Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Qupperneq 19
Af helstu borgum Bandaríkjanna er Philadelphia e.t.v. sú sem síst kemur upp í hugann sem áfanga- staður í sumarfríinu. En einmitt þess vegna er hún ódýrari en flestar hinna borganna og ekki eins mettuð af ferðaþjónustutilboðum. Þarna blómstrar hins vegar menn- ing og nýlega var hið sögufræga Barnes Foundation- listaverkasafn fært í nýtt húsnæði í miðbæ Philadelphiu. Þar er því heilmikið að skoða á tiltölulega litlu svæði; við Avenue of the Arts eru ýmiss konar söfn, t.d. tónlistarsafn og skemmtilegt safn sem heitir Please Touch. Þá er leikhúslífið í Philadelphia litskrúðugt og ekki slæmt að skella sér á leiksýn- ingu þar. Inn á milli eru svo allavega skemmtilegir veitinga- staðir og sjarmerandi krár. PHILADELPHIA Stórborgin Buenos Aires í Arg- entínu er oft kölluð „París Suð- ur-Ameríku“. Hvað er hægt að gera þar? Jú, dansa tangó, borða, versla og svo dansa aðeins meiri tangó. Buenos Aires er heims- borg, uppfull af sögufrægum stöðum, fjölbreyttum söfnum og iðandi næturlífi. Eitt safnanna er tileinkað Evu Perón, þar sem hægt er að skoða muni úr hennar eigu og glæsilegan fatnað forsetafrúarinnar sálugu. Rómansk-amerískri list eru gerð góð skil í Museum of Latin American Art en þar má sjá verk eftir Fridu Kahlo, Diego Rivera og fleiri. Það er einfaldlega allt sem hugurinn girnist í Buenos Aires. Önnur góð ástæða fyrir að fara þangað í ár er að gistináttaverð hefur lækkað um 8% frá því í fyrra. BudgetTravel mælir með Hotel Boutique Racó de Buenos Aires sem stendur örlítið fyrir utan borgina en nálægt jarðlestastöð, gistingin kostar frá um 7.500 kr. nóttin. BUENOS AIRES SEÚL Í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl, er iðandi bræðingur menningar og popptísku. Um þessar mundir er K-popp allsráðandi í borginni svo ef þú ert aðdáandi Gangnam Style er þetta rétti tíminn til að heimsækja Seúl. Að auki hefur hótelgisting þar lækkað um 9% í verði frá síðasta ári. Saga borgarinnar er litrík og merkar bygg- ingar nánast á hverju götuhorni. Gamall byggingarstíll er enn við lýði í Bukchon Hanok-hverfinu og um leið og ferðamenn eru hvattir til að skoða það eru þeir beðnir að fara hljóðlega um göturnar þegar þeir skoða lágreist húsin, til að virða frið- helgi íbúanna. Vandað handverk er stolt Kóreubúa og er bæði hægt að sjá slíkt á Han Sangsu Embroidery-safninu og fá tveggja klukkutíma kennslu í útsaumi. En hún fer fram á kóresku svo það er vissara að læra dálítið í málinu áður en ferðalagið hefst. Suður-Afríka er heldur betur vinsæll áfanga- staður en í ár hefur orðið 8% lækkun á hót- elgistingu í landinu. Það er því tilvalið að drífa sig loksins í safaríferð eða bara hanga með mörgæsunum sem rölta frjálsar um Boulders Beach í Höfðaborg. Strendurnar þar eru rómaðar; vest- anmegin er Atlantshafið með fallegum sól- setrum og góðum sólbaðsströndum, aust- anmegin er Indlandshafið sem er tilvalið til sunds eða brimbrettaiðkunar. Jóhann- esarborg er svo að sjálfsögðu sögufræg og hægt að skoða þar safn um Nelson Man- dela og aðskilnaðartímabilið. Vefsíðan mælir með Parliament Hotel sem er á öruggu svæði í Jóhannesarborg og er morgunverður innifalinn í gistingunni sem kostar frá um 7.700 kr. nóttin.AFP 9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Þessi eyja í Karíbahafinu er sann- kölluð sumarleyfisparadís og er þar að finna fjölmarga dvalarstaði þar sem allt er innifalið, en verðlagn- ingin samt lægri en á þeim sól- arstöðum sem hafa verið hvað vin- sælastir undanfarin misseri. Þarna er þó engu minni sól, sandur eða sjór. Tveggja manna herbergi á fimm stjörnu hóteli getur verið frá um 25.000 krónum nóttin en þeir sem velja fábrotnari gististaði ættu að leita fyrir sér í gamla sjávarþorpinu Las Terranas, þar er verðlag enn lágt, strendurnar hreinar, sjórinn tær og ekki of margt fólk. Hægt er að skoða náttúrulífið á eynni í Los Haitises-þjóðgarðinum og síst er verra að skoða eyjuna með því að leigja kajak og róa um skipa- skurðina og vötnin sem prýða hana. DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ JÓHANNESARBORG Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-21 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-21 alla virka daga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.