Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 39
UMRÆÐAN 39Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
X
E
IN
N
IX
13
10
001Húsgögnin frá BoConcept
sameina framúrskarandi
hönnun, gæði, góð verð og óteljandi
möguleika. Þú getur notað teikni-
forritið á www.boconcept.is
til að hanna þinn eigin sófa – og líka
borðið, stólana, skenkinn eða hvað sem
hugurinn girnist.
Þú smellir einfaldlega á flipann
„Design in 3D“ undir hverri mynd,
byrjar að hanna og reiknar verðið!
Skannaðu QR kóðann og sjáðu hvernig
teikniforritið virkar
Nýr vörulisti!
Nýjar vörur!
www.boconcept.is
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Forsætisráðherra
hefur lýst því yfir að
ríkisstjórnin ætli að
standa við loforðin um
afnám verðtrygging-
arinnar og skuldaleið-
réttingu heimilanna og
gott væri að af því
verði fljótt og vel. En
hvað ætlar hún að
gera í raun?
Verðtryggingin af-
numin, frá hvaða tíma?
Ég tel fulla ástæðu til að óttast
það að verðtryggingin verði ekki
afnumin afturvirkt, heldur aðeins
frá og með einhverjum tilteknum
degi. Ef það verður niðurstaðan
verður erfiðara að leiðrétta stökk-
breyttu lánin svonefndu, en það eru
verðtryggðu lánin, sem þegar hafa
verið tekin, sem skapa öll vandræð-
in og þarfnast leiðréttingar, en ekki
framtíðarviðskipti.
Verður farið alla leið
eða í eitthvert hálfkák?
Ég tel að það sé einnig full
ástæða fyrir þá tugi þúsunda, sem
málið varðar, að óttast það að farin
verði einhver málamyndaleið en
ekki að allt verði leiðrétt og að
björgin muni þá ekki duga nema
skammt. Það er svo algengt á Ís-
landi að tala um eitthvert jafnræði,
sem getur hins vegar verið hið
mesta ójafnræði þegar upp er stað-
ið. Ef ríkisstjórnin velur t.d. það að
skammta einhverja flata summu til
allra eða einhverja hámarkssummu
eftir einhverjum væntanlega flókn-
um úthlutunarleiðum, allt í nafni
jafnræðisins, mun það augljóslega
gagnast fólki mjög misjafnlega vel
og þá illa. Þá spyr ég hver væri
skilgreiningin á jafnræðinu eða til-
gangurinn með því að fara í leið-
réttingaraðgerðirnar ef ekki á að
hjálpa öllum þeim, sem eru í sínum
miklu og alvarlegu vandræðum?
Hvernig á að kosta
aðgerðirnar?
Ég tel að það sé líka full ástæða
til að óttast hvernig leiðréttingar-
aðgerðirnar verða fjármagnaðar.
Ef það á að kosta aðgerðirnar úr
ríkissjóði er líklegt að þær verði
ekki stórar í sniðum og að afsök-
unin verði sú að ríkissjóður standi
svo höllum fæti að ekki sé meira en
svo og svo til skiptanna.
Menn eða mýs
Ég ætla að benda skuldurunum
og ríkisstjórninni enn og aftur á að
það er til leið sem tryggir öllum
skuldurunum bjargræðið og það án
þess að það lendi á
ríkissjóði. Það þarf
ekki mikið hugrekki til
þess að fara leiðina,
aðeins smáhugmynda-
flug og skilning.
Verðtryggingin er
þegar ólögleg
Alþingi Íslands
samþykkti lögin nr.
108/2007, sem tóku
gildi 1.11. 2007, m.a.
um bann við sölu á af-
leiðum til almennings
vegna neyslulána,
þ.m.t. húsnæðislána, þ.e. lánum
sem tengjast einhverju ut-
anaðakomandi eins og vísitölum,
sem gera það að verkum að skuld-
arinn veit ekki fyrr en upp er stað-
ið hvað hann skuldar mikið. Það
þarf ekki að segja meira um það.
Hins vegar er það ráðgáta hvers
vegna ekki hefur verið farið að lög-
um landsins. Það eina, sem rík-
isstjórnin þarf að gera, er að fara
eftir lögunum og ef hún endilega
vill staðfesta þau þá sérstaklega.
Þá er neysluverðsvísitalan vegna
húsnæðislánanna komin, eða 278,1
stig hinn 1.11. 2007, og auðvelt að
reikna hlutfallsleg áhrif hennar á
lánin.
Leiðréttingarsjóðurinn
Með aðferð magnbundinnar
íhlutunar, sem ég vona að lesendur
þekki nú þegar, en þá er stofnaður
sjóður innan Seðlabankans sem
færir lánin eins og þau voru daginn
góða, 1.11. 2007, eða síðar, og gefur
út ný óverðtryggð skuldabréf til
þess tíma eins og lántakendur
þurfa og búið spil. Ekkert lendir á
ríkissjóði, leiðréttingin er gerð og
lánardrottnarnir fá sitt. Allt gengur
upp og allir hagnast.
Jafnrétti hvað?
Er það ekki verkefnið að hjálpa
fólkinu, að allir séu þannig jafnir að
því að fá leiðréttingu sinna mála
eða hvað? Ég fæ ekki séð nauðsyn-
ina á að gera einfalt mál að flóknu.
Ég hvet því ríkisstjórnina til að
láta hendur standa fram úr ermum
og klára málið fljótt og vel. Ég hvet
einnig allan almenning, alla sem
hlut eiga að máli, til að standa vörð
um réttlætið og hagsmuni sína og
veita stjórnvöldum sterkt aðhald og
hvatningu. Annars fer illa eða eins
og t.d. það, sem ég óttast.
Hvað ætlar ríkisstjórnin
að gera varðandi skulda-
leiðréttingu heimilanna?
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson »Ef það á að kosta
aðgerðirnar úr
ríkissjóði er líklegt að
þær verði ekki stórar
í sniðum.
Kjartan Örn
Kjartansson
Höfundur er fyrrverandi forstjóri. –
www.framavid.com.
Jónína Michaelsdóttir átti viðtöl
við nokkra íslenska áhrifamenn í
bók sem út kom á fimmtíu ára af-
mæli lýðveldisins
árið 1994. Meðal
viðmælenda
hennar var Jón-
as heitinn Ha-
ralz bankastjóri.
Í viðtalinu segir
Jónas meðal
annars frá störf-
um sínum fyrir
nýbyggingarráð
á árum nýsköp-
unarstjórn-
arinnar. Einar Olgeirsson, formað-
ur Sósíalistaflokksins, taldi það
fásinnu að tveir bæir, Hveragerði
og Selfoss, væru að byggjast með
svo stuttu millibili. Hann áleit því
rétt að slá þeim í einn bæ og hafði
meira að segja fundið bæjarstæðið
– miðja vegu milli þeirra tveggja –
og þangað fór nýbyggingarráð í
skoðunarferð. Grípum niður í sam-
talið við Jónas:
„Ekkert meira varð úr málinu,
en þetta var dæmigert fyrir hugs-
unarháttinn á þessum tíma. Trúin
á skipulag að ofan var algjör og
þar með skilningsleysi á sjálfkrafa
þróun“ og hann bætti svo við:
„Gengið var út frá því að í koll-
inum á fáum sérfræðingum væri
meira vit en í samanlögðum
kollum alls fjöldans. Það sem
gerðist af sjálfu sér var alltaf vit-
leysa.“
Mér hefur orðið hugsað til
þessara orða Jónasar í ljósi fyr-
irliggjandi aðalskipulags Reykja-
víkur sem gilda á til ársins 2030.
Þar er gert ráð fyrir að flugvöll-
urinn hverfi þvert á skoðun borg-
arbúa sjálfra og þvert á þarfir at-
vinnulífsins. Áætlað er að þrengja
að höfninni þegar fyrir liggur að
mikil tækifæri eru í hvers kyns
hafnsækinni starfsemi. Áætlanir
eru uppi um að torvelda bílaum-
ferð á sama tíma og mikill meiri-
hluti borgarbúa kýs að ferðast
með eigin bíl. Og þá á ekki að
byggja eitt einasta sérbýli í
Reykjavík til ársins 2030 á sama
tíma og kannanir sýna að mikill
meirihluti fólks kysi helst að búa í
slíku húsnæði.
Skipulagshyggjan er algjör í
nútímanum, en þrettán af fimm-
tán borgarfulltrúum Reykvíkinga
hafna sjálfkrafa þróun sem bygg-
ist á óskum, vonum og þrám
borgaranna sjálfra. Þess í stað
skal líf borgaranna skipulagt í
þaula eftir fastmótuðum kenni-
setningum. Getur verið að vofa
kommúnismans gangi enn ljósum
logum?
BJÖRN JÓN BRAGASON
Vofa kommúnismans
Eftir Björn Jón Bragason
Björn Jón
Bragason