Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 36
36 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013
Íris Ósk Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Eir, fagnarþrítugsafmæli sínu í dag. Að sögn Írisar Óskar verður lítið umhúllumhæ á afmælisdaginn en hún ætlar að njóta þess að vera í
fríi í vinnunni, slaka á heima hjá sér með fjölskyldunni, taka lífinu
rólega og hafa það notalegt í tilefni dagsins.
Aðspurð hvort hún eigi von á einhverjum afmælisgjöfum í tilefni
þrítugsafmælisins segir Íris Ósk svo ekki vera. „Jú, örugglega
mamma mín og eitthvað af nánustu ættingjum. Ég er ekki að fara að
bjóða í neina veislu,“ segir Íris Ósk spurð hvort hún eigi von á því að
einhverjir vinir og vandamenn kíki til hennar í heimsókn í tilefni
dagsins og óski henni til hamingju með stórafmælið. Aðspurð segist
Íris almennt ekki vera mikið fyrir afmælisboð og bendir á að hún sé
ekkert að drepast úr spenningi vegna stórafmælisins. skulih@mbl.is
Íris Ósk Guðmundsdóttir er 30 ára í dag
Rólegheit Íris Ósk ætlar að taka lífinu rólega á afmælisdaginn.
Fagnar stórafmæli
í rólegheitum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Atli Þór Sigtryggsson, Pétur Ásbjarnarson, María Arnarsdóttir og Karólína Ósk
Halldórsdóttir héldu nokkrar tombólur á Glerártorgi og í verslun Samkaupa á
Byggðavegi á Akureyri. Þau söfnuðu 8.862 krónur og gáfu Rauða krossinum.
Hlutavelta
Reykjavík Ásta Svanhild fæddist 10.
október kl. 17.48. Hún vó 3.210 g og
var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Elín Marta Ásgeirsdóttir og Heiðar
Jónsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Jón Gabríel fæddist í
Reykjavík 29. júní. Hann vó 4.435 og
var 53 cm langur. Foreldrar hans eru
Tómas Arnar Sigurbjörnsson og
Sigþrúður Birta Jónsdóttir.
A
uður fæddist á Akureyri
á jarðskjálftadaginn
28.3. 1963 og ólst þar
upp. Hún var í Barna-
skóla Akureyrar og
Gagnfræðaskóla Akureyrar, stund-
aði nám við MA í tvo vetur og stund-
aði síðar nám við Gamle malerte-
knikker í Danmörku 1996-97 þar
sem hún lærði að búa til eftir göml-
um uppskriftum, lím-liti, kalk-liti,
eggmálningu, mjólkurmálningu, að
múra upp freskur, blaðgylla og blað-
silfra, að oðra og marmaramála, og
ýmiss konar skreytilist.
Auður starfaði hjá föður sínum og
bræðrum hans við bílaleiguna Höld
á Akureyri á árunum 1978-87, var
húsfreyja og móðir á Akureyri, í
Belgíu í eitt ár og síðan í Mosfells-
bænum og síðan í Danmörku þar
sem hún stundaði skeytinganámið.
Hún flutti síðan heim aftur 1999,
bjó skamma hríð í Mosfellsbæ en
Auður Helga Skúladóttir skreytilistakona – 50 ára
Úti í góða veðrinu Auður Helga og Hjörtur með börnunum, Viktor Helga, Fannýju Heiðu og Ágústu Hrönn.
Gefa lífinu róandi liti
Gamalt og gott Kalklitir, rósettur og annað rómantískt skraut hjá Auði.
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Komdu með í gott form
Frír prufutími
Opnir tímar:
Ketilbjöllur
þriðjud. og fimmtud. kl 12:00
Eykur samhæfingu vöðva og gefur þér
styrk og úthald
Kross fitt
þriðjud. og fimmtud. kl 17:15
og laugardaga, kl. 10:00
Styrkir alla vöðva líkamans
Spinning
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga, kl 12:00 og 17:15
Mikill hraði og brennsla