Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 12
Kevlar-vesti Úrskurðarnefnd útboðsmála vísaði kærunni frá. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Úrskurðarnefnd útboðsmála vísaði frá kæru frá Hiss ehf. sem meinað var að taka þátt í útboði Ríkiskaupa fyrir hönd embættis ríkislögreglu- stjóra vegna skotheldra vesta fyrir lögreglumenn en tuttugu daga kærufrestur vegna málsins var lið- inn. Því var ekki tekin efnisleg af- staða til málsins. Hjá Hiss ehf. starfar lögreglu- maður sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í ljósi þessarar tengsla ákvað ríkislög- reglustjóri að meina Hiss þátttöku í útboðinu vegna reglna um opinber innkaup. Hagsmunatengsl Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2011 þegar Ríkisendur- skoðun gerði athugasemd við það að ríkislögreglan keypti búnað af Hiss ehf. en framkvæmdastjóri fyr- irtækisins starfar hjá lögreglunni. Taldi Ríkisendurskoðun að slíkt væri í trássi við reglur um opinber innkaup. Þá var því beint til innan- ríkisráðuneytisins að skera úr um hvort það samrýmdist störfum lög- reglumanna að eiga og/eða starfa hjá fyrirtækjum sem lögæslustofn- anir ættu í viðskiptum við. Í ljósi reglna um opinber innkaup og meginreglur laga um skyldur opinberra starfsmanna ákvað ríkis- lögreglustjóri að setja ákvæði í út- boðslýsingu í desember 2013 sem útilokaði að hægt væri að taka til- boði Hiss ehf. í ljósi fyrrgreindra hagsmunatengsla. Fyrirtækið kærði þetta ákvæði til kærunefndar útboðsmála og vísaði til þess að það mismunaði á grund- velli þjóðfélagsstöðu. Benti fyrir- tækið á, að lögreglumönnum sé leyfilegt að stunda annan rekstur með leyfi yfirmanns auk þess sem það taldi lagastoð skorta. Á móti voru rök ríkislögreglu- stjóra meðal annars þau að hið um- deilda ákvæði í útboðsskilmálunum tryggði að athugasemdir Ríkisend- urskoðunar næðu fram að ganga. Kærunefndin vísaði hins vegar kærunni frá án þess að taka efnis- lega afstöðu þar sem kæran barst eftir að kærufrestur var liðinn. Kæru vísað frá því frestur var liðinn  Úrskurðarnefnd tók ekki afstöðu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Núningur er enn milli þjóðanna í NA- Atlantshafi vegna stjórnunar upp- sjávarveiða. Norðmenn vilja sem fyrst samning um kolmunnaveiðar og aðgang að lögsögu Evrópusambands- ins og Færeyja. Ef ekki, má lesa á milli línanna að óvíst sé að skip ann- arra strandríkja fái heimild til að veiða norsk-íslenska síld í norskri lög- sögu. Hvað viðkemur makrílnum ráða Íslendingar ráðum sínum þessa dagana eftir þriggja ríkja samning í síðustu viku, en Grænlendingar eru reiðir Færeyingum fyrir að hafa skil- ið Íslendinga og Grænlendinga eftir. Á fundi Íslands og Grænlands í Reykjavík í næstu viku verða makríl- veiðar eflaust meðal umræðuefna. Á heimasíðu norska sjávarútvegs- ráðuneytisins er hvatt til þess að strandríki setjist á ný að samninga- borði um kolmunna og síld. Þar segir að þrátt fyrir marga fundi hafi ekki fengist niðurstaða. Noregur hafi ver- ið tilbúinn til slíkra samninga síðan í fyrrahaust. Evrópusambandið hafi hins vegar frestað þessum viðræðum og ekki viljað ljúka þeim fyrr en mak- rílsamningur væri í höfn. Langt komnir með kvótann Í samningum um kolmunna felist aðgangur að veiðum norskra skipa í lögsögu ESB og Færeyja en með síldarsamningi fái hin strandríkin að- gang að veiðum í norskri lögsögu. Kolmunnaveiðar fari að mestu fram fyrri hluta ársins og norsku skipin hafi nú þegar veitt rúman helming kvóta síns. Því sé brýnt að samningur um veiðar 2014 liggi fyrir áður en kol- munnavertíðinni ljúki. Norðmenn leggja til að gengið verði frá að minnsta kosti „lágmarks- samningi“ um kolmunna með bréfa- skiptum næstu daga. Nái ríkin ekki samkomulagi um kolmunna mjög fljótlega þurfi að meta aðgang ann- arra þjóða til síldveiða í norskri lög- sögu upp á nýtt. Vilja aukið veiðiálag Í viðræðum um kolmunna hafa Norðmenn farið fram á meira veiði- álag heldur en hin strandríkin og kann það að hluta að skýra þrýsting þeirra á að ganga sem fyrst frá samn- ingi. Ísland og ESB hafa viljað óbreytt álag, Færeyingar vilja auka veiðiálagið nokkuð og Norðmenn vilja veiða af mestum krafti. Allar halda þjóðirnar sig innan varúðarmarka ICES, sem þó eru skiptar skoðanir um. Stofn kolmunna hefur farið stækk- andi síðustu ár og miðað við gildandi aflareglu verður heildaraflamark árs- ins um 950 þúsund tonn. Samkvæmt samningi strandríkja er hlutur Ís- lands 17,6% og koma að óbreyttu um 154 þúsund tonn í hlut Íslands eftir að tillit hefur verið tekið til veiða Rúss- lands og Grænlands. Miðað við mesta veiðiálag yrði heildarkvótinn tæplega 1,5 milljón tonn. Færeyingar óráðnir Kristján Freyr Helgason, sérfræð- ingur í sjávarútvegsráðuneytinu, leið- ir viðræður strandríkja um síldveiðar á þessu ári. Hann segir að ESB og Færeyjar hafi ekki svarað fyr- irspurnum hans síðustu vikur um það hvort ekki sé tímabært að taka upp viðræður eða ganga frá með bréfa- skiptum samningi á milli ríkjanna um veiðar á norsk-íslenskri síld. Á þessu stigi liggi ekkert fyrir um hvenær og hvernig staðið verði að gerð samn- ings um síld og kolmunna. Á síðasta ári voru Færeyingar ekki aðilar að síldarsamningi. Þeir voru með 5,16% hlutdeild í heildaraflanum samkvæmt samningi frá 2007, en tóku sér einhliða 17% hlutdeild í fyrra og veiddu rúmlega 100 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld. Á vef færeyska útvarpsins er haft eftir Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra í Færeyjum, að hann reikni með að viðræður um síld og kolmunna byrji aftur í næstu viku. ESB setti viðskiptaþvinganir á út- flutning á síld og makríl frá Fær- eyjum í fyrrasumar vegna síldveiða. Þeim aðgerðum hefur ekki verið af- létt, en haft er eftir Vestergaard, að ekki liggi fyrir að Færeyingar skrifi undir síldarsamning í ár. Íslendingar og Grænlendingar ræða um fiskveiðar og samstarf og samskipti þjóðanna á fundi í næstu viku. Þar er næsta víst að þriggja ríkja makrílsamningur og makrílveið- ar ársins verði til umræðu. Grænlendingar reiðir Reiði í garð Færeyinga kemur fram í skrifum formanns Atassut- flokksins, Gerhardt Petersen, í græn- lenska blaðið Sermitsiaq vegna þriggja ríkja samningsins um makríl. Hann geti falið í sér mikla erfiðleika fyrir Grænlendinga sem séu að byggja upp makrílveiðar. Minnt er á að Grænlendingar hafi stutt Færeyinga í síldveiðideilunni við Evrópusambandið. Nú sýni Fær- eyingar sitt rétta andlit, hugsi aðeins um eigin hag og hafi svikið Grænland og Ísland. Færeyingar hafi ekki hag- að sér í samræmi við samþykktir Vest-norræna ráðsins og skorað er á grænlensku landsstjórnina að taka málið upp. Spurning sé hversu trú- verðugir Færeyingar séu. Núningur milli strandríkja  Norðmenn vilja samning um kolmunna hið fyrsta  Annars sé óvíst með aðgang annarra að veiðum á norsk-íslenskri síld í norskri lögsögu  Grænlendingar segja Færeyinga aðeins hugsa um eigin hag Morgunblaðið/Árni Sæberg Á veiðum Jón Kjartansson SU er nú á kolmunnaveiðum vestur af Írlandi. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2014. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsókna- stofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi Rannís. Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15. apríl 2014. Tilnefningum ásamt ítarlegum upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Tilnefningar óskast! Íslensku skipunum fjölgar þessa daga á kolmunnamiðum á alþjóð- legu hafsvæði vestur af Írlandi. Þar eru einnig skip frá Færeyjum, Rússlandi og Noregi. Í gær voru Jón Kjartansson SU 111 og Ingunn AK 150 á miðunum og fleiri voru á leiðinni. Í vetur hafa Jón Kjart- ansson og Hoffell SU 80 landað hátt í fjögur þúsund tonnum af kolmunna hvort skip. Í reglugerð um leyfilegan heild- arafla íslenskra skipa í ár er miðað við gildandi samning og minnsta veiðiálag samkvæmt ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Börkur og Beitir séu á leið á miðin við Írland, en sigling þangað tekur um tvo og hálfan sólarhring. Út- gefinn kvóti Síldarvinnslunnar er um 40 þúsund tonn og líkur eru á að hann verði aukinn, segir á vef SVN. Fjölgar á kolmunna MIÐIN Á ALÞJÓÐLEGU HAFSVÆÐI VESTUR AF ÍRLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.