Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 27
Pétur Snæbjörnsson ’ Innanlandsflugið er dauðadæmt að óbreyttu. Erlendir ferða- menn koma til að sjá náttúruna og best er að bjóða þeim upp á beint flug frá Keflavík út á land í stað viðkomu í Reykjavík. Þannig má bjarga innanlandsfluginu. Dagbjört Jónsdóttir ’ Vont er að búa við stöðuga óvissu um það hvað taki við í opin- berri þjónustu. Endalausar umræður um niðurskurð og hag- ræðingu hjá ríkinu fara illa með fólk. Samfélögin þurfa á festu og stöðugleika að halda. Björn Valdimarsson ’ Við þurfum að taka umræðuna um heilbrigðismálin á Norð- urlandi í stað þess að vera með upphrópanir. Hugmyndin um eina heilbrigðisstofnun mætti almennri andstöðu og var blásin af án þess að málið hefði verið rætt. 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Samgöngumál eru Norðlendingum ofarlega í huga. Miklar úrbætur hafa orðið á því sviði með Héðinsfjarð- argöngum. Væntingar eru um að með Vaðlaheiðargöngum styrkist og eflist atvinnulíf og mannlíf á Ak- ureyri, Húsavík og í nærsveitum. „Allar samgöngubætur hafa náð að sanna sig,“ segir Sigrún Björk Jak- obsdóttir. Flugið er hitamál. Andstaða við flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni er almenn á lands- byggðinni. Ekki kemur á óvart að Norðlendingar eru sama sinnis. Flugið til Keflavíkur Frá þessu er þó ein undantekning við hringborðið. Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri er þeirrar skoðunar að flugvöllurinn í höfuðborginni eigi ekki framtíð fyrir sér og ráðlegast sé að efla Keflavíkurflugvöll. Þar eigi að vera miðstöð innanlandsflugsins. Pétur er sannfærður um að óbreytt ástand leiði til endaloka inn- anlandsflugsins. Það sé orðið allt of dýrt og óhagkvæmt. Hann bendir á að erlendir ferðamenn séu fyrst og fremst komnir til að skoða náttúru Íslands. Hentugast sé að bjóða þeim upp á flug beint frá Keflavík á áfangastaði úti á landi í stað þess að aka með þá til gistingar í Reykjavík áður en ferðin út á land hefjist. Þann- ig megi bjarga innanlandsfluginu. Ekki sterk rök Pétri finnst rökin fyrir Reykjavík- urflugvelli sem snúast um greiðan aðgang að Landspítalanum ekki sterk. Aðstæður séu víða þannig úti á landi að vetrarlagi að ekki sé grund- völlur fyrir sjúkraflugi. Þá megi al- veg spyrja hvort ekki sé réttast að byggja upp bráðamóttöku fyrir land- ið allt í Keflavík um leið og innan- landsflugið sé flutt þangað. Fjórð- ungssjúkrahúsin úti á landi verði jafnframt styrkt til að gegna stóru hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Aðalsteinn segir að fyrir þá sem búsettir eru úti á landi og eigi oft er- indi til Reykjavíkur sé núverandi staðsetning flugvallarins afar hent- ug. Það mundi auka kostnað þeirra mikið yrði hann fluttur úr borginni. Ekkert flug á Króknum En ekki eiga allir kost á flugi til Reykjavíkur. Áætlunarflug frá Sauð- árkróki hefur lagst af vegna þess að ríkið neitar að taka þátt í að nið- urgreiða það. Ásta Björg Pálmadótt- ir er ósátt við þetta. Hún segir þetta hafa talsverð óþægindi og kostnað í för með sér fyrir þá Skagfirðinga sem háðir eru skjótum samgöngum suður. Flugmiðaverð innanlands kemur til tals. Allir eru sammála um að það sé orðið allt of hátt. Aukin skattlagn- ing á farmiðana sé fluginu mjög skað- leg. Sigrúnu Björk finnst áherslurnar einkennilegar. Á sama tíma og greitt sé fyrir almenningssamgöngum í strætó með miklum opinberum styrkjum séu almenningssamgöngur í flugi skattlagðar þannig að þær séu ekki valkostur fyrir almenning. Ferðamannavegir vanræktir Pétur er óánægður með hve illa sé staðið að viðhaldi ferðamannaveg- anna svokölluðu. Það rími ekki við lengingu ferðamannatímans að þeim sé ekki sinnt nema yfir hásumarið. Hann nefnir leiðina að Dettifossi sem dæmi, en þar sé ekki mokað að vetr- arlagi þótt farið sé með ferðamenn þangað allan ársins hring. Við hringborðið eru menn ánægðir með þjónustu Strætó. Björn Valdi- marsson bendir þó á að hún sé of dýr og kannski sé framboðið óþarflega rausnarlegt. Menn eru sammála um að taka megi skipulag þessarar þjón- ustu til endurskoðunar. Allar samgöngubætur náð að sanna sig Morgunblaðið/RAX Ferðaþjónusta Hótelstjórinn í Reykjahlíð í Mývatnssveit telur að flutn- ingur til Keflavíkur gæti orðið innanlandsfluginu mikil lyftistöng.  Getur flutningur til Keflavíkur leyst kreppu innanlandsflugsins?  „Maður sér gífurlegan mun á löggæslunni á Norðurlandi í kjölfar niðurskurð- arins,“ segir Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði. „Það er varla að lögreglubíll sjáist á leiðinni frá Sauðárkróki til Reykjavíkur.“ Fram kemur við hringborðið að lögreglan á Akureyri sé öflug, en niður- skurður fjárveitinga hafi bitnað mjög á Þingeyingum. „Menn eru að aka ölvaðir á norðausturhorninu vegna þess að þar er engin lögregla á ferð,“ segir Aðal- steinn Á Baldursson á Húsavík. Viðmælendur við hringborðið eru sammála um að hraðaakstur á vegum hafi einnig aukist eftir að lögreglan hætti að geta sinnt eftirliti með þeim hætti sem áður var. Þau hafa öll áhyggjur af þessari þróun. Morgunblaðið/Júlíus Umferð Samdráttur í löggæslu skapar óöryggi á þjóðvegunum. Aukinn ölvunar- og hraðaakstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.