Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Miðbær Reykjavíkur, að kvöldi 21. janúar 2009 Samfylkingarfélagið í Reykjavík hefur nýlega samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði slitið. Fyrir utan Þjóðleik- húskjallarann, þar sem fundurinn fer fram, er múgur sem slær taktfast í potta og pönnur. Heyrast mikil fagnaðaróp þegar fréttirnar berast út af fundinum. Stór hluti viðstaddra fer á næsta bar til þess að fagna sigri, ríkisstjórnin getur varla lifað þetta áfall af. Aðrir hyggjast láta kné fylgja kviði og fara á Austurvöll. Þar bíður þeirra óeirðasveit lögregl- unnar sem hefur þann starfa að verja Alþingishúsið. Þar endurtekur sig sagan frá því kvöldið áður, þorri mótmælenda kveikir varðeld og dansar í kringum hann. Aðrir sjá sér leik á borði og sækja hart að lögreglunni. Öllu tiltæku er kastað að lög- reglumönnunum, grjóti, málningu, skyri, þvagi og saur. Flugeldum er skotið á þá og sparkað er í skildi þeirra. Einhverjir rífa upp gang- stéttarhellur sem hver um sig vegur rúm þrjú kíló. Grjóti rignir yfir lög- reglumennina. Um 2-300 manna hópur króar á þriðja tug lögreglu- manna af við vesturhlið Alþing- ishússins og slær í bardaga þar sem lögregluþjónarnir þurfa að beita skjöldum sínum og piparúða til þess að halda velli. Um miðnætti er allur tiltækur piparúði á þrotum. Mót- mælendurnir skynja það og færast í aukana. Stórt bál logar á miðjum Austurvelli. Garðbekkjum í eigu borgarinnar og ýmsu lauslegu úr grenndinni er kastað á það. Einhver tekur sig til og hellir olíu á framhurð Alþingishúss- ins og leiðir olíuna að bálinu. Fljótlega leika eldtungurnar um dyrnar og reykur berst inn í húsið. Brunakerfið fer af stað og slökkvi- liðsmenn vara við því ef eldurinn berist inn að þá muni hann læsa sig í viðarklæðningar á veggjunum og gjöreyðileggja allt húsið. Lög- reglumennirnir eru að verða undir í bardaganum við mótmælendur þeg- ar óskað er eftir leyfi til að beita táragasi, í fyrsta sinn í Reykjavík í sextíu ár. Leyfið er veitt nær sam- stundis. Í þann mund sem lög- reglumennirnir eru að búa sig undir að beita táragasinu eykst grjótkastið um allan helming. Þá flýgur ein gangstéttarhella í gegnum loftið og beint í höfuðið á lögreglumanni. Fé- lagar hans bregðast skjótt við og koma honum í var þrátt fyrir að þeir séu einnig grýttir óspart. Hingað og ekki lengra. Frásögn 20. janúar 2009 Utandyra bárust lögreglumönn- um fleiri vísbendingar um að fólk innan Alþingishússins væri í sam- skiptum við mótmælendur, sem leit- uðu nú allra leiða til þess að frelsa fangana úr haldi, á sama tíma og lög- reglan sóttist eftir því að koma þeim frá Alþingishúsinu og upp á lög- reglustöð. Einn þaulreyndur lög- reglumaður sagði: Ég stend við rampinn niður í bílakjallara og við erum að vinna í að koma hinum handteknu í burtu, sem var eitt af stóru málunum hjá okkur, því við vissum að svo lengi sem þeir væru inni á Alþingi yrði veist að húsinu. Þá heyri ég tvær konur tala saman fyrir aftan mig og þær segja: „Stein- grímur J. sagði okkur að fangarnir væru enn í bílageymslunni.“ Stein- grímur J. Sigfússon hafði þá nýlega komið við öðru sinni í bílakjall- aranum til þess að vitja fanganna. Grímuklæddir mótmælendur sátu nú um innganginn að bílageymslunni og hugðust frelsa hina handteknu úr haldi lögreglunnar. Vörpuðu þeir sprengjum inn fyrir rifu á hurð bíla- geymslunnar og glumdi í þeim um allt rýmið. Var einn úr hópi fanganna fenginn til þess að biðja þá sem fyrir utan voru að hætta því. Reynt var nokkrum sinnum að koma föngunum í bíla og þaðan á lögreglustöðina. Það reyndist aldrei mögulegt því að í hvert sinn hafði mótmælendahóp- urinn safnast saman þar sem fyr- irhugað var að flytja fangana út. Töldu lögreglumenn víst að ein- hverjir innandyra hleruðu allt sem færi í gegnum talstöðvar þeirra: Þar voru, sérstaklega einn ákveðinn þingmaður, mér er sagt að það hafi verið fleiri, en ég sá til þessa þing- manns, þar sem hann var stanslaust inn á meðal okkar í símanum að koma upplýsingum út úr húsinu. Margir lögreglumannanna tóku talstöðina út úr eyranu á meðan þeir hvíldu sig í viðbyggingunni og heyrð- ist þá auðveldlega hvað menn sögðu í hana. Gekk svo fram eftir degi. Að lokum var brugðið á það ráð að nýta ekki talstöðina til þess að samræma aðgerðir lögreglunnar. Kristján Helgi Þráinsson, stjórnandi aðgerða, sagði: Ég hóaði þeim saman sem voru stjórnendur í flokkunum [hjá lögreglunni]. Ég notaði ekki talstöð og bannaði þeim að segja frá nokkru í talstöðina. Ég sagði þeim hvernig við ætluðum að hafa þetta, og hvern- ig við ætluðum að ná föngunum út. Það var þvílíkur tími sem fór í þetta, en þá loksins gengur það upp. Aðgerðin fólst í því að færa fang- ana í gegnum göng sem liggja að nærliggjandi húsi við Alþingishúsið. Fjórir til fimm lögreglubílar bíða við Landakotskirkju. Þegar Kristján Helgi gefur leyfi aka þeir að Hjálp- ræðishershúsinu og bíða þar frekara merkis frá honum. Þegar það fæst aka þeir Kirkjustræti á móti umferð og nema staðar fyrir framan húsið sem fangarnir höfðu verið fluttir í og þá hlaupa þeir upp í bílana ásamt lögreglumönnum. Aðgerðin krefst mikillar nákvæmni: ef bílarnir koma tíu sekúndum of fljótt að húsinu þá hafa mótmælendur ráðrúm til þess að koma í veg fyrir flutninginn. Á sama tíma þarf að samræma hreyfingar fanganna ásamt hreyf- ingum lögreglumanna til þess að tryggja það að allir séu á sínum stað á hárréttu augnabliki og til þess að vekja ekki grunsemdir meðal mót- mælenda um hvað stæði til. Þó að algjör leynd hefði hvílt yfir aðgerðinni dugði það ekki nema til þess eins að tefja fyrir mótmælend- unum, því að jafnskjótt og hún hófst barst skarinn hratt að því húsi sem verið var að nota til að koma föng- unum út. Einn lögreglumaður sem var við innganginn að bílakjallara Alþingis sá mótmælanda taka upp farsíma og heyrði hann segja að nú væri verið að flytja fangana í bíla hinum megin frá. Ef sú frásögn er rétt þá er ljóst að þær upplýsingar gátu einungis komið frá einhverjum innan veggja Alþingis þar sem um lokaða ganga er að ræða og aðeins starfsmenn Alþingis og þingmenn höfðu aðgang að þessu rými utan lögreglumanna. Lögreglan hafði nú leyfi til þess að beita kylfum til þess að koma bílum niður Kirkjustræti og að Pósthússtræti. Einn lög- reglumaðurinn sagði: Við förum út úr Alþingishúsinu og komum út um húsið. Það er búið að leggja lög- reglubílum þar öfugt svo hægt sé að fara beint með fangana í bílana. Ég er fyrsti eða annar maður út úr hús- inu og ekki með handtekinn mann. Þá heyri ég í talstöðinni: „Flýtið ykkur, fólkið er að koma til ykkar!“ Það kemur drengur fyrir hornið hlaupandi, hávaxinn, dökkhærður, með krullað hár og gleraugu. Við vorum búnir að fá skipun um að beita kylfum. Drengurinn hleypur á mig, og ég tek á móti honum. Ég slæ hann tvisvar sinnum, hann hrökklast undan, en fer síðan á móti mér aftur, ég slæ hann þriðja skiptið. Þá fer hann. Við komum fólkinu í bílana, en þá er allt „crowdið“ eiginlega komið að okkur og menn búnir að sjá hvað við vorum að gera. Við þurfum því að ryðja bílunum braut. Mótmælendur sóttu hart að bíl- unum og hugðust leysa fangana úr haldi lögreglu og neyddust lög- reglumenn því til þess að beita kylf- um sínum oft, bæði til að slá og eins til að ryðja brautina, á meðan bílarn- ir óku upp eftir öllu Kirkjustræti. Vakti það athygli lögreglumanna að það hafði kvisast út um þessa aðgerð einnig, þrátt fyrir talstöðvarbannið: „Þarna uppgötvaði ég að það var ein- hver að upplýsa almenning um það sem við vorum að gera, alltaf.“ Hart sótt að lögreglunni Bókin Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð? eftir Stefán Gunnar Sveinsson, sagnfræðing og doktorsnema í sagnfræði, kom út hjá Almenna bókafélaginu á dögunum. Á kápu segir að margt nýtt komi fram í bókinni og meðfylgjandi eru kaflar úr henni. Morgunblaðið/Júlíus Mótmæli Eldur var kveiktur á Austurvelli, eldtungurnar léku um dyr Alþingishússins og reykur barst inn í það. Morgunblaðið/Golli Árás Öllu tiltæku var kastað að lögreglumönnunum, grjóti, málningu, skyri, þvagi og saur. Flugeldum var skotið á þá og sparkað var í skildi þeirra. Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181 Heimasíðan okkar er uppfærð daglega og þar má finna allar upplýsingar um vörurnar okkar, sérpantanir, hvað er væntanlegt ásamt spennandi tilboðum Við sendum frítt heim í öll sveitarfélög á Íslandi! Þekking • Þjónustawww.innlit.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.