Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 47
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Ívar Páll Jónsson segir allt sitt líf hafa verið baráttu gegn því að vera steyptur í sama mót og aðrir. Morgunblaðið/Golli * Ætli þetta eigi ekkirætur í uppeldinu.Faðir minn er mikill hippi í eðli sínu og við syst- kinin ólumst upp við ást, frið, reykelsi og tarotspil. Pabbi er mikið á móti staðalmyndum um hlut- verk kynjanna og við vissum ekki hvers kyns ég var fyrr en í fermingar- veislunni. Þetta verður spennandi ævintýri. Maður fær ekki áhverjum degi tækifæri til að fara til New York ogsetja upp söngleik,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýra mun sýningunni. Hann segir Revolution hafa allt með sér. „Leikritið er frumlegt og gott og tónlistin býður upp á mikla möguleika þótt hún sé ekki dæmigerð söngleikjatónlist. Þetta er ind- ie-rokk sem fellur mjög vel að mínum smekk. Það eru þarna áhrif frá Pixies, David Bowie, Radiohead og jafnvel Portishead. Þetta er alvöruefni með góðum húmor og spennandi sögu,“ segir hann. Bergur hafði aldrei hitt Ívar Pál og þurfti að spyrjast fyrir um hann. „Honum er hvarvetna gefin góð einkunn. Ívar Páll er augljóslega hæfileikaríkur maður. Það stekkur ekki hver sem er fullskapaður upp úr leik- og tónskálda- skúffunni með eitt stykki Off-Broadway-söngleik í fartesk- inu. Revolution er gott verk með sterk höfundareinkenni, tilbúið til æfinga. Það hlýtur að koma meira frá Ívari Páli í framtíðinni. Vonandi lætur hann þó ekki tuttugu ár líða á milli.“ Ráku upp stór augu Bergur veit ekki til þess að íslenskur söngleikur hafi verið settur upp erlendis áður og örugglega ekki í New York. „Aðstandendur verksins eru helvíti áræðnir að gera þetta og ég er alltaf til í að stökkva í reið með slíkum hestum. Ég var í Bandaríkjunum með Karli Pétri Jónssyni fram- leiðanda um daginn og þar ráku menn upp stór augu þeg- ar þeir áttuðu sig á því að við ætluðum að byrja svona stórt. Leiðin er yfirleitt lengri þarna úti.“ Bergur segir það hárrétta ákvörðun að setja verkið upp í New York. Eðli þess vegna. „Ef við gefum okkur að mark- hópurinn verði aðallega fólk sem hefur áhuga á frumlegri rokktónlist eru mun fleiri hausar í þeirri prósentu í New York en Reykjavík.“ Bergur er lítið farinn að velta viðtökum fyrir sér ennþá. Aðalatriðið sé að búa til góða sýningu. „Ég myndi segja að við ættum góða möguleika ef við náum sýnileika. Við erum staðráðin í að gera stóra og flotta sýningu enda erum við vön gæðum úr leikhúsinu hér heima. Íslenskt leikhús er á mjög háum standard í alþjóðlegu samhengi. Það hefur margsýnt sig.“ Hlakkar til að dveljast í New York Bergur fer utan í apríl til að fylgjast með áheyrnarprufum en kemur svo heim aftur til að klára leikárið í Borgarleik- húsinu. „Þegar ég verð búinn að þvo framan úr mér smink- ið eftir síðustu sýninguna í júní flýg ég utan. Það verður gaman að dveljast þar með fjölskylduna í sumar. Stelp- urnar mínar eru orðnar mjög spenntar.“ Það er stórt tækifæri fyrir íslenskan leikstjóra að leik- stýra Off-Broadway-sýningu en Bergur er ekki farinn að velta því fyrir sér hvort það geti undið upp á sig. „Markmiðið núna er bara að gera þetta eins vel og ég get en það segir sig sjálft að því betur sem þessi sýning gengur þeim mun fal- legra verður nafnspjaldið sem maður skilur eftir sig.“Bergur Þór Ingólfsson mun leikstýra Revolution. Morgunblaðið/Ómar Alltaf til í að stökkva í reið með slíkum hestum Sögusvið söngleiksins Revolution er ekki alveg hefðbundið. „Nú er það?“ spyr Ívar Páll. „Er þetta ekki bara enn einn söng- leikurinn sem gerist í olnboganum á Ragnari Agnarssyni húsgagnamálara?“ Bærinn Elbowville er sumsé samfélag manna sem komið hefur sér makindalega fyrir í olnboga manns. Ef til vill framandi aðstæður en margt minnir þó á venjulegt jarðneskt samfélag á norðurhjara þessa heims. „Þetta er saga um ástir og átök,“ upp- lýsir Ívar Páll. „Söguhetjurnar eru þrír bræður, Peter, Alex og Stein, sem tengj- ast miklum og sterkum böndum. Þegar Peter og Alex verða ástfangnir af sömu konunni fer allt í bál og brand. Það endar með því að annar þeirra yfirgefur bæinn en hinn verður eftir og kvænist konunni. Þau stofna fjölskyldu og í leiðinni kemur hann hagsældarvél á koppinn.“ Erfitt er að toga meira upp úr höfund- inum en hann bætir þó þessu við: „Verkið fjallar líka um vonina og mögulega lýsir það kerfinu sem við búum við. Hvort skiptir meira máli, fjölskyldan eða efnis- legir hlutir? Annars er þetta ekki prédik- un. Fólki er frjálst að draga sínar álykt- anir. Réttar og rangar.“ Sögusviðið er olnbogi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.