Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Það er óendan- lega margt sem kemur upp í hug- ann þegar öðlingurinn hann Þor- valdur er annars vegar. Hann var sérfræðingur í að koma auga á möguleikana í yfirborðinu. Hann hafði einstakt lag á að kitla bæði og klípa í kvikuna. Þá sömu og hrærist bakvið hlutverkin sem hafa okkur stundum alltaf á valdi sínu. Notkunarreglurnar og þess- ar hönnuðu og marserandi ímynd- ir sem þrýsta sér inn í lífið. Þor- valdur ferðaðist fumlaust á milli skuggsæls barnaskógarins og al- Þorvaldur Þorsteinsson ✝ Þorvaldur Þor-steinsson fæddist á Akureyri 7. nóvember 1960. Hann lést á heimili sínu í Antwerpen 23. febrúar 2013. Þorvaldur var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 15. mars 2013. veg upp að auglýs- ingaskiltinu milli pot- taplantnanna hjá Baðhúsi Lindu. Hann náði okkur í sviðnu reykköfunarrými Slökkviliðsins og leiddi okkur beinustu leið inn á reykelsis- mettað sjálfshjálpar- námskeið á sviði Borgarleikhússins. Það var stutt í af- hjúpandi og hlýja kaldhæðnina hjá okkar manni, skínandi myrkrið og margrætt brosið. Hann kenndi okkur að setja spurningarmerki við það sjálfsagða, upphrópunar- merki fyrir aftan það augljósa og gæsalappir báðum megin við ým- islegt sem við gefum okkur. Gáfur eru til að gefa og Þorvaldur var gjafmildur. Nærandi veran, ögr- andi og hvetjandi samræðurnar. Hann var með mörg spil á hendi. Og sífellt með önnur upp í erminni. Í venjulegum spilastokk eru 52 spil. Nákvæmlega jafn mörg og árin sem Þorvaldur lifði þegar hann yfirgaf sviðið og læddist út í belgíska vorið. Það er alveg í hans anda. Sjónarsviptirinn er mikill og söknuðurinn sár. Hann lifir áfram í margbrotnum verkum sínum. Takk fyrir framlag þitt til listar- innar. Haraldur Jónsson. Í dagslok þér mætir hans ævi merk, þess meistara í sköpun og spuna. Þá veistu að lífið er listaverk. Lengi skal manninn, lengi skal manninn muna. (H.F.) Innileg samúð til ástvina. Hildur Friðriksdóttir Horfinn er og farinn yfir móð- una miklu elskulegi og góði dreng- urinn Þorvaldur Þorsteinsson. Kynni okkar hófust þegar Sigrún fósturdóttir hans og yngsti sonur okkar, Sigurbjörn, fóru að búa saman. Ávöxtur þess sambands kom fljótlega þegar barnabarnið okkar hún Arney Ingibjörg fædd- ist. Arney var skírð á fæðingar- deildinni og það var stoltur afi Þorvaldur sem hélt henni undir skírn. Við minnumst þess, að lok- inni athöfninni, þegar Þorvaldur afi las fyrir okkur eftirfarandi: „Í morgun barst drottni sjálfum, dálítið skeyti frá dálitlum afa, sem langaði fyrir sitt leyti, að biðja hann með hendinni mjúku sinni, hlúi að litlu fallegu stúlkunni minni. Ég veit það Guð, þú gæta þarft að mörgu en gættu þó best að Arneyju Ingibjörgu- .“ Alveg er ég viss um að Guð hlustaði á þig, þrátt fyrir að hafa svo mikið að gera og hefur gætt Arneyjar okkar vel. Ég minnist þess þegar fallega góða stúlkan okkar tók sín fyrstu skref á söngbrautinni. Þú sast allt- af á fremsta bekk til að geta hlust- að nógu vel á sönginn. Oftast sá ég tár koma úr augunum þínum vegna þess að afastelpan þín söng og syngur svo einstaklega fallega. Kæri vinur Þorvaldur. Við hjónin þökkum fyrir að fá að kynnast þér. Ekki erum við í vafa um, að núna situr þú við hlið þeirra sem á himninum búa. Guð blessi alla ástvini þína. Birna og Dagbjartur. Baldur var löngum tengdur mér í taumi, misjafnlega strengd- um eins og gerist og gengur með starfsfélaga á stóru vinnusvæði í stóru fyrirtæki. Hann reyndi um tíma að koma mér til manns og kenna mér að starfa sem rafvirki og enn síðar að kenna mér prakt- íska tæknifræði. Ekki veit ég hvernig mat þessa góða kennara varð, en það veit ég að sjálfur verð ég þakklátur til hinstu stundar. Um Baldur vill ég viðhafa sorg- arstef Hannesar Hafstein við systurlát: „Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló.“ Þetta ljóð hefur svo sannarlega oft í hug komið þegar ég kveð samferðamenn sem miðl- uðu og gáfu mér yl og birtu og fræddu mig með sínum sjónar- miðum og lífsreynslu, og gerðu mér þannig kleift að klífa bratt- ann. Já, tónar ljóðsins eiga einkar vel við nú þegar Baldur er horfinn ✝ Baldur Helga-son fæddist í Reykjavík 12. nóv- ember 1922. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 2. mars 2013. Útför Baldurs fór fram í Kópa- vogskirkju 21. mars 2013. yfir móðuna miklu. Baldur var gef- andinn í öllu sam- starfi. Hann var framúrskarandi ræktunarmaður. Hans innra sjálf var verkfærið sem til þurfti, röskur var hann, en þolinmóður skapari í öllu því um- hverfi þar sem rækt- un skorti. Honum hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló og virða ríki náttúrunnar og hafði skýra skoð- un hvernig best væri að henni hlúð. Skógrækt átti hug hans og hjarta og var hans helgasta áhugamál. Það sanna hans mögn- uðu störf hjá skógræktarfélögum Kópavogs og Íslands. Heiðurs- félagi var hann í félaginu í Kópa- vogi. Baldur var líka einn af frum- herjum Tæknifræðingafélagsins og gegndi þar mörgum trúnaðar- störfum. Já, Baldur var alltaf að rækta og bjarga því sem bjarga varð í öllum sínum störfum og starfs- hléum. Hvar og hvenær sem var. Baldur hafði sem betur fer oft fagnað með gróandi trjám en líka grátið hvert tré sem dó, en hann var líka með hug og hönd í annarri ræktun og þá ekki síst ræktun mennskunnar. Hann ræktaði nefnilega líka þá sem hann stýrði í starfi og leik eða voru honum sam- ferða á lífsleiðinni. Þetta allt átti rót í hans miklu skyldurækni, vandvirkni og viðveru sem kastaði hreinlega birtu, yl og krafti á allt umhverfi þeirra sem með honum unnu eða voru honum samferða. Hann sannaði svo sannarlega, að í hverju lífsins spori getur maður verið manns gaman, en samt mætt keikur að alvöru og gáska lífsins, án hjálparmeðala akademískra hagræðingarfræða eða úr öðrum áttum. Allir þeir sem ég þekki og nutu ræktunar Baldurs bera þess merki að hafa notið hans leiðsagn- ar. Ríkidómur RARIK liggur fyrst og fremst í arfi Baldurs og líkra starfsmanna. Já, verkefni Baldurs var hvorki meira né minna en að rafvæða Ísland og reka rafveitukerfið svo gagn og sómi væri að, svo eftir væri tekið og út spyrðist, og það tókst. Það var gaman að upplifa þetta ævin- týri, oft við dimmu og kulda, hér við ystu nöf með Baldri og öllu því skapandi og hæfileikaríka Rarik- fólki, sem hafði lært að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló eins og segir hér í upphafi. Drengur góður er fallinn, þakka allt og allt. Kæra Anna og synir. Innilegar kveðjur og samúð í sorg. Erling Garðar Jónasson. Fallinn er í valinn heiðursmað- urinn Baldur Helgason rafmagns- tæknifræðingur. Baldur starfaði því sem næst allan sinn starfsferil hjá Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK) eða frá 1952 til febrúar 1990. Með honum er genginn mik- ill hæfileikamaður sem tók virkan þátt í uppbyggingu rafvæðingar á Íslandi. Baldur var lengst af, eða til 1984, rafveitustjóri á afar um- fangsmiklu orkuveitusvæði RA- RIK, sem náði frá Almannaskarði um Suðurland og Vesturland og norður í Tröllaskaga, að undan- skildum Vestfjörðum. Baldur var auk þess aðstoðarmaður rekstrar- stjóra eftir að það embætti var stofnað. Baldur á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt í framgangi RA- RIK á starfsævi sinni. Þetta voru miklir umbrotatímar, m.a. var unnið að rafvæðingu sveitanna og gerð byggðalínu og stóð Baldur þar vel sína vakt eins og honum var lagið. Áhugi hans og metnaður fyrir starfinu var eftirtektarverð- ur og minnast hans margir með miklum hlýhug og aðdáun. Síðustu 6 árin hjá RARIK starfaði Baldur sem innkaupa- stjóri þar sem þekking hans á hinni margháttuðu efnisflóru í raf- veiturekstri nýttist til hins ýtr- asta. Að starfsdegi loknum varð skógræktin hans daglega við- fangsefni, en hann var formaður Skógræktarfélags Kópavogs um árabil. Fyrir hönd RARIK og fyrrver- andi samstarfsmanna hans vil ég þakka Baldri fyrir allt hans fórn- fúsa starf fyrir fyrirtækið og þá vináttu og hlýju sem hann sýndi samstarfsfólki sínu alla tíð. Jafn- framt sendi ég fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Baldurs Helgasonar. Tryggvi Þ. Haraldsson. Baldur Helgason Elsku besti afinn okkar. Við trúum því varla ennþá að þú sért búinn að kveðja okkur. Og tíminn sem þú fékkst að vera með okkur á sjúkrahúsinu hinsta sinni var allt of stuttur. Við huggum okkur við það að þú sért kominn á betri stað, þar sem þú gengur heill og aftur kominn á fullt með Dísu ömmu vinkonu þína og tengdamömmu þér við hlið. Þegar við hugsum til baka og Tómas Ævar Sigurðsson ✝ Tómas ÆvarSigurðsson fæddist á Akranesi 23. desember 1939. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 20. jan- úar 2013. Útför Tómasar fór fram frá Akra- neskirkju 29. jan- úar 2013. rifjum upp minning- arnar okkar um þig er ótal margt sem kemur upp í hug- ann. Það sem okkur fannst einkenna þig var drifkrafturinn, uppátækjasemin og húmorinn þinn. Þú varst líka alltaf svo góður og vildir alltaf allt fyrir aðra gera. Það var alltaf mikil ferð og mikill drifkraftur í kringum þig. Það var mikið tekið af þér þegar þú fékkst heilablóð- fallið fyrir 14 árum, en þinn kar- akter skein samt alltaf í gegn þó þú kæmist ekki lengur á hundraði eins og áður. Við munum eftir því þegar þú fékkst rafmagnsstólinn til að fara um á hér innanbæjar, það var bara eins og áður, allt sett í botn. Ferðin á þér var slík að þú tókst sjaldnast eftir þegar við reyndum að veifa þér eða heilsa. Þú varst líka alltaf svo uppá- tækjasamur, eins og þegar þú tókst upp á því þegar Tómas Æv- ar nafni þinn hafði orðið votur í fuglaleiðangri með þér þá settir þú sokkinn hans á loftnetið á bíln- um til að þurrka hann. Svo var bara keyrt heim og við krakkarn- ir fylgdumst spennt með sokkn- um eiginlega alla leiðina, eða þangað til hann fauk af loftnet- inu. Þetta vakti þvílíka lukku og þá sérstaklega hjá nafna þínum. Uppátækin þín eru fjöldamörg, annað var þegar þú tókst upp á því að festa grænt veiðinet utan á gluggana á herbergjunum okkar seint í desember. Þrátt fyrir vonskuveður léstu þig hafa það að festa netin á gluggana. Netin voru full af nammi og góðgæti sem var orðið vel kælt þegar við fundum það um morguninn. Nú síðustu ár tókstu svo upp á því að taka þátt í mottumars á hverju ári. Þú fylgdist alltaf svo vel með öllu sem var að gerast í kringum þig og last svo mikið. Þess vegna áttir þú örugglega svona mikið af sögum og sagðir líka alltaf svo skemmtilega frá. Svo var líka alltaf mjög stutt í húmorinn hjá þér. Þú geymdir vel í minni þínu skondnar sögur og brandara. Svo sagðir þú snilldarlega frá þeim þegar gott færi gafst. Okkur fannst líka eftirminni- legt hvað þú varst alltaf mikill sælkeri. Þér þótti sko ekki slæmt þegar eitthvert gúmmelaði var á boðstólum. Við munum líka svo vel eftir því þegar við fengum að fara með þér í siglingu á Haraldi Böðvarssyni á sjómannadaginn. Þá fengum við að kíkja í klefann þinn og þar áttir þú venjulega skúffu stútfulla af nammi, meira að segja var óopið páskaegg þar í eitt skiptið. Það vakti mikla lukku. Við vorum líka mjög sátt við það þegar þú fórst í bakaríið fyrir okkur og lést útbúa sérstak- lega fyrir okkur snúða með extra miklu súkkulaði á. Allar minningarnar sem þú hefur gefið okkur verða geymdar í huga okkar og hjörtum. Þannig munt þú lifa með okkur áfram. Þín er sárt saknað. Guð geymi þig, elsku besti afi okkar. Fyrir hönd barnabarna, Silvía Sif. ✝ Útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, KRISTÍNAR BRAGADÓTTUR, Efstalandi 4, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 16. mars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. apríl. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Geðhjálp. Angela Baldvins, Stefán Valur Pálsson, Grímhildur Bragadóttir, Haukur Guðlaugsson, Baldur B. Bragason, Esmat Paimani, Halldór Bragason, Steingrímur Bragason, Sesselja Einarsdóttir, Kormákur Bragason, Þórdís Pálsdóttir, Matthías Bragason, Gréta Gunnarsdóttir, Þorvaldur Bragason, Ólöf Sighvatsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU KRISTINSDÓTTUR, Neshaga 14, Reykjavík. Ólafur Þórhallsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Jón M. Benediktsson, Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir, Necmi Ergün, Júlíus Heimir Ólafsson, Vigdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Elsku afi. Eitt sinn sagðir þú við mig að tími væri það eina sem þú óskaðir eftir. Klukkustund hérna og klukkustund þarna sem hægt hefði verið að nýta betur. Þú sagðir að þegar maður færi að eld- ast þá væri tíminn orðinn óvinur manns. Það ætti ekki að eyða tím- anum fyrir framan sjónvarpið, heldur nýta hann í að gera eitt- hvað sem skilur eftir minningu og væri uppbyggilegt. Á þeim tíma sem þessi orð voru sögð áttaði ég mig ekki alveg á hvað þú áttir við, en þessar sam- ræður hafa hinsvegar setið í mér síðastliðna daga. Ég skil núna hvað þú áttir við, þar sem það er ekkert sem ég þrái meira núna en meiri tíma – bara smá, bara nokkrar mínútur til þess að segja þér að frá mínum bæjardyrum séð hefðir þú ekki getað nýtt tímann betur. Hvort sem um er að ræða í starfi eða leik, frístundum eða að hjálpa öðrum, þá var tíminn vel nýttur. Ég sé það núna að göngu- ferðir um Suðurnesið snérust ekki eingöngu um útiveru heldur var þetta þín aðferð til að nýta tímann á marga vegu, hreyfing, spjall, kennsla, fræðsla og leikur allt á sama tíma. Á verkstæðinu var það sama, samræður, kennsla um vandvirkni í handverki með smíði t.d. á sverði sem ég gat svo farið út Lúðvík Hafsteinn Geirsson ✝ Lúðvík HafsteinnGeirsson fæddist á Bjargi á Akranesi 12. maí 1914. Hann lést á dvalarheimilinu Holtsbúð, Vífils- stöðum, 16. mars 2013. Útför Lúðvíks fór fram frá Seltjarnar- neskirkju 22. mars 2013. að leika með. Þessi viskufræ sem þér tókst að sá í mínu uppeldi eru búin að skjóta rótum og stórt tré vaxið með miklum og sterkum greinum. Núna er síðasta sandkornið í þínu glasi runnið í gegn og ekki hægt að snúna glasinu við og byrja upp á nýtt. Það eina sem ég get gert er að horfa á mitt glas og muna þín orð, elsku afi minn, um að 100 ár fara fram hjá hraðar en nokkurn grunar. Þú kenndir mér að ég eigi að nýta tímann minn vel með vinsemd og virðingu fyrir mér sjálfum og sam- ferðafólki mínu í gegnum lífið. Ég lét innramma fjögur heil- ræði sem eru mér mjög mikilvæg og hef ég reynt að tileinka mér þau, þú átt eitt þeirra og féllu þessi orð í einu samhengi um tíma þar sem ég vildi meina að þú værir búinn að lifa löngu og góðu lífi: „Lífið er alltof stutt, svona miðað við hvað maður er dáinn lengi,“ og lokaðir þú þannig þessari umræðu hjá okkur. Maður lærir svo lengi sem mað- ur lifir var einhvers staðar sagt og ef ég ætti að draga einhvern lær- dóm af því að þú ert farinn í þitt síðasta ferðalag væri það eftirfar- andi: Snerting ykkar ömmu, hvort sem er í handverki, samræðum eða nærveru, hefur gert það verk- um að þið munuð aldrei deyja. Þið munuð lifa í hjörtum barna, barnabarna og vina. Ég sakna þín ofsalega mikið og mun leggja mig allan fram við að fara eftir þínum heilræðum og reyna að bera nafn þitt vel. Þinn nafni, vinur og frændi, Lúðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.