Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 RENAULT MEGANE SPORT TOURER DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.890.000 KR. Staðalbúnaður: 16" álfelgur, Bluetooth handfrjáls símabúnaður, tölvustýrð miðstöð með loftkælingu, hraðastillir, hiti í framsætum, leðurklætt aðgerðastýri, útvarp og geislaspilari með USB og AUX tengi, rafdrifnar rúður og speglar. Velkomin í kaffi og reynsluakstur OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 www.renault.is Helgi Bjarnason Baldur Arnarson Landflutningar hafa víða farið úr skorðum vegna ófærðar og féllu ferðir tugi flutningabifreiða niður. Að sögn Ólafs William Hand, upp- lýsingafulltrúa Eimskips, sem rekur flutningafyrirtækið Flytjanda, kom- ust um 15 stórar flutningabifreiðar ekki yfir Öxnadalsheiði í gær og í fyrradag. Flutningabifreiðir kæm- ust ekki með fisk suður en þær sem væru fyrir sunnan ekki með neyt- endavörur norður. Ástandið hefði ekki verið jafn slæmt á Austurlandi. Fiskur sé sóttur sjóleiðina á Reyð- arfjörð og fluttur á markað. Ingi Þór Hermannsson, forstöðu- maður Landflutninga hjá Samskip, sagði allt „kolófært á Vestfjörðum“. „Við felldum því niður allar ferðir á Vestfirði í kvöld [í gærkvöldi]. Tveir bílar áttu að fara vestur en fóru ekki. Fjórir fóru norður og bíða færis á Blönduósi. Aðrir sex bílar áttu að fara norður en fóru ekki. Alls bíða 12 bílar því færis. Öxnadalsheið- in hefur verið erfið í allan vetur, en alveg sérstaklega síðasta sólar- hring,“ sagði Ingi Þór í gær. Fyrirtækið hefði lent í hremming- um á Austurlandi í vetur, m.a. vegna hálku, en áætlun haldið síðustu daga. Nóg er í kælunum á Akureyri Jón Ævar Sveinbjörnsson, versl- unarstjóri Bónuss á Akureyri, sagði ófærðina ekki haft mikil áhrif. „Einu áhrifin eru þau að utanbæj- arfólk hefur ekki komist til okkar. Það er aðeins farið að ganga á græn- metið, enda fengum við ekki vörur í dag [í gær]. Annað er í lagi. Við höf- um Mjólkursamlagið hér á Akureyri og höfum því nóg í kælunum.“ Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni að ef veður leyfi verði byrjað snemma að moka Öxnadals- heiði í dag. Vonir standi til að færð á heiðinni verði orðin góð um hádegið. Um það sé þó mjög erfitt að spá. Mikil ófærð er á Norðausturlandi, á Fjarðaheiði, Vopnafjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Sömu sögu er að segja af Vest- fjörðum. Þar eru vegir víða ófærir. Fór veðurútlit þar batnandi í gær en spáð var leiðeindaveðri fyrir austan í dag. Taldi Veðurstofan óvíst hvort veður leyfði mokstur austan Möðru- dalsöræfa og á Austurfjörðum í dag. Hálka og lélegt skyggni var á Hellis- heiði í gær en heiðin var þó ekki ófær. Fór veðurútlit þar batnandi. Ófærð setur landflutninga úr skorðum  Tugir stórra flutningabifreiða hafa ekki komist yfir Öxnadalsheiðina  Mikil ófærð er á Vestfjörðum  Fiskur kemst ekki suður og vörur ekki norður  Útlit er fyrir erfiða færð víða á Austurlandi í dag Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Snjómokstur Vegagerðin hafði í nógu að snúast í Oddsskarði í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fannfergi Akureyri er í vetrarbúningi þessa dagana. Ófærð hefur haft lítil áhrif á vöruframboð í verslunum þar. Vegagerðin lagði 450 milljónir í snjómokstur fyrstu tvo mánuði ársins 2013 og þótti mikið, eins og Björn Ólafsson, forstöðu- maður þjónustudeildar, getur um. Kostnaðurinn á sama tíma í ár varð 600 milljónir og er aukningin því 150 milljónir. Mik- ill kostnaður hefur verið við snjómokstur í þessum mánuði austanlands og fyrir norðan en sá kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Allt aðra sögu er að segja hjá Reykjavíkurborg. Kostnaður við vetrarþjónustu frá september til dagsins í dag er orðinn 366 milljónir kr., samkvæmt upplýs- ingum upplýsingafulltrúa. Ef Vetur konungur sýnir klærnar ekki þeim mun meira á útmán- uðum virðist ljóst að kostnaður- inn verði töluvert undir því sem vetrarþjónustan kostaði á síð- asta vetri, hvað þá veturinn þar á undan. Í fyrra fór kostnaður- inn í tæpar 500 milljónir og rúmar 640 veturinn þar á und- an. Hins vegar var veturinn 2010 til 2011 ódýr fyrir borgina, þá kostaði vetrarþjónustan 336 milljónir kr. helgi@mbl.is Mun meira fé í moksturinn ÁHRIFIN Á VEGAGERÐINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.