Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013  Á bænum Skarðaborg í Reykja- hverfi var gamalt fjós endurnýjað og innréttað sem vottuð kjötvinnsla. Þar hafa verið markvissar kynbætur í því augnamiði að auka vöðvafyllingu og minnka fitu fjár og er nú selt þar bæði lamba- og ærkjöt. Skarðaborg er aðili að samtökunum Beint frá býli og Helga Helgadóttir ábúandi segir að sífellt fleiri láti sig uppruna mat- væla varða. „Eftirspurnin hefur aukist ár frá ári síðan við byrjuðum á þessu árið 2010,“ segir Helga. „Við höfum lagt áherslu á ærkjötið, en erum líka með lambakjöt.“ Helga segir ærkjötið hafa verið nokkuð vanmetið í gegnum tíðina. „Það er miklu bragðmeira og betra en lambakjötið en það þarf að gefa því meiri tíma í eldun.“ Meðal þess sem fá má í Skarða- borg er hangikjöt af ám sem Helga segir lostæti, bjúgu og lambakæfu með oregano. Sælkeravara úr gömlu fjósi Góðgæti Hluti af framleiðslunni frá bændunum á Skarðaborg. í ár verður líklega um 80 tonn.“ Að sögn Reynis eru vambirnar notaðar í ýmsa rétti, t.d. soðnar í súpum og kássum. „Þær eru mjög próteinríkar og það er það sem fólk er að sækjast eftir, það skortir svo dýraprótein á þessum svæðum.“ Myndi þetta ekki smellpassa inn í lágkolvetnamataræðið sem svo margir aðhyllast núna hér á Íslandi? „Jú, alveg örugglega. En við seljum bara allt úr landi.“ Tittlingunum er strokið „Svo eru það lappirnar. Við byrjuðum að vinna þær í fyrra og fáum þær núna frá fjórum slát- urhúsum. Ég reikna með að við flytj- um út á bilinu 100-120 tonn af þeim í ár. Við tökum af þeim ullina á sér- stakan hátt og seljum síðan til Afr- íku þar sem þær eru notaðar til manneldis.“ „Svo flytjum við líka út titt- linga. Lambatittlinga. Þá seljum við til Kína, þar sem þeir eru taldir kyn- örvandi.“ Hvernig eru þeir verkaðir? „Við strjúkum þeim aðeins og leggjum þá svo í kassa. Það er allt og sumt. En ég hef heyrt að þeir séu borðaðir djúpsteiktir í Kína.“ „Nýru flytjum við líka til Kína og frá árinu 2010 höfum við flutt út um 150-160 tonn af lambabeinum til Afríku á ári. Þau falla til við úrbein- ingu og það er nokkuð af kjöti eftir á þeim og þau eru notuð til að sjóða af þeim súpur.“ Gorið fer til landgræðslu Þegar allar þessar afurðir eru taldar saman, þá gera þetta um 350 tonn á ári hverju af hráefni, sem til skamms tíma var metið verðlaust og þótti ekki nýtilegt til neins. Þessu til viðbótar hefur því gori, sem fellur til þegar vambirnar eru hreinsaðar, verið safnað saman síðustu ár. Þetta þykir fyrirtaks áburður og er dreift á Hólasand á kostnað fyrirtækisins í samvinnu við Landgræðsluna, en í fyrra voru þetta um 600 tonn. „Við fáum auðvitað greitt fyrir flest, en hagræðið felst ekki síst í lækkun förgunarkostnaðar, en það þarf að greiða háar upphæðir fyrir förgun þess sem fellur til. Þannig að þetta kemur vel út fyrir okkur. Und- anfarin 5-6 ár hefur förgunin hjá okkur minnkað úr 1.400 tonnum í 400 tonn. Við horfum líka til um- hverfisverndar í þessu sambandi. Það er gott að geta nýtt sem mest af því sem af skepnunni fellur.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lappir í keri Reynir B. Eiríksson framleiðslustjóri Norðlenska, til hægri, og Brian Woods frá Irish - Casings með kindalappir. Garnir Þær eru hreinsaðar og kæld- ar og enda utan um þýskar pylsur. Örlygur Hnefill Örlygsson, þrítugur Húsvíkingur, opnaði í fyrrasumar hótel Húsavíkurhöfða – Húsa- vík Cape hotel, og stendur að rekstrinum með fjöl- skyldu sinni. Hann er með 40 herbergi alls, á fjór- um stöðum í bænum, þar af nokkur fjölskyldu- herbergi sem rúma sex manns hvert. „Fólk er mjög ánægt með það; foreldrar þurfa þá ekki að skipta sér á milli herbergja með börnum sínum,“ segir hann. Alls er Örlygur með pláss fyrir 101 gest. Örlygur hefur mikinn áhuga á ferðum banda- rískra geimfara hingað til lands árin 1965 og 1967, þegar þeir bjuggu sig undir ferðir til tunglsins við æfingar á svæðinu við Öskju. Einn geimfaranna til Húsavíkur Í sumar kom til landsins einn geimfaranna sem fór með Appollo 8. „Það var mjög merkilegur túr enda fyrsta ferð manna að tunglinu og í kringum það. Bill Anders kom í sumar til Húsavíkur til að taka þátt í íslenskri heimild- armynd sem verið er að vinna að um æfingar geimfaranna á Íslandi og hafði gaman af. Mér þykir þessi tenging okkar Ís- lendinga við geimferðirnar mjög merkileg.“ Margir gesta Örlygs á hót- elinu eru Bandaríkjamenn og hann segir þá hafa sýnt æfingasvæði geimfaranna mikinn áhuga. „Ferðaþjónustufyrirtækið Fjallasýn hér fyrir norð- an hyggst næsta sumar bjóða upp á ferðir á æf- ingaslóðir geimfaranna og miðað við áhuga banda- rískra viðskiptavina minna hef ég trú á að slíkar ferðir geti orðið vinsælar.“ Örlygur fékk fyrir nokkrum árum mikinn áhuga á ferðum geimfaranna til Íslands á sínum tíma. Setti upp sýningu 2011 eftir að hafa safnað saman ýmsum munum og sögum. Sýninguna kallaði hann Geimfarar í Þingeyjarsýslu og gat m.a. að líta myndir frá æfingum tunglfaranna hér, tunglsteinn sem var afhentur íslensku þjóðinni árið 1972 ásamt íslenskum fána sem flogið var með til tunglsins, myndir NASA frá undirbúningi tunglferðanna og smámunir tengdir tunglferðunum úr eigu Íslend- inga. „Margt það fólk sem hafði samskipti við geimfaranna er orðið mjög fullorðið og því ekki seinna vænna að safna saman öllum upplýsingum.“ Eftir að Örlygur hélt sýninguna hafði samband við hann Andri Ómarsson hjá kvikmyndafélaginu Mons í Reykjavík og hafði áhuga á að gera heimildarmynd um mál- ið. Þeir vinna nú að myndinni og m.a. vegna hennar kom Bill And- ers til landsins í sumar. Örlygur er með gistirými fyrir 101 Á slóðum geimfara Feðgarnir Örlygur Hnefill og Örlygur Hnefill Jónsson, með Greg og Bill Anders. Vekja athygli á æfinga- svæði geimfaranna  „Nei, ég hef ekki látið sögurnar mínar gerast hérna á Húsavík. En það er aldrei að vita hvort svo verður,“ segir Eyrún Ýr Tryggvadóttir rithöfundur, sem búsett er á Húsvík. Hún hefur einkum skrifað glæpa- og spennusögur, hefur sent frá sér fjórar slíkar og að auki eina unglingabók. Bók Eyrúnar, Ómynd, var tilnefnd til Blóðdropans, glæpasagnaverðlauna Hins íslenska glæpafélags, árið 2012. Þessa dagana vinnur hún að ýmsum hug- myndum en á ekki von á að senda frá sér bók í ár. „Hugmyndirnar fæ ég víða að, bæði héðan og ann- ars staðar. Ég er með nokkrar bækur í takinu núna, er m.a. að gæla við glæpasögu og svo langar mig til að skrifa meira fyrir börn og unglinga.“ Eyrún er forstöðumaður Bókasafns Húsavíkur og segir bókasmekk bæjarbúa líklega svipaðan og annarra landsmanna. „Nor- rænu glæpasögurnar eru alltaf eftirsóttar. Svo er ættfræðin alltaf vinsæl.“ Er með nokkrar bækur í takinu Rithöfundur Eyrún Ýr hefur einkum skrifað glæpasögur.  Þórshöfn er næsti áningar- staður á 100 daga hringferð Morgunblaðsins. Á mánudaginn Við erum stolt fyrirtæki á Húsavík NORÐURÞING SEAFOOD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.