Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 New York. AFP. | Hún er blind, en þegar bandaríska konan Barbara Appel rennir fingrunum yfir andlit á skúlptúr eftir Picasso í Nútíma- listasafninu (MoMA) í New York andvarpar hún af sælu. Flestir listunnendur fara á söfn til að horfa á listaverkin en í augum sumra gestanna í MoMA er ástin á listinni blind. Í hverjum mánuði er hópi blindra listunnenda hjálpað að njóta listaverkanna undir leiðsögn listfræðinga. „Með þessu finnst mér ég tengj- ast listinni sem ég hef alltaf unnað,“ segir Appel, sem er fyrrverandi skartgripahönnuður. Blindu gestirnir fá að snerta skúlptúra í listasafninu en ekki málverk eða teikningar. Þeir þurfa að reiða sig á leiðsögumennina sem beita öllum ráðum til að hjálpa gestunum að sjá listaverkin fyrir sér og höfða til allra skynfæranna. Deborah Goldberg, einn listfræð- inganna sem taka þátt í þessu verk- efni, segir að vinnan með blinda fólkinu hafi að nokkru leyti opnað augu hennar fyrir listinni. „Það hjálpar mér að sjá og skilja lista- verkin betur, vegna þess að ég þarf að lýsa þeim og gera þau skynj- anleg,“ segir Goldberg. AFP Ástin á listinni er blind Barbara Appel, 62 ára bandarísk kona sem missti sjónina fyrir tíu árum, snertir brons- skúlptúr eftir Picasso í Nútímalistasafninu í New York. Eiginmaður hennar, Barry, fylgist með. Blindum hjálpað að njóta listarinnar David Miliband, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bret- lands, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að hætta í stjórn- málunum. Mili- band hyggst láta af þingmennsku og hefja störf sem framkvæmdastjóri hjálp- arsamtakanna International Rescue Committee (IRC) sem eru með höfuðstöðvar í New York. Miliband var álitinn líklegur til að verða eftirmaður Gordons Browns sem leiðtogi Verkamanna- flokksins eftir ósigur hans í þing- kosningum árið 2010. Svo fór hins vegar að hann beið ósigur fyrir yngri bróður sínum, Ed, sem naut stuðnings verkalýðsforingja. Breskir fjölmiðlar segja að leið- togaslagurinn hafi valdið spennu í fjölskyldunni og ekki sé enn gróið um heilt. Ed Miliband sagði brott- hvarf bróður síns mikinn missi fyrir bresk stjórnmál. BRETLAND David Miliband segir skilið við stjórnmálin David Miliband Um 1.500 manns tóku þátt í mótmæl- um í Nikosíu í gær gegn skilmálum neyðarláns sem Kýpur verður veitt til að bjarga bönkum landsins. Kommúnistaflokkurinn Akel stóð fyrir mótmælunum og þátttakend- urnir hrópuðu vígorð gegn „þríeyk- inu“ sem setti skilmálana, þ.e. Evr- ópusambandinu, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaleyrissjóðnum. Stefnt var að því að bankar yrðu opnaðir í dag eftir að hafa verið lok- aðir í tólf daga. Fjölmiðlar sögðu að stjórnvöld hygðust grípa til ýmissa ráðstafana, m.a. gjaldeyrishafta, til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana þegar þeir hæfu starfsemi að nýju. Að sögn fjölmiðlanna verður ferðamönnum bannað að fara með meira en 3.000 evrur út úr landinu og tollvörðum verður heimilað að leita að peningum í farangri. Notkun kýp- verskra kreditkorta erlendis verður takmörkuð við 5.000 evrur á mánuði. Kýpurmenn geta lagt ávísanir inn á bankareikninga en ekki skipt þeim í reiðufé. Samkvæmt skilmálum neyðar- lánsins á einnig að endurskipuleggja Kýpurbanka, stærsta banka lands- ins, og draga úr umsvifum næst- stærsta bankans, Laiki. Bankastjóri Kýpurbanka sagði af sér í gær og kýpverskir ríkisfjölmiðlar sögðu að seðlabankastjóri landsins hefði knú- ið hann til afsagnar að fyrirmælum Evrópusambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Fjármálaráðherra Kýpur, Michal- is Sarris, sagði að þeir sem ættu meira en 100.000 evrur á reikningum hjá Laiki-bankanum gætu tapað allt að 80% af innistæðunum. Áður hafði verið skýrt frá því að viðskiptavinir Kýpurbanka gætu tapað allt að 40% af innistæðum sínum. bogi@mbl.is Skilmálum ESB og AGS mótmælt  Komið á gjaldeyrishöftum á Kýpur AFP Reiði Skilmálum neyðarlánsins var mótmælt í Nikosíu í gær. Einstök gæði á góðu verði og vaxtalaus greiðsludreifing í 12 mánuði Eldhúsinnréttingar Þín veröld X E IN N IX 13 02 00 2 Innréttingar Skrifstofuhúsgögn BoConcept Íslensk hönnun Sendum fermingargjafirnar frítt innanlands! www.jens.is www.uppsteyt.is Síðumúla 35 Kringlunni og 11.900.- 10.800.- Fermingar 2013 12.900.- 12.300.- 7.600.- 11.400.- 7.900.- 9.900.- 7.900.- 8.200.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.