Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 39
Það er ekkert sem heitir „of mikið“ 9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 S vona þegar stelpan er alveg tilbúin að taka á móti vorinu – örlítið farið að birta og sjást til sólar á milli haglélja – er svo ljúft að láta sig dreyma. Dreyma um ein- hver æðisleg föt sem myndu hressa mann við í þorramygl- unni. Þetta er ein- hvern veginn akk- úrat tíminn til þess að kaupa sér bleika skyrtu eða gulan jakka, það er að segja ef það er ekki til í fataskápnum nú þegar. Akkúrat fyrir ári trylltist ég þegar nýja línan frá Malene Bir- ger kom og keypti mér skær- bleika skyrtu sem flýtti vorkom- unni alveg heilmikið og styrkti hjartastöðina svo um munaði. Á sama tíma eignaðist ég líka ljós- gula skyrtu frá Baum Und Pferdgarten, sem er, líkt og Mal- ene Birger, danskt hátískumerki sem einhvern veginn hittir mig alltaf í hjartastað. Með fullri virð- ingu fyrir ítalskri hönnun, banda- rískri og breskri ná þessi fyrr- nefndu dönsku tískuhús að fanga ákveðna stemningu sem skandin- avískar konur kolfalla fyrir. Smá- atriðin í hönnuninni, sniðin, lita- pallettan og stemningin hjá þessum tveimur fatamerkjum er einhvern veginn alltaf „to die for“. Á dögunum kom tískuhúsið By Malene Birger með nýtt prent í töskulínu sinni. Undirtónninn er hvítur en munstrið sjálft svart. Munstrið minnir á monogram- munstur sem hefur nú aldeilis heillað konur upp úr skónum í gegnum tíðina. Ef þú ert svona týpa sem ert alltaf með allt í stíl, brúna tösku við brún stígvél og þar fram eftir götunum, verður þú að róa á ný mið. Vortískan kallar nefnilega á ægilega kaótík og við eigum alls ekki að vera of stíliseraðar. Glimmerskór við gallabuxur og gula skyrtu og með dökkbláa tösku er til dæmis eitthvað sem gjarnan má vinna með. Þetta hljómar kannski ekkert vel en myndin sannar að þetta er nokk- uð svalt. Eins er mjög svalt að fá sér litríka kápu eins og þessa skærbleiku og klæðast henni yfir gallabuxur og gallaskyrtu. Það er líka önnur regla sem við brjótum í sumartískunni. Að vera í galla- buxum við gallajakka eða galla- skyrtu þykir til dæmis töff í dag en þótti það ekki fyrir nokkru. Tala nú ekki um ef skvísan hefði sett á sig glitrandi belti og farið í lakkskó við. Í vortískunni er ekkert sem heitir „of mikið“ … Blandaðu ólíkum munstrum saman og farðu í liti. Settu á þig djarfan varalit og keyrðu upp sumarstemninguna í hjartanu. Það er nefnilega alveg sama hvern- ig veður er, hvaða árstíð eða hvaða mánuður. Ef þú ert bílstjórinn í þínu eigin lífi þá stjórnar þú – sama hvernig ytri aðstæður eru. Það er ágætt að minna sig reglulega á það … martamaria@mbl.is Bleiki liturinn verður áberandi í vortískunni ásamt hvítum. Gallabuxur við gallajakka og bleika kápu er málið. Svona lítur munstrið út í töskulínu By Malene Birger. Taskan fæst í Evu. Gul skyrta frá By Malene Birger við gallabuxur. By Mal- ene Birger fæst í Evu á Laugavegi. Hlébarðaefni við hlébarðaefni. Það er dásamlegt. Þessi föt eru frá Baum Und Pferd- garten og fást í Ilse Jacobsen. Munstur við mundur - það má. Þessi föt eru frá Baum Und Pferdgarten og fást í Ilse Jacob- sen. MOSFELLSBAKARÍ Handverksbakarí fyrir sælkera Daglega er bakað bakkelsi sem fá bragðlaukana til að kætast. Hjá okkur er hægt að fá þetta gamla og góða og einnig eitthvað nýtt og spennandi. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Hvern ætlar þú að gleðja í dag?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.