Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Side 38
*Föt og fylgihlutir Grái liturinn var áberandi í herratískunni fyrir sumarið sem tónar vel við dökka liti »40 H vaðan sækir þú innblástur? Þar sem ég vinn aðallega í tölvu stelst ég stundum á svona tískusíður eins og the sartoriallist. Mér finnst einnig mjög gaman að skoða gömul myndaalbúm og bíómyndir og þegar ég vil gera vel við mig skelli ég mér á kaffihús í miðborginni þar sem ég get gramsað í alls kyns tímaritum og látið mig dreyma um nýjar og fallegar flíkur. Hverju er mest af í fataskápnum? Það sem ég á mest af í fataskápnum er líklegast sokka- buxur … er ALLTAF að kaupa nýjar því það kemur svo fljótt lykkjufall haha. En fyrir utan sokkabuxurnar þá myndi ég halda að ég ætti ágætt safn af kjólum, bæði frá mínum sokkabandsárum í París og einnig frá kærastanum mínum, sem fannst mest safe að gefa mér kjól fyrstu þrjú árin í jóla- og afmælisgjöf. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég myndi sennilega lýsa honum eins og veðrinu, frekar óútreiknanlegur. Þessa dagana finnst mér voða næs að vera í gallabuxum og strigaskóm. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú feng- ir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég myndi fara aftur til annars áratugarins þar sem konur voru nýsloppnar úr korseletti og gátu loks dregið andann, klætt sig meira eins og strákar, afslappaðra lúkk. Allt frá þessum tíma hafði svo mik- inn klassa; art deco-munstrin í kjólunum, kögrið, bob o.fl. Ætli ég myndi ekki skella mér til Parísar, fá mér kampavín með Coco og versla smá í leið- inni. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Jemima Kirke, Alexa Chung og Charlotte Gainsbourg. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Úff alveg örugglega, ég vil samt meina að það sé ekki til neitt sem heitir tískuslys. Maður þarf að vera samkvæmur sjálfum sér, tískuslys eru börn síns tíma. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir vorið? Þessa dagana er ég að leita að fallegum rúskinns- eða leðurjakka. Eftir að ég er búin að finna hann ætla ég að kaupa mér falleg nærföt. Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Án efa vivienne westwood-hettukjóllinn minn sem ég keypti 2006 í Kokon To zai í París. En þau verstu? Allar nælonsokkabuxurnar sem ég er búin að spandera í sem endast bara eina kvöldstund. Jemima Kirke úr þátt- unum Girls er með skemmtilegan stíl. Bára leitar að fallegum rú- skinns- eða leð- urjakka. STÍLLINN ÓÚTREIKNANLEGUR EINS OG VEÐRIÐ Kjólasafn frá sokkabandsárum í París BÁRA KRISTGEIRSDÓTTIR ER MEÐ SÉRLEGA ROKKAÐAN OG LÍFLEGAN STÍL. HÚN STARFAR SEM GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR, BÆÐI HJÁ AUGLÝSINGASTOFUNNI ENNEMM OG ATTIKATTI, OG KÍKIR OFT Á VEFSÍÐUR TIL AÐ SÆKJA SÉR INNBLÁSTUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Bára væri til í kampa- vín með Coco og versla smá í leiðinni.Morgunblaðið/Ómar Fallegar sokkabuxur frá La Perla. * Bára Krist-geirsdóttirsegir mikilvægt að vera sam- kvæm sjálfri sér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.