Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Qupperneq 34
gerða að það er engu líkara en spilari leiksins sé kominn í flugstjórasæti geim- skipsins, þar sem hann mætir óvinum sín- um og hættum,“ sagði í tilkynningu frá CCP þegar leikurinn var kynntur árið 2013. Það sem er merkilegt við Oculus- gleraugun er eftirvæntingin eftir þeim. Þau eru ekki komin í búðir. Þrátt fyrir það eru þau margverðlaunuð og verðlaunin á CES er enn ein rósin í hnappagat Oculus. Þeir blaðamenn sem hafa fengið að prófa hafa allir hrifist svo mikið af þessari tækni að úti um allt internet er hrós og mikil gíf- uryrði um ágæti þeirra. Eftirvæntingin er nú þegar orðin mikil hjá væntanlegum kaupendum og er talað um að samspil Oculus og CCP muni skila fyrirtækjunum báðum milljónum dollara. Ekki minnkaði eftirspurnin og lofið á gleraugun eftir hátíðina þar sem al- menningur fékk að prófa. Hilmar sjálfur orðinn spenntur Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP, var stadd- ur á CES- sýningunni og var tekinn tali af tæknivefsíðum og tækniblöðum. „EVE: Valkyrie byrjaði sem þróunarverkefni hjá nokkrum starfs- mönnum CCP, eitthvað sem þá langaði til að O culus-töluvleikjagleraugnanna er beðið með gríðarlegri eft- irvæntingu. Gleraugun eru sett á og tölvuleikurinn birtist nánast lifandi fyrir framan spilarann. Þau eru ekki enn komin í búðir þrátt fyrir að vera nánast tilbúin. Stefnt er á að þau komi í búðarhillur seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Í desember safnaði Oculus VR, framleiðandi gleraugnanna, 75 milljónum dollara í hlutabréfaútboði, rúm- lega níu milljörðum króna þegar nýjasta útgáfa af þessu undratæki var kynnt. Vandamálið við þrívíddargleraugu hefur verið að fólk verður hreinlega veikt og kastar upp. Nýjasta útgáfan af Oculus sem kynnt var á CES-hátíðinni í Las Vegas í janúar miðar að því að gera hreyfingar eðlilegri. Allir vildu prófa og allir vildu kaupa. Biðröð var eftir að fá að setjast í stólinn og prófa. Framleiðendur Oculus vilja hinsvegar bíða og koma með fullkomna vöru á mark- að en ekki eitthvað sem er alltaf að bila, hvað þá að láta tölvuleikjaspilara vera að kasta sífellt upp. Íslenska tölvuleikjafyr- irtækið CCP hefur aðstoðað við gerð gler- augnanna með leiknum EVE: Valkyrie sem verður fyrstu persónu flugleikur. Leikurinn byggist á nýrri tækni á sviði sýndarveru- leika þar sem spilurum er gefinn kostur á að gerast flugmenn í geimskipum í EVE- heiminum. Er markmiðið að sá er spilar leikinn finnist að hann sé í raun og veru að taka þátt í bardaganum. Fjárfesting sem skilar sér „EVE: Valkyrie er hraður og óvæginn þar sem spilarar eigast við í skotbardögum. Sýndarveruleikinn sem leikjahönnun EVE: Valkyrie byggist á gerir upplifunina ein- staklega raunverulega og þannig úr garði gera. Leiksins er nú þegar beðið með mik- illi eftirvæntingu – og var farið að gera það löngu áður en við fórum að tala um hann. Við höfum stór plön fyrir EVE: Valkyrie og ég get ekki beðið eftir því að geta sagt ykkur meira í lok árs,“ var haft eftir Hilmari. CCP réði Owen O’Brian til að stýra framleiðslu og þróun EVE: Valkyrie. Mun O’Brian starfa á Newcastle-skrifstofu fyr- irtækisins, en hann er með áralanga reynslu frá tölvuleikjafyrirtækinu DICE í Svíþjóð, sem er í eigu Electronic Arts. O’Brian stýrði meðal annars framleiðslu á leiknum Mirror’s Edge, en það var fyrstu persónu hasarleikur. Safnaði milljón á 36 klukkustundum Markmið Oculus er að gleraugun verði ekki dýr fyrir tölvuleikjaspilara. Hug- myndin að baki þrvívíddargleraugunum er komin frá ungum tölvusnillingi að nafni Palmer Luckey sem vildi gera þrívídd- argleraugu sem væri betri en önnur sem væru fyrir á markaðnum. Einhver sem myndu virka með nýjustu tölvuleikjunum og væru ódýr. Hugmyndi Luckey var strax vel tekið og tók einungis 36 klukku- tíma að safna milljón dollurum gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter þegar hugmyndin var kynnt. Alls söfnuðust 2,4 milljónir dollara til að koma þróun gler- augnanna af stað. Gleraugun eru með tvo sjö tomma skjái og hefur hönnun þeirra einnig fengið verð- skuldaða athygli. Þau þykja nokkuð töff. Sjónsviðið er 90° lóðrétt og 110° lárétt þannig að ekki er mikill munur á gleraug- unum og sjónsviði mannsins. Stefnt er á að gleraugun verði með 1.080 punkta upp- lausn. Gestir á CES-sýningunni með Oculus-gleraugun að spila EVE: Valkyrie. AFP Skjáskot úr EVE: Valkyrie. Sýnt hvernig leikjaspilari sér í Oculus- gleraugunum. OCULUS-ÞRÍVÍDDARGLERAUGU VALIN BESTA VÆNTANLEGA TÆKNINÝJUNG Á STÆRSTU RAFTÆKJAHÁTÍÐ HEIMS Hönnuð í kringum EVE online Á RAFTÆKJASÝNINGUNNI CES Í LAS VEGAS FENGU OCULUS-GLERAUGUN VERÐLAUN SEM BESTA VÆNTANLEGA TÆKIÐ. ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA EKKI KOMIN ÚT ER OCULUS NÚ ÞEGAR ORÐIN MARGVERÐLAUNUÐ GRÆJA ENDA MUNU ÞAU BREYTA LEIKJASPILUN TIL FRAMTÍÐAR. GESTIR OG GANG- ANDI GÁTU PRÓFAÐ TÆKIÐ Á SÝNINGUNNI OG ÞAR VAR EVE ONLINE-LEIKURINN NOTAÐUR TIL SPILUNAR. BIÐRÖÐ MYNDAÐIST VIÐ BÁS OCULUS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gler- augun hafa bæði vakið athygli fyrir gæði en einnig hönnun og hversu þægilegt það er að vera með þau á sér. *Græjur og tækniVonir eru bundnar við að nýr forstjóri tæknirisans Microsoft nái að bæta hag fyrirtækisins »36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.