Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
VÍB styður
Víking Heiðar Ólafsson
til góðra verka.
FAGMENNSKA
SKILAR ÁRANGRI
til starfsins á grundvelli mikillar
þekkingar.
Um 20 manns sitja í starfs-
hópnum, sem er óháður stjórnvöld-
um og hagsmunaaðilum. Þarna sitja
m.a. hagfræðingar, fiskifræðingar,
náttúrufræðingar, loftslagsfræð-
ingar, forsvarsmenn stórfyrirtækja
og baráttufólk fyrir umhverfisvernd
svo dæmi séu tekin. Allt fólk sem
nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar
og allur heimurinn er undir í
starfinu.
Á heimasíðu GPO segir að í blá-
borðanefndinni séu óháðir og al-
þjóðlega viðurkenndir sérfræðingar
og leiðandi hugmyndasmiðir. Þeir
hafi það verkefni að veita leiðsögn
og ráðgjöf um stefnu og skipulag í
starfsemi GPO.
Kerry boðar til ráðstefnu
Víst er að verkefnið er risavaxið,
en Ragnar segir að starf þessarar
bláborðanefndar sé langt komið.
Þrír fundir hafa verið haldnir og
nefndin er að leggja lokahönd á
skýrslu sína og þau sjónarmið sem
þar verða sett fram. Líklegt er að
skýrslan verði kynnt á ráðstefnu um
hafið sem John Kerry, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, boðar til í
lok október.
Ákvörðun um framhald verkefnis-
ins verður síðan tekin á alþjóðlegri
ráðstefnu um hafið sem haldin verð-
ur sennilega í Hollandi á næsta ári.
Fjársterkir aðilar koma að verkefn-
inu eins og olíufélög og risastór út-
gerðarfyrirtæki, auk ríkisstjórna.
Ætla má að hundruð milljóna
Bandaríkjadollara verði nýtt árlega
á næstu árum til að fylgja eftir
stefnumörkun bláborðahópsins.
Of mikil og röng nýting
Áhyggjuefnin og verkefni til úr-
lausnar eru margvísleg, nefna má
mengun í höfunum, ofveiði á fiski,
olíu- og námavinnslu að ógleymdum
loftslagsbreytingum.
„Nefndarmenn eru sammála um
að heimshöfin og lífríki þeirra séu í
hnignun,“ segir Ragnar. „Þar með
fari geta hafanna til að stuðla að
mannlegri velsæld einnig minnkandi
bæði nú og ekki síður í framtíðinni.
Þetta stafar í grundvallardráttum af
of mikilli en jafnframt rangri nýt-
ingu á auðlindum hafsins. Kemur
þar margt til.
Höfin hafa lengi verið notuð sem
staður fyrir úrgangsefni frá mann-
heimum. Auk þess sem beinlínis er
Að nýta og varðveita auðlindir sjávar
Tekur þátt í starfi alþjóðlegs hóps sérfræðinga sem á að leiðbeina í alþjóðasamstarfi um hafið
Fjalla um hnignun hafanna og leiðir til úrbóta Milljónir dollara settar í verkefnið á næstu árum
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Alþjóðleg samvinna þvert á haf-
svæði og landamæri gæti verið mik-
ilvægur þáttur í verndun og upp-
byggingu hafanna. Margir hafa lýst
miklum áhyggjum af hnignun þeirra
og nú síðast mátti lesa um slíkt í
Morgunblaðinu í gær. Þar var greint
frá niðurstöðum skýrslu alþjóð-
legrar stofnunar og sagt að ástand
lífríkisins í heimshöfunum versnaði
hraðar en áður var talið. Á alþjóða-
vettvangi er vandinn ofarlega á
baugi og ríkisstjórnir, vísindastofn-
anir og sérfræðingahópar láta sig
málið varða.
Ragnar Árnason, hagfræðipró-
fessor við Háskóla Íslands, tekur um
þessar mundir þátt í starfi „úrvals-
hóps“ á vegum Alþjóðasamstarfs um
hafið (Global Partnership for
Oceans, GPO), en það eru samtök
yfir 160 landa, fyrirtækja, samtaka
og alþjóðlegra stofnana eins og t.d.
Alþjóðabankans. Samtökin voru sett
á laggirnar í kjölfar Ríó+20 ráð-
stefnunnar í fyrrasumar.
Sérfræðingar úr ólíkum áttum
Samtökin skipuðu sérstaka blá-
borðanefnd (Blue Ribbon Panel) á
grundvelli tilnefninga hvaðanæva að
úr heiminum. Ekki var um það að
ræða að þjóðlönd ættu kvóta til setu
í nefndinni heldur voru ein-
staklingar úr ólíkum áttum fengnir
Ljósmynd/Teitur
Ragnar Árnason „Aðalatriðið er að þeir sem ráða nýtingu auðlinda sjávarins, sem gætu verið fyrirtæki og samtök
rétt eins og ríkisstjórnir, taki höndum saman um þá nýtingu sem hagkvæmust er fyrir heildina.“