Hagnaður banka um 60 millj- arða á ári gerir þeim kleift að af- skrifa meira skuldir heimila, sem þegar er töpuð til innheimtu. Flokk- ur heimilanna mun krefja fjár- málastofnanir uppgjörs í framhaldi af niðurstöðu dóma, ekki aðeins peningalega heldur einnig vegna af- leiðinga. Opinberar reglur verði settar um bætur til þeirra, sem misst hafa eignir sínar ólöglega, gefi niðurstaða dómsmála tilefni til þess. Eiga heimilin von? Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Það eru nógir pen- ingar til. Verði t.d. lagður skattur á erlenda eign þrotabúa og krónu- eignir, gæti það fært ríkissjóði yfir 1.000 milljarða króna. Höfundur er bóndi í Holti og talsmaður Flokks heimilanna. TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Bréf til blaðsins Nú fyrir nokkrum dögum var bent á það hér í blaðinu að til væri orðin stétt atvinnustjórnmálamanna, sem væru aðallega í því að tryggja eigin afkomu. Bent var á að beinn karl- leggur sömu fjöl- skyldu væri búinn að sitja á Alþingi í tæp áttatíu ár. Fyrir mörgum árum fundu Frakkar upp sk. lýðræði. Ungum er okkur innrætt að lýðræði sé eitt- hvað gott, en minna var fjallað um hvernig lýð- ræðið virkar. Franskir hugsuðir sömdu stjórnarskrá, með þrískiptu ríkisvaldi, þ.e. löggjafarvaldi, fram- kvæmdavaldi, og dómsvaldi. Valda- pólar þessir skyldu vera í jafnvægi, sjálfstæðir og hafa eftirlit hver með öðrum. Núgildandi stjórnarskrá (1944) virðist hafa verið smíðuð með þá frönsku að leiðarljósi. Formaður framkvæmdavaldsins er forsetinn í þeirri frönsku, og í þeirri íslensku snýst tæplega helmingur textans um völd forsetans og skyldur. Nú hafa einhverjir haldið því fram, að efna- hagslegar ófarir okkar stafi af lélegri stjórnarskrá og vilja nýja, lengri og flóknari. Sú gamla er bara prýðileg, ef það væri farið eftir henni. Hugsun frönsku meistaranna virðist eitthvað hafa skolast til hér hjá okkur, því löggjafarvaldið skipar fram- kvæmdavaldið og dómsmálaráðherr- ann skipar dómarana. Þetta er kall- að þingræði og er ekki lýðræði. Ef forsetinn okkar hefur vogað sér að fara eftir stjórnarskránni er sagt: „Þessi grein er úrelt því hún hefur aldrei verið notuð.“ Af- skiptasemi forsetans sparaði Íslend- ingum nokkur hundruð milljarða. Búið var til stjórnlagaráð, full- trúarnir virtust flestir fólk sem hefir verið duglegt að koma sér áfram gegnum ljósvakamiðla. Dr. John K. Galbraith kallaði svona fólk ista, en istar eru fólk sem vill búa til allsherj- arkerfi sem leysa öll mál og enginn þurfi að hugsa neitt. Að semja stjórnarskrá er sérstök fræðigrein sem tekur ca. tíu ár að nema í há- skóla. Ef klósettið bilar er hringt í pípara, hann lagar klósettið. Hvern- ig væri að hringja í dr. juris Gunnar Jónsson og fá tilboð í eitt stykki stjórnarskrá? GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur. Lýðræði Frá Gesti Gunnarssyni Gestur Gunnarsson mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.