Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is Glerslípun & Speglagerð ehf. Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Sjáðu sjálfan þig í nýju ljósi Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtuskilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Þegar Wisvanathan Anandtapaði einvígi sínu umheimsmeistaratitilinnfyrir Magnúsi Carlsen var eins og skákskýrendur og sér- fræðingar afskrifuðu hann og ekki að ástæðulausu. Á örlagastundu missti hann yfirleit af bestu leið- inni og lokaniðurstaðan, 3:6, benti til þess að hann hefði sungið sitt síðasta. Anand mun hafa und- irbúið sig vel fyrir einvígið en sá undirbúningur komst aldrei til skila. Hann fékk ekki upp þær stöður sem hann hafði rannsakað sérstaklega fyrir einvígið. Þar kom til skjalanna sá einstæði hæfileiki Norðmannsins að sneiða hjá alfaraleiðum en komast samt á áfangastað. Að þessu leyti til minnir hann á einhvern van- metnasta heimsmeistara allra tíma, Emanuel Lasker, sem þó hélt heimsmeistaratitlinum í 27 ár. Þessa dagana fer áskor- endamótið fram á „slóðum loðfíl- anna“ í Khanty Manyisk í Síberíu og margt bendir til að hin mikla vinna sem Anand innti af hendi á síðasta ári sé nú farin að skila sér. Eftir sex umferðir af 14 er staðan þessi: 1. Anand 4 v. (af 6) 2. Aronjan 3½ v. 3.-6. Topalov, Kramnik, Svidler og Mamedyarov 3 v. 7. Karjakin 2½ v. 8. Andreikin 2 v. Það er svolítil rússnesk slagsíða á þessu áskorendamóti og loft er lævi blandið; minnugur einvígisins í Elista haustið 2006 náði Topalov fram hefndum er hann sigraði Kramnik í 6. umferð og getur með góðum endaspretti náð efsta sæti. Armeninn Aronjan og Aserinn Mamedyarov talast ekki við en skærur þjóða þeirra setja mark sitt á viðureignir þeirra. Anand hefur aldrei svo vitað sé blandast deilum af slíku tagi og gengur um sali í Khanty Manyisk æðrulaus og spakur. Magnús Carlsen hefur sent keppendum kveðjur sínar og óskað þeim öllum góðs gengis. Hvílíkt drenglyndi. Hvenær í skáksögunni hefur heimsmeistari sent keppinautum sínum slíkar kveðjur? Garri Kasparov lét svo um mælt þegar hann kom hingað til lands á dögunum að Kramnik og Aronjan væru báðir mun hættulegri mótstöðumenn en An- and. Er það nú alveg víst? Lítum á sigur Indverjans í 3. umferð: Shakriyar Mamedyarov – Wisvanathan Anand Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Dc2 Róleg leið til þess fallin að sneiða hjá langri teóríu. 4. … dxc4 5. Dxc4 Bg4 6. Rbd2 Rbd7 7. g3 e6 8. Bg2 Be7 9. Re5 Bh5 10. Rxd7 Rxd7 11. 0-0 0-0 12. Rb3 a5 13. a4 Bb4! Staða riddarans á b3 er heldur ólánleg og biskupar svarts eru til alls vísir. 14. e4 e5 15. Be3 exd4 16. Bxd4 Kh8 17. e5 He8 18. f4 f6 19. exf6 Rxf6 Svartur hefur gert meira en að jafna taflið og hótar nú 20. … Be2. 20. Bf3 Bxf3 21. Hxf3 He4 22. He3? Eftir þennan eðlilega leik fær hvítur ekki rönd við reist, nauð- synlegt var 22. Dd3 sem heldur í horfinu. 22. … Hxe3 23. Bxe3 De8! 24. Bb6? Valdar d8-reitinn en betra var 24. Bd4. Kannski hefur hann bDh5 25. Bd4 He8 26. Hf1 óttast lepp- unina 24. … De4 sem á að svara með 25. Rc5. 24. … Dh5 25. Bd4 He8! Hvítur er aðeins of seinn með –Bd4-leikinn. Nú strandar á 26. Bxf6 á 26. … gxf6 27. Hf1 He2 o.s.frv. 26. Hf1 26. … Rg4! 27. Dc2 Eða 27. h4 Re3! 28. Bxe3 Hxe3 29. Kh2 Dg4 30. Hg1 Be1! og vinnur. 27. … c5! 28. Rxc5 Hc8! 29. Hd1 Bxc5 30. Bxc5 h6 31. Kh1 – og hvítur gafst upp um leið, svartur á tvo leiki sem vinna báð- ir, 31. … Rf2+ eða 31. … Re3 Endurkoma Anands – efstur í áskorendakeppninni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Í drögum að frum- varpi um nátt- úrupassa til Alþingis er fjallað um aðrar gjaldtökuleiðir og koma þær fram sem athugasemdir með frumvarpinu. Ég hef gagnrýnt þetta hugsanlega fyr- irkomulag fyrir margt, m.a. of háan kostnað, lögreglueft- irlit og það uppátæki að ætla öllum íslenskum ríkisborgurum, eldri en 18 ára, að framvísa passanum hér og hvar á landinu, jafnvel á skóla- ferðalögum. Í athugasemdunum gætir nokk- urs misskilnings. Þar eru komu- og brottfarargjöld spyrt saman en á þeim er nokkur munur; eink- anlega sá að brottfaragjald hugn- ast flestum betur eftir góða veru í landinu fremur en að greiða að- gangseyri að því. Enn fremur er sagt að með leið- inni sé hægt að tengja gjaldið við flugfarseðil og meira að segja inn- anlandsflugfarseðil (!). Hugmyndin með brottfaragjaldi gerir svo sann- arlega ekki ráð fyrir slíku. Slíkt gjald er greitt við brottför úr landi (á alþjóðaflugvöllunum þremur og Seyðisfirði) nema þegar um far- þega skemmtiferðaskipa er að ræða eða aðra hópa sem bóka ferðir um landið í gegnum ferða- skrifstofu. Þá er auðvelt að inn- heimta gjaldið við kaup á ferð og standa skil á því. Við brottför erlendra ríkisborg- ara á flugvelli er greitt á mönn- uðum stað eða rafrænt með vega- bréfsnúmeri sýnilegu. Kerfið kostar lítið miðað við tekjur og eft- irlit er ekkert umfram það sem er á hverjum brottfararstað við upp- haf öryggisleitar. Transit- eða millilendingarfarþegar borga ekki enda sýnir farseðill, að viðkomandi gistir ekki landið utan flugvallar, auk þess sem slíkir farþegar fara ekki í gegnum öryggisleit. Eftir t.d. þrjár brott- farir á sama ári fellur gjaldið niður. Það er því augljóst að með þessu móti er ekki verið að leggja brottfarargjald á inn- anlandsflug, ekki á ís- lenska ríkisborgara og heldur ekki á þá sem koma oft á ári til landsins. Ókostir brottfarargjalds sem taldir eru upp í athugasemdunum eru lang- sóttir og rangir. Einnig sú yfirlýs- ing að gjaldið myndi renna beint í ríkissjóð og þar með ekki hægt að tryggja að það gengi til ferðamála. Þvert á móti. Gjaldið væri inn- heimt í sérsjóð (líkt og í fyrirhug- aðan Náttúrupassasjóð) með um- ræddum rafrænum hætti eða á mönnuðum stað. Stjórn sjóðsins væri í höndum hagsmunaaðila og opinberra aðila og úthlutanir opn- ar. Það er ekki of seint að endur- skoða einfaldar og sanngjarnar leiðir til að innheimta lágt gjald af erlendum ferðamönnum. Hinir inn- lendu greiða fyrir sinn hluta með sköttum sínum. Í svo sem eins og tíu evrum eða fimmtán dollurum á mann felst ekki mismunum heldur er gjaldið greiðsla fyrir þjónustu sem byggð er upp fyrst og fremst vegna erlendra gesta, í ljósi þróun- ar gestakoma til landsins. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Það er ekki of seint að endurskoða ein- faldar og sanngjarnar leiðir til að innheimta lágt gjald af erlendum ferðamönnum. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Rangar athugasemd- ir með frumvarpi um náttúrupassa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.