Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Qupperneq 23
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Vetrarólymp-íuleikarnir voru settir í Sotsjí í Rússlandi í gær. Rússar hafa lagtallt kapp á að leikarnir verði sem glæsilegastir og ljóst er að þetta verða dýrustu Ólympíuleikar allra tíma. Spekingar telja að kostnaður Rússa sé um 5.800 milljarðar króna. Í Grikklandi hinu forna fengu sigurvegarar Ólympíuleikanna krans fléttaðan úr ólífuviði fyrir afrek sín. Þessir fornu kappar voru alsælir með látlaust höfuðskrautið enda var það heiðurinn sem skipti þá mestu máli. Rússar framleiddu hins vegar 1300 verðlaunapeninga fyrir leikana í ár og mikil vinna og kostnaður liggur að baki framleiðslu þeirra. Í ljósi þeirra vandamála sem fyrirfinnast í Rússlandi gt ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort ekki væri meira í anda leikanna að taka aftur upp ólífuviðarkransana. Þannig væri hægt að nýta þá fjármuni sem sparast í þágu al- mannaheilla, umhverfismála eða jafnvel í rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Ég ætla ekki að fjalla nánar um viðkvæm rússnesk málefni á borð við umhverfismál, mannréttindabrot og samkynhneigð í þessum stutta pistli heldur ætla ég að skoða raunverulegt gildi rússnesku verðlaunapeninganna. Þeir eru nefnilega ekki allir þar sem þeir eru séðir þrátt fyrir gríðarlegan til- kostnað. Raunin er sú að það er lítill sem enginn munur á verðlaunapeningunum sem veittir eru fyrir fyrsta og annað sætið. Gullpeningurinn sem veittur verður í verðlaun á þessum leikum er úr 525 grömmum af silfri, sem er sama magn og í silfurpeningnum. Eini munurinn liggur í því að gullpen- ingurinn er húðaður með sex grömmum af gulli og því er gullinnihald hans eingöngu um 1%. Ég mæli með því að allir njóti þess að horfa á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí enda er andi Ólympíuleikanna svo sannarlega göfugur. Mikilvægt er þó að vera meðvitaður um að stundum er ekki allt sem sýnist þótt allt líti vel út á gljáfægðu yfirborðinu. Ekki láta gullhúðunina blekkja ykkur! AFP GULLHÚÐAÐIR ÓLYMPÍULEIKAR Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON K raftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson er einn fremsti íþróttamaður sem íslenska þjóðin hefur alið. Hann hefur um árabil verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims en hann hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis. Hann varð meðal annars heimsmeistari í réttstöðulyftu árið 2012 og Evrópumeistari í réttstöðulyftu á síðasta ári. Hversu oft æfir þú á viku? Fimm sinnum. Hvernig æfir þú? Mínar æfingar snúast nær eingöngu um að lyfta lóð- um. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Já, ekki spurning, ef þeir ætla að styrkja sig. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Koma í kraftlyftingaaðstöðu Breiðabliks í Kópavogi. Hver er lykillinn að góðum árangri? Það er margþætt: Agi, þolinmæði, skipulag og sam- viskusemi. Auk þess að lifa heilbrigðu lífi, þ.e. borða, hvíla og sofa rétt. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Það er líklega 6-7 kílómetrar. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Setja sér gott plan, skipuleggja æfingaprógramm og fylgja því eftir. Hvernig væri líf án æfinga? Ég byrjaði svo ungur að æfa að ég þekki nánast ekk- ert lífið án æfinga en ég mun komast að því seinna. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ég hef oft ætlað að taka mér góða hvíld eftir mikla æf- ingatörn og keppni en er yfirleitt kominn aftur af stað eftir u.þ.b. viku. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Fer nú ekki mikið í frí en ef ég fer þá æfi ég alltaf. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Dagarnir hjá mér byrja á hafragraut og sex eggjum, annars reyni ég að borða fjölbreyttan og hollan mat. Gott mataræði er mjög mik- ilvægt til að ná góðum árangri. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Súkkulaðirúsínum. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Hafa matinn fjölbreyttan og reyna að borða oftar og minna í einu, borða mikið af ávöxtum, sleppa gosi og drekka mikið vatn. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Hreyfing og líkamsrækt hefur alltaf haft gríðarlega mikið gildi fyrir mig og ef ég dett út úr rútínunni er eins og það hafi slæm áhrif á allt annað í lífinu. Hver eru erfiðistu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Axlarmeiðsli, en ég er búinn að fara í fimm axl- araðgerðir, fjórar á hægri öxl og eina á vinstri. Eftir síð- ustu aðgerð var tvísýnt hvort ég gæti haldið áfram keppni en ég hef náð alveg ótrúlega góðum bata. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orð- ið fyrir? Ég hef meitt mig á ótrúlega mörgum stöðum í gegnum tíðina en sennilega eru heimskulegustu meiðslin þegar ég missti 50 kg lóð á stóru tána á mér og hún margbrotn- aði. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Algengustu mistök við æfingar eru að fólk rembist oft við að lyfta of þungu, því maður fær meira út úr því að lyfta aðeins léttara og gera hlutina betur fyrir vikið. Hver er fyrirmynd þín? Jón Auðunsson, pabbi minn. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Spretthlauparinn Usain Bolt. Hvað var hámark ferilsins? Þegar ég varð Evrópumeistari í samanlögðu 1998 og þegar ég vann gullið í réttstöðu á HM 2012 og að sjálf- sögðu þegar ég fékk viðurkenninguna Íþróttakarl Kópa- vogs 2013 fyrir stuttu. Mestu vonbrigðin? Þegar ég tapaði heimsmeistaratitl- inum á HM 1999 með minnsta hugsanlega mun gegn Rússanum Maxim Podtynni. Skemmtileg saga frá ferlinum? Eftir HM í Indlandi 2009 fórum við Vigfús aðstoð- armaður minn í smáskoðunarferð um Nýju-Delí. Við löbbuðum mikið um og lentum inni í hverfi sem virt- ist vera notalegasta hverfi en svo þegar fór að skella á myrkur leist okkur ekki alveg á hvar við vorum staddir og þótti fólkið í hverfinu frekar skuggalegt. Þá segi ég þessa fleygu setningu við Fúsa: „Eigum við ekki bara að láta lítið fara fyrir okkur og koma okkur héðan?“ Þetta fannst Fúsa mjög fyndið því við vorum þarna tveir hvítir víkingar, annar hátt í tveir metrar og u.þ.b. 85 kg og ég 140 kg og litum því út eins og tölustafurinn 10 og skárum okkur mjög úr mannfjöldanum. Skilaboð að lokum? Lifðu í núinu og vertu jákvæður, lífið er allt of stutt til að eyða orku í það neikvæða. AUÐUNN JÓNSSON ER ÍÞRÓTTAMAÐUR VIKUNNAR Sex egg í morgunmat Morgunblaðið/Golli Sérfræðingar telja að óhollt mataræði valdi næstum jafnmörgum krabbameinstilfellum og reykingar. Óhollt mataræði er einnig stærsti einstaki áhættuþátturinn varðandi slæma heilsu og offitu Íslendinga. Hollt mataræði er mikilvægasti þátturinn í að öðast heilbrigðan líkama og þar skiptir sérstakega miklu máli að auka neyslu á fæðu úr jurtaríkinu. Hollt mataræði skiptir öllu máli* Að halda líkamanum viðgóða heilsu er skylda þvíannars getum við ekki haldið huga okkar sterkum og skýrum. Búdda Auðunn Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.