Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 HEIMURINN Jay Leno DAMASKUS , fordæmt árásirnar. Umræðan um mál Schapelle Corby hefur að hluta til snúist um ímynd. Ljósmyndir af henni fóru strax eins og eldur í sinu um heiminn og þegar horft var í heiðblá augun áttu margir vont með að trúa því að þessi stúlka gæti verið að segja ósatt. Það eitt gerir hana þó ekki saklausa. Ef til vill eru aug- un jafnvel hennar beittasta vopn? Færa má þetta heim á umræðuna um meinta sekt eða sakleysi banda- rísku konunnar Amöndu Knox sem öðru sinni hefur verið dæmd fyrir sama morðið á Ítalíu. Eru þetta kven- djöflar með ásjónur engla? F á dómsmál hafa vakið meiri athygli í Ástralíu í seinni tíð en mál hinnar 36 ára gömlu Schapelle Corby. Nýr vindingur var í málinu á föstu- dag þegar Corby var látin laus eftir níu ár í fangelsi í Indóne- síu. Um reynslulausn er að ræða og að óbreyttu verður Corby að halda sig í Indónesíu til ársins 2017. En hún getur alltént um frjálst höfuð strokið á ný. Í október 2004 flaug förð- unarskólaneminn Schapelle Corby ásamt bróður sínum og tveimur vinum frá Brisbane til Balí í þeim tilgangi að halda upp á þrí- tugsafmæli systur sinnar sem bú- sett er á Balí. Við komuna til eyjunnar opnuðu tollverðir far- angur þeirra af handahófi og fundust þá rúmlega fjögur kg af marijúana í tösku Corby. Var hún þegar í stað tekin höndum. Tuttugu ára fangelsi Fyrir dómi lýsti Corby yfir sak- leysi sínu. Hún hefði aldrei séð téð fíkniefni áður og einhver hlyti að hafa komið þeim fyrir í farangri hennar. Dómarinn hlust- aði ekki á þær röksemdir og dæmdi Corby í tuttugu ára fang- elsi. Málið vakti heimsathygli og þótti mörgum málsmeðferðin ómakleg. Samkvæmt indónes- ískum lögum þurfti Corby að sanna að einhver annar hefði komið efnunum fyrir og það tókst lögmönnum hennar ekki. Fátt vann með hinni ákærðu við rannsókn málsins. Engar myndbandsupptökur voru til af handtöku hennar og stóð orð gegn orði. Tollverðir héldu því fram að Corby hefði verið með mótþróa þegar taskan var skoðuð en hún hafnaði því alfarið. Engin fingraför voru heldur tekin af töskunni og umbúðunum sem innihéldu efnin. Auðvelt að opna töskur Balí er vinsæll ferðamannastaður og þangað leggur mikill fjöldi Ástrala leið sína á ári hverju. Fyrir vikið gátu margir sett sig í hennar spor. Auðvelt er að opna ferðatöskur, svo lítið ber á, og koma þar fyrir fíkniefnum. Eyði- leggja þar með ekki bara fríið heldur mörg ár fyrir viðkom- andi. Mögulega allt lífið. Lögmenn Corby héldu því fram að málið tengd- ist fíkniefnasmyglhring sem starfsmenn á flugvell- inum í Brisbane ættu aðild að en ekki tókst að sanna það. Því fór sem fór. Ítarlega var fjallað um málið í áströlskum fjölmiðlum í kjölfarið og meðal annars rætt við ferðamenn sem höfðu fundið fíkniefni í fórum sínum eftir að hafa flogið frá Ástralíu til Balí. 90% trúðu á sakleysi Í könnun sem gerð var í Ástralíu meðan á réttarhaldinu yfir Corby stóð kom í ljós að 90% þátttak- enda trúðu á sakleysi hennar. Burtséð frá því hvort hún væri sek þótti mörgum refsingin alltof hörð. Corby hafði aldrei komist í kast við lögin áður og engar vís- bendingar voru um að hún hefði nokkurn tíma neytt fíkniefna. Margt hefur verið dregið fram í dagsljósið síðan Corby var dæmd. Greinar og bækur skrif- aðar og nú stuttist í frumsýningu kvikmyndar sem byggist á mál- inu. Meðal annars hefur faðir hennar, sem nú er látinn, verið gerður tortryggilegur og hann spyrtur við fíkniefnamisferli. Þá varð uppi fótur og fit þegar lög- maður úr teyminu sem varði Corby var staðinn að því að múta dómurum í Indónesíu. Af því tilefni mælti að- allögmaður hennar þessi fleygu orð: „Ef til vill er ég ekki hr. Hreinn en ég er hreinn í þessu máli. Það er enginn lögmaður í heiminum algjörlega hreinn.“ Fyrirmyndarfangi Schapelle Corby hefur verið fyrirmyndarfangi í þessi níu ár og þess vegna er hún nú laus úr prísundinni. Það þýðir þó ekki að hún geti snúið heim til Ástralíu í bráð. Skilorðið felur í sér að hún þarf að dveljast áfram í Indóne- síu til ársins 2017. Talið er að hún ætli að búa hjá systur sinni í Kuta, sem er vinsæll ferða- mannastaður á Balí, og vinna í brimbrettabúð mágs síns. Hlut- verk hennar verður að hanna bikíní. Sat hún saklaus inni? EFTIR NÍU ÁR Í FANGELSI Í INDÓNESÍU VAR ÁSTRALSKA KONAN SCHAPELLE CORBY LÁTIN LAUS FYRIR HELGI. HÚN VAR GRIPIN MEÐ RÚM FJÖGUR KG AF MARIJÚANA Á FLUG- VELLINUM Á BALÍ EN HEFUR HALDIÐ FRAM SAKLEYSI SÍNU. Amanda Knox BLÁU AUGUN ÞÍN Schapelle Corby horfir um öxl. Myndin er tekin í Kerobokan-fangelsinu á Balí árið 2008. Hvað verður nú um Corby? AFP *Hvernig getum við sem þjóð staðið hjá og látið unga konurotna í erlendu fangelsi þegar efinn er svona mikill? Ástralski leikarinn Russell Crowe. AlþjóðamálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.