Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Siglufjarðarvegur á Almenningum hefur þurft mikið viðhald vegna stöð- ugs landsigs frá því hann var lagður 1965-66. Miðað við gerð mannvirk- isins og umferðarálagið er þetta örugglega dýrasti kaflinn í vegakerf- inu hvað viðhald varðar, að mati Hreins Haraldssonar, vegamála- stjóra. Hann er jarðfræðingur að mennt. Þegar Hreinn fór að vinna hjá Vegagerðinni 1981 var fyrsta verkefni hans að rannsaka landsig- ið við Siglufjarð- arveg. Hreinn sagði það greinilegt að vatn, eða úrkoma, hefði lokaáhrif á landsigið. Reynsla starfs- manna Vegagerð- arinnar, sem hefðu unnið við viðhald vegarins áratugum saman, sýndi einnig að í kjölfar mikillar úr- komu mætti búast við því að landið færi af stað. Hvernig atburðarásin væri nákvæmlega í jarðlögunum væri fremur fræðileg spurning en hagnýt. En hver er framtíðarlausnin, er hún að dusta rykið af gömlum áform- um um jarðgöng úr Siglufirði í Fljót? „Sú lausn kemur örugglega til al- varlegrar skoðunar til lengri tíma lit- ið en við sjáum ekki að það gerist í nánustu framtíð. Það eru það mörg önnur verkefni sem eru framar í röð- inni,“ sagði Hreinn. Opnun Héðinsfjarðarganga breytti miklu fyrir Siglfirðinga 2010. Mikil umferð færðist þá yfir á nýju leiðina í Eyjafjörð þannig að það dró frekar úr umferð á Siglufjarðarvegi. Hreinn benti á að Héðinsfjarðar- göngin hefðu opnað hringleið um Tröllaskaga sem hefði vegið á móti því. Að vetrarlagi fari menn þessa leið þegar Öxnadalsheiði sé lokuð. Hreinn telur að umferðin muni aukast aftur á Siglufjarðarvegi með auknum ferðamannastraumi. „Það verður áfram viðhald á veg- inum. En við erum að skoða það að færa veginn á ákveðnum köflum á öruggari staði. Að hluta til liggur vegurinn framarlega á brúnum og af því hefur maður mestar áhyggjur. Þetta ástand þarna hefur varað í ára- tugi og ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta hlaupi fram í dag eða á morgun. Almennar kröfur um ör- yggi í vegakerfinu eru að aukast og þess vegna viljum við skoða það að laga veginn,“ sagði Hreinn. Liður í því er greinargerð sem Vegagerðin lét vinna um Siglufjarðarveg. Sjálfvirkur vöktunarbúnaður Vegamálastjóri skipaði vinnuhóp um jarðskrið og jarðhlaup við Al- menninga þann 1. febrúar 2013. Hópurinn skilaði greinargerð sinni til vegamálastjóra í desember 2013. Formaður var Gunnar Bjarnason. Í skýrslunni er gerð grein fyrir jarðfræði Almenninga og mælingum á jarðskriði og jarðhlaupi á svæðinu. Einnig er þar áhættugreining auk viðauka. Sérstakur kafli er um hugs- anlegar aðgerðir til að auka öryggi vegfarenda. Vinnuhópurinn leggur til að settur verði upp sjálfvirkur vöktunarbún- aður á þeim stöðum þar sem mest hætta er talin vera á hruni vegstæð- isins á Almenningum. Búnaðurinn verði tengdur við stjórnstöð. Hann geti lokað veginum sjálfvirkt með slá verði hrun á vegstæðinu. Einnig þyrfti að vera hægt að loka veginum frá stjórnstöð væri talin hætta á jarðhlaupi. Lagt er til að í fyrsta áfanga verði búnaður af þessu tagi settur upp á um 300 metra kafla sunnan við Almenningsnöf. Kostnað- ur við þann áfanga er áætlaður vera um 50 milljónir. Til álita kemur að vakta fimm svæði þar sem mest hætta er talin vera á því að vegstæð- ið hrynji. Tvær mismunandi aðferðir hafa verið skoðaðar varðandi sjálfvirka eftirlitið. Annars vegar er um að ræða mælibúnað sem mælir sig og hliðarhreyfingar. Hann verði settur í öxl núverandi vegar og er rætt um fjóra staði í því sambandi, þar á með- al sunnan við Almenningsnöf. Við skilgreind mörk skriðs ræsist sjálf- virk viðvörun og við efri mörk lokist vegurinn. Niðurstöðurnar fari sjálf- virkt til stjórnstöðvar. Norska fyr- irtækið Cautus Geo framleiðir mæli- búnað sem lagður er í slöngu með mælum á 50 cm bili. Á Skógasvæðinu er lagt til að settar verði upp tvær staðbundnar mælislöngur í vegkant. Einnig er hugsanlegt að borað verði fyrir mælirörum þar sem skrið er mælt sjálfvirkt. Þetta verði tengt sjálfvirkum sendibúnaði. Hópurinn telur einnig að til greina komi að færa veginn á köflum. Lítils háttar færsla við vegamót Siglu- fjarðarvegar og Skarðsvegar þykir koma vel til álita. Hún er áætluð kosta um 30 milljónir. Einnig kemur til greina að færa veginn rétt upp fyrir núverandi veg milli Kóngsnefs og Almennings- nafar en kostnaður við það er áætlaður 235 milljónir. Færsla Siglufjarðarveg- ar langt upp fyrir núver- andi veg milli Kvígildis og Skriðnavíkur, upp í 150-200 m hæð yfir sjó, þykir vart koma til greina vegna kostnað- ar og öryggis. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Siglufjarðarvegur Bundið slitlag er einungis á köflum. Hér er einn malarkaflinn þar sem hreyfing er mikil. Skoðað að laga Siglufjarðarveg  Vegurinn er dýr í rekstri vegna sífellds viðhalds  Tillögur um færslu vegarins á köflum  Skynj- arar í vegöxlum sem nema landsig  Sjálfvirkur lokunarbúnaður á veginum við mikið landsig eða hrun Hreinn Haraldsson „Vegurinn hefur tekið miklum breytingum það sem af er vetri,“ sagði Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri Fjalla- byggðar, um Siglufjarðarveg á Almenningum. Vegurinn hafði m.a. sigið um 20 cm á ákveðum köflum þar sem borið var í hann. Sigurður sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. „Það verður að finnast varanleg lausn á vegasambandi við Fjallabyggð. Siglufjarðarvegur er eins og hann er. Í hinn endann eru ein- breið Múlagöngin og Ólafs- fjarðarmúli. Þetta eru farar- tálmar miðað við þá miklu flutninga og umferð sem fer hér í gegn.“ Á aðalskipulagi Fjallabyggðar er gert ráð fyrir jarðgöngum úr Hólsdal í Siglufirði yfir í Fljótin. „Það er að mínu áliti eina leiðin til þess að þetta komist í við- unandi horf,“ sagði Sigurður. Héðinsfjarðargöng sem tengja Siglufjörð við Eyjafjarð- arsvæðið voru opnuð 2010. Sigurður segir nauðsynlegt að tengingar séu í báðar áttir. Samskiptin við höfuðborgar- svæðið séu um Siglufjarðarveg. Hann sagði Siglufjarðarveg hafa vakið sumum ferðamönn- um ótta. „Ég hef hitt fólk að sumar- lagi sem hefur ákveðið að fara ekki þessa leið til baka,“ sagði Sigurður. „Vegurinn er bæði bugðóttur og miklar hæðarbreytingar á honum. Fólki sem er óvant að aka á malarvegum og kemur þarna með hjól- hýsi eða fellihýsi líður illa þegar farið er þarna um.“ Varanlega lausn vantar BÆJARSTJÓRI Sigurður Valur Ásbjarnarson „Ekki er alltaf sótt um nöfn á lítil börn. Mörg nafnanna sem þykja mjög skrýtin eru nöfn sem fullorðið fólk óskar eftir að fá að taka upp sjálft,“ segir Ágústa Þorbergsdóttir, formaður mannanafnanefndar. Ágústa segir þetta vilja oft gleym- ast í umræðunni. Hún bendir á að al- geng viðbrögð fólks við nöfnum sem nefndin ýmist samþykkir eða hafnar séu á þessa leið: „Af hverju að gefa blessuðu barninu þetta nafn?“ En þá er oft um fullorðinn einstakling að ræða, segir Ágústa. Nefndin samþykkti ekki nafnið Eldflaug. Í rökstuðningi nefnd- arinnar stóð m.a. þetta: „Benda má á að fólki kann að vera frjálst að nota nafn, t.d. listamannsnafn, á ýmsum vettvangi þótt það sé ekki hið form- lega skráða nafn viðkomandi í Þjóð- skrá.“ Gælunöfn vinsæl Þær breytingar sem Ágústa greinir í umsóknunum undanfarið eru á þá leið að algengara er orðið að sótt sé um ýmis gælunöfn. Sam- þykkt voru m.a. nöfnin Sæmi og Gulli. Hins vegar var nafninu Gauji hafnað m.a. vegna þess að það að rita j á undan i samræmist ekki ís- lenskum rithætti. Þá er orðið nokkuð algengt að sótt sé um kvenmannsnöfn sem enda á -ey. Þessi nöfn eru orðin nokkuð al- geng. Slíkt hið sama mun ekki vera að segja um nöfn sem leidd eru af karlmannsnöfnum eins og t.d. Magnúsína og Árnína. Nefndin afgreiðir um 100 um- sóknir á ári og hefur fjöldi umsókna verið svipaður síðustu ár. thorunn@mbl.is Fullorðnir vilja skrýtin nöfn  Ekki alltaf sótt um nöfn á lítil börn, segir formaður mannanafnanefndar Mannfjöldi Mannanafnanefnd af- greiðir um 100 umsóknir á ári. Eftirfarandi kvenmannsnöfn hafa verið samþykkt: Ósklín, Sjana, Irmelín, Olivia, Grethe, Dúnna, Alena, Eyborg, Christel, Sigvalda, Varða, Manúella, Elíza, Akira, Ísidóra, Sæbrá, Daría, Rökkva, Íslilja, Andríana, Sigrid, Cathinca og Júní. Í úrskurði um nafnið Júní kemur eftirfarandi fram: „ekki [verður] séð að eiginnafnið Júní sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Manna- nafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eigin- nafni kvenmanns.“ Eftirfarandi karlmannsnöfn hafa verið samþykkt: Þórinn, Dalí, Evían, Ásar, Eddi, Marzi- líus, Sigurlogi, Dynþór, Fíus, Benvý, Gulli, Sæmi, Reykdal, Skröggur og Auður. Er sér- staklega tekið fram með Auður að það haggi ekki stöðu sama nafns sem kvenmannsnafns. Júní nafn á bæði kyn ÚRSKURÐUR NEFNDAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.