Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 BÓK VIKUNNAR Eldhafið yfir okkur er smásagnasafn eftir Dag Hjartarson en sögurnar hlutu Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is S á er maðurinn II er bók eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing og geymir æviágrip 360 karla og kvenna sem settu svip á mann- kynssöguna frá upphafi til um 1750. Bókin er uppflettibók þar sem ein- staklingum er raðað eftir staf- rófsröð. Urður bókafélag gefur bókina út og hún er til í öllum helstu bókabúðum. „Árið 2011 gaf ég út bókina Sá er maðurinn sem náði frá 1750-2000 og hafði að geyma æviágrip einstaklinga sem settu svip á mannkynssög- una frá 1750-2000. Þeirri bók var vel tekið og mjög margir, þar á meðal kennarar og bókasafnsfólk, hvöttu mig til að taka saman svipaða bók um eldri tíma og ég vatt mér í það,“ segir Jón Þ. Þór. „Þessi bók byrjar um 2000 fyrir Krist á Abraham og nær til 1750 og yngsti mað- ur sem er í henni er Benjamin Franklin. Ég reyndi að hafa í bókinni fólk úr öllum heimshlutum og það reyndist þeim mun erf- iðara sem lengra líður aftur, það reyndist til dæmis afar erfitt að finna heimildir um ein- staklinga frá Afríku og Ameríku og Ástralíu áður en Evrópumenn komu þangað.“ Hvernig fórstu að því að velja ein- staklinga í bókina? „Ég reyndi vitaskuld að byggja á eigin þekkingu og svo hafði ég erlend rit til hlið- sjónar en fyrst og fremst mótast valið af eigin smekk og áhuga. Ég held að engir tveir höfundar myndu velja alveg eins í rit eins og þetta. Af þeim ritum sem ég hafði undir höndum og sumu leyti til hliðsjónar voru engin tvö rit alveg eins.“ Telurðu að það sé þörf á riti eins og þessu á tímum þegar fólk leitar sér upplýs- inga á netinu? „Það er stundum sagt að allar upplýs- ingar séu á netinu en sannleikurinn er sá að margt af því sem ég skoðaði á netinu við vinnslu þessarar bókar er arfavitlaust og fullt af villum. Svo er það tilfellið að ef fólk er með bók eins og þessa við höndina og þarf að leita að manni og veit hvað hann heitir þá er miklu fljótlegra að fletta upp í bókinni en að finna upplýsingar um hann á netinu. Og auk þess fær lesandinn í bókinni allar upplýsingarnar á íslensku.“ Áttu þér uppáhaldseinstaklinga frá því tímabili sem þú fjallar um í þessari bók? „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á Katr- ínu miklu og Pótemkin. Anna Komnena sem var keisaradóttir í Konstantínópel, og stundum hefur verið kölluð fyrsti kvensagn- fræðingurinn, er líka í uppáhaldi og sömu- leiðis Þeódóra sem var keisaraynja í Konst- antínópel. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á siglingum og landafundum og í bókinni eru menn eins og Kólumbus, Magellan og kaf- teinn Cook, en þeir hafa alltaf verið mér hugstæðir. Sú persóna sem ég hef samt mest dálæti á er María Magdalena. Það er mikil dulúð í kringum hana og hún virðist hafa verið stórbrotin manneskja. Maður fær afskaplega ljúfa mynd af henni þegar maður les um hana. Enda er kápumyndin af henni, ásamt Júlíusi Sesar, Kólumbusi og Katrínu miklu.“ MARÍA MAGDALENA ER Í UPPÁHALDI HJÁ JÓNI Þ. ÞÓR Svipmiklir einstaklingar Ef fólk er með bók eins og þessa við höndina og þarf að leita að manni og veit hvað hann heitir þá er miklu fljótlegra að fletta upp í bókinni en að finna upplýsingar um hann á netinu, segir Jón Þ Þór. Morgunblaðið/RAX SAGNFRÆÐINGURINN JÓN Þ. ÞÓR ER HÖFUNDUR UPPFLETTIBÓKAR UM EINSTAKLINGA SEM SETTU SVIP Á MANNKYNSSÖGUNA FRÁ UPPHAFI TIL 1750. Það væri freistandi að nefna bækur Tove Jansson, bæði fyrir börn og fullorðna, því þar fer saman mikil stílsnilld, dásamlegar myndir og einhver djúpur sannleikur um lífið og mannlegt eðli. En það er þó varla hægt, bækurnar eru svo stór hluti af okkar norrænu menningarvitund að það að segjast halda upp á múmínálfana er svolítið eins og að segjast halda upp á súkkulaði: Það væri frekar fréttnæmt að hafa lesið um þessar elskulegu skepnur án þess að hafa heillast af þeim. Enn síður get ég verið svo tilgerðarleg að nefna Dostojevskí, þó að Glæpur og refsing eigi alltaf sess í hjarta mínu, meðal annars vegna þess að gælu- nafnið mitt, Dúnja, er þaðan komið. En auðvitað er það svo að maður heillast af því sem vel er gert og þá er ekki ósennilegt að margir aðrir deili skoðun manns. Sögu- persónur Kristínar Steinsdóttur sitja til dæmis fast í mér og koma oft upp í hugann. Ég heillast líka iðulega af fjörlegum persónusögum – ég skynja til dæmis sama neista, á ólíkan hátt, í bókum Einars Kára- sonar og Isabel Allende. Hinn elskulega Alan Bennett verð ég líka að hafa með, sem er svo góður í hinu lágstemmda og neyðarlega og einlæga – á svo dásamlega breskan hátt. En það sem ég les kannski mest af eru fantasíur. Margt er einnota afþreying (og ágætt sem slík), en risarnir í fantasíunni eru svo ótrúleg- ir sagnameistarar: Robin Hobb, Brandon Sanderson, Brent Weeks – þetta eru höfundar sem ég kaupi allt eftir og hlakka til að lesa aftur eftir nokkur ár. Í UPPÁHALDI ARNDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI Arndís Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs, segist lesa mest af fantasíubókum og þar á hún sína eftirlætishöfunda. Morgunblaðið/Ómar Tove Jansson BÓKSALA JANÚAR 2014 Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda Allar bækur 1 Veisluréttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir 2 Heilsudrykkir HildarHildur Halldórsdóttir 3 LKL2 : lágkolvetnalífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 4 SandmaðurinnLars Kepler 5 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 6 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnBerglind Sigmarsdóttir 7 Brauð & eftirréttir KristuMaría Krista Hreiðarsdóttir 8 Gestgjafinn - Bestu uppskriftirnar 2013Ýmsir 9 Lágkolvetna lífstíllinnGunnar Már Sigfússon 10 Brauð- og kökubók HagkaupsJói Fel. Kiljur 1 SandmaðurinnLars Kepler 2 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson 3 HHhHLaurent Binet 4 Maður sem heitir OveFredrik Beckman 5 SjóræninginnJón Gnarr 6 Gröfin á fjallinuHjorth Rosenfeldt 7 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 8 ÚlfshjartaStefán Máni 9 LeðurblakanJo Nesbø 10 SáttmálinnJodi Picoult Íslensk skáldverk 1 SjóræninginnJón Gnarr 2 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 3 ÚlfshjartaStefán Máni 4 AndköfRagnar Jónasson 5 Egils saga með skýringum 6 Grettis saga með skýringum 7 GrafarþögnArnaldur Indriðason 8 Stúlka með magaÞórunn Erlu- ogValdimarsdóttir 9 Svar við bréfi HelguBergsveinn Birgisson 10 Íslendingaþættir með skýringum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.