Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Side 59
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Er hjá honum ljár og smíðaverkfæri? (7) 4. Æðislegt er það sem á að ferja í burtu. (7) 8. Í vanda færi mig frá í stað á Reykjanesi. (8) 9. Fern úr innkaupaferð sjá um verslunina. (8) 11. Skipun á undan tali. (9) 12. Heimsk og velstæð fá A til að verða full af sorg. (8) 13. Hest og tarf sá nægja til að skapa gleði. (12) 15. Alfagur getur breyst í svað. (7) 17. Ágiskun dýrs. (4) 19. Númer inniheldur líkamshluta sem sindrar. (7) 21. Mengaði brú einhvern veginn með vopninu. (10) 23. Blástur bóka birtist í bómullarvinnslutæki. (9) 25. Sjúk spila. Það er meira en hálfmerkilegt en samt tákn um vanmátt. (14) 28. Djöfullegi staðurinn fyrir kindur er aðeins sektin. (7) 30. Þýski karlkyns greinirinn er líka ákveðinn á íslensku eins og sést á húfuhlutanum. (5) 31. Málum með augnatillitum. (5) 32. Festa svipuð sverð. (9) 34. Tók feil í fyrra en er samt varanleg. (5) 35. Skrökvi áin um skepnurnar. (9) 36. Óra óþekkts ákærðir fyrir að vera óskoðaðir. (12) 37. Sá annir einhvern veginn hjá nískum mönnum. (7) LÓÐRÉTT 1. Hérna sníkjudýr finnast með útlimi. (9) 2. Lemur sníkjudýr að endingu. (7) 3. Ná í kíló af smeðjuskapnum. Það er nostrið. (9) 4. Fyrir hálfþokkalegan kínverskan keisara óttist fugl (9) 5. Ást fær skotna. (9) 6. Virtar sjá kind með útfjólubláu ljósi sem er þar að sögn. (9) 7. Drekkur á landræmum. (6) 10. Þjálfast hestur einn sem yfirmaður. (11) 14. Megi taka úr geislameðferð fyrir ferðalag. (9) 16. „Hreyfi af hverju?“ er sagt. Út af afgirtu svæði. (7) 18. Sekt og neitanir skapa eldunartækið. (12) 20. Alvörugefinn sýnir vafa. (3) 22. Fyrningar. Þar úr koma glæringar. (10) 23. Slefspeldi sem verndar fyrir skít gefur okkur sýnishorn. (10) 24. Spennandi egnir mýri og áfengan drykk enn. (10) 26. Svíða rekald fyrir fiskmeti. (8) 27. Dæmdi brand og gaf upp áætlaðan prís. (8) 29. Við þann síðasta kvinna birtist næstum öll með löginn. (7) 33. Hefur undan þeim næsta. (5) Fyrsta keppni nýs heimsmeistara í skák vekur alltaf athygli. Sá „ný- bakaði“ finnur yfirleitt hjá sér ríka þörf til að sanna að hann sé verðugur handhafi krúnunnar. Þannig var það með Aljekin eftir sigur í maraþoneinvíginu við Capablanca í Buenos Aires 1927, hann varði titilinn 1929 gegn óverðugum áskoranda, Efim Bogljubow, en síðan vann hann mótin í San Remo 1930 og Bled 1931 með fáheyrðum yfirburðum. Á fyrsta móti sem Spasskí tók þátt í eftir að hafa velti Petrosjan úr sessi vann hann glæsilega. Það fór fram í San Juan í Púertó Ríkó sumarið 1969. Anatolí Karpov varð heims- meistari vorið 1975 án þess að tefla við Bobby Fischer. Hann var keyrður áfram af knýjandi þörf til að sanna sig og vann strax sigur á sterku móti sem skipt var á milli Portoroz og Ljubljana í Slóveníu. Sem heimsmeistari byrjaði Kasparov á því að skrifa bók um einvígi nr. 2 við Karpov, nokkrum vikum síðar tefldi hann stutt ein- vígi við Jan Timman. Ekki verður annað sagt en að Magnúsi Carlsen hafi tekist vel upp í sinni fyrstu prófraun sem lauk í Zürich í vikunni. Þetta sex manna skákmót hófst með stuttu hraðskákmóti sem ákvarðaði töflu- röð, síðan var tekið til við umferð kappskáka og loks umferð at- skáka. Kappskákirnar giltu tvöfalt en þar hlaut Magnús 4 vinninga af fimm og hafði nánast tryggt sér sigur er atskákirnar hófust. En á ýmsu gekk í kappskákahlutanum; hann var t.d. með tapað tafl gegn Nakamura í 3. umferð en slapp með skrekkinn og náði sigri. Nakamura hefur nýverið gefið út þá yfirlýsingu að á næstu árum verði hann hættulegasti andstæð- ingur Magnúsar. Betri færi fá menn varla gegn heimsmeistaran- um og hann hlýtur að naga sig í handarbökin fyrir klúðrið. Í atskákunum voru Magnúsi mislagðar hendur og fékk hann aðeins 2 vinninga en það dugði til sigurs. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Magnús Carlsen 10 v. 2. – 3. Caruana og Aronjan 9 v. 4. Na- kamura 7 ½ 5. Anand 5 v. 6. Gelf- and 4 ½ v. Skákin við Boris Gelfand var fyrsta kappskák Magnúsar Carl- sen sem heimsmeistara og hann tefldi sem slíkur: Magnús Carlsen – Boris Gelf- and Grünfelds-vörn 1. c4 g6 2. d4 Rf6 3. Rf3 Bg7 4. g3 c6 5. Bg2 d5 6. Da4 Enn eitt dæmið um sjaldséða leiki í byrjun tafls hjá Magnúsi. Hér er oftast leikið 6. cxd5. 6. … O-O 7. O-O Rfd7 8. Dc2 Rf6 9. Bf4 Bf5 10. Db3 Db6 11. Rbd2 Re4 12. e3 Dxb3?! Dálítið hæpið en erfitt er að finna góða leiki, t.d. 12. … Da6 13. Hfc1 ásamt –Bf1 við tækifæri. 13. axb3 Ra6 14. cxd5 cxd5 15. g4! Djarfur leikur sem hefur það að markmiði að opna fyrir biskupinn á g2. 15. … Bxg4 16. Rxe4 dxe4 17. Rd2 f5 18. f3 e5!? Geldur í sömu mynt en örugg- ara var 18…. exf3 19. Rxf3 Had8 með jöfnu tafli. 19. dxe5 exf3 20. Rxf3 Hae8 21. Ha5 Rb4 22. Rd4 b6 23. Hxa7 Bxe5 24. Bh6 Hf6 25. h3 Bh5 - Sjá stöðumynd - 26. Rc2! Sannkallaður heimsmeistara- leikur. Ef nú 26. … Rxc2 þá kem- ur 27. Bd5+ Hfe6 28. Hc1! og vinnur, t.d. 28. .. Rb4 29. Bxe6+ og 29. … Hxe6 strandar á 30. Hc8+ og mátar. 26. … g5 27. Bxg5 Hg6 28. Hxf5 h6 Enn hangir riddarinn á c2, 28. … Rxc2 er svarað með 29. Bd5+ Kh8 30. Hxe5! Hxe5 31. Ha8+ Kg7 31. Hg8 mát. 29. Bxh6 Hxh6 30. Rxb4 Bxb2 31. Rd5 Kh8 32. Hb7 Bd1 33. b4 Hg8 34. Re7 Hd8 35. Be4 Bf6 36. Hxb6 Kg7 37. Hf2 - og Gelfand gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Magnús Carlsen stóðst fyrstu prófraunina Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 8. febr- úar rennur út á hádegi 14. febrúar. Vinningshafi krossgátunnar 1. febrúar er Helga Hjaltadóttir, Nestúni 3, Hellu. Hlýtur hún bókina Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner í verðlaun. Uppheimar gefa út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.